Viðskipti innlent

Ráðinn list­rænn stjórnandi hjá H:N

Atli Ísleifsson skrifar
Magnús Hreggviðsson.
Magnús Hreggviðsson. H:N Markaðssamskipti

Magnús Hreggviðsson hefur verið ráðinn til H:N Markaðssamskipta sem listrænn stjórnandi.

Í tilkynningu segir að áður hafi Magnús gegnt stöðu listræns stjórnanda hjá EFNI. Auk þess var Magnús formaður FÍT frá árinu 2015 til 2018 og hafi þar að auki setið í stjórn Art Directors Club of Europe, FÍT og Myndstef.

„Magnús er grafískur hönnuður með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands og MA-gráðu í communication design frá St. Martins háskólanum í London. Magnús hefur starfað hjá fjölda auglýsingastofa, en auk EFNIS hefur Magnús starfað hjá Fíton, ENNEMM og Íslensku auglýsingastofunni.“

Alls starfa vel á þriðja tug hjá stofunni á Íslandi og útibúi í Brighton á Englandi og í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×