Samherji segir sekt DNB-bankans ekki tengjast viðskiptum sínum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 14:50 Samherji segir viðskipti sín við norska DNB-bankann ekki tengjast ákvörðun norska fjármálaeftirlitsins um að sekta bankann um 6 milljarða króna. Vísir/EPA Samherji segist enga aðild eiga að máli norska fjármálaeftirlitsins gagnvart DNB-bankanum, sem í dag var sektaður um 400 milljónir norskra króna, eða um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. Þá segist Samherji engar upplýsingar hafa um þessa sektarákvörðun umfram það sem birst hefur opinberlega. Fréttastofa greindi frá málinu fyrr í dag en DNB sagði upp öllum viðskiptum við Samherja í árslok 2019. Norska fjármálaeftirlitið gagnrýnir bankann harðlega í tilkynningu sem birt var í dag og segir Kjerstin Braathen, forstjóri DNB, bankann taka gagnrýnina „mjög alvarlega.“ Almennt kerfi DNB til að greina peningaþvætti ófullnægjandi Norska ríkið á 34 prósent hlutafjár í DNB-bankanum og hefur sérstaklega gagnrýnt bankann fyrir að hafa ekki kannað millifærslur milli tveggja fyrirtækja Samherja hjá bankanum eftir að fréttir bárust um starfsemi félagsins í Namibíu. „Eftir því sem ráðið verður af gögnum var þessi sekt lögð á DNB bankann eftir reglubundið eftirlit með peningaþvættisvörnum bankans í febrúar á síðasta ári. Niðurstaða þeirrar athugunar var að almennt kerfi DNB til að greina hugsanlegt peningaþvætti hafi verið ófullnægjandi,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Samherja. „DNB hefur tekið skýrt fram að norska fjármálaeftirlitið saki bankann ekki um að hafa aðstoðað viðskiptavini sína við peningaþvætti heldur sé bankinn sakaður um það að verkferlar bankans hafi almennt ekki fylgt ítarlegri norskri löggjöf um aðgerðir gegn peningaþvætti.“ „Meginefni skýrslunnar um starfshætti bankans en ekki um Samherja“ Samherji segist hafa þrjár athugasemdir við sérstaka skýrslu sem norska fjármálaeftirlitið hefur unnið að um viðskiptasamband DNB-bankans og Samherja en greint var frá henni í dag. „Í fyrsta lagi ber að geta þess að þótt þessi skýrsla fjalli að nafninu til um samband DNB við Samherja er meginefni hennar um starfhætti DNB bankans sjálfs í ljósi norskrar löggjafar en ekki um Samherja,“ segir í yfirlýsingunni. „Í öðru lagi er skýrslan ónákvæm. Það kemur ekki á óvart þar sem Finanstilsynet hafði aldrei samband við Samherja og beindi aldrei neinum fyrirspurnum til fyrirtækisins við gerð skýrslunnar. Að öllum líkindum er ástæðan fyrir þessu sú staðreynd að Samherji á enga aðild að þessu máli.“ „Samherji aðeins einn af þessum 400 viðskiptavinum“ Segir í yfirlýsingunni að það sé „mjög óheppilegt“ að skýrsla sem hafi trúnaðarupplýsingar að geyma um þriðja aðila sé gerð opinber áður en fyrirtækið fái tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Dæmi um ónákvæmni í skýrslunni, að sögn Samherja, sé sú framsetning að allar greiðslur gegnum bankareikninga í DNB bankanum hafi tengst útgerðinni í Namibíu. „Þetta er fjarri því að vera rétt enda var mikill meirihluti millifærslna gerður í tengslum við sölu sjávarafurða og skipa víðs vegar um heim. Þar er um að ræða ósköp venjuleg og algjörlega óumdeild viðskipti,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir Samherji að skýrslan engin áhrif á umrætt mál milli Finanstilsynet og DNB-bankans. „Sú sektarákvörðun sem beinist að DNB og tilkynnt var um í dag er nákvæmlega sú sama og hin almenna sekt sem lögð var á DNB og greint var frá í desember á síðast ári. Þá tekur norska fjármálaeftirlitið skýrt fram að viðskiptasamband DNB og Samherja sé ekki afmarkað eða einangrað tilvik. DNB bankinn er sektaður vegna þess að bankinn fylgdi ekki ítarlegum reglum um verklag í tengslum við viðskipti allt að 400 viðskiptavina bankans og Samherji er aðeins einn af þessum 400 viðskiptavinum.“ Noregur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3. maí 2021 10:42 DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Fréttastofa greindi frá málinu fyrr í dag en DNB sagði upp öllum viðskiptum við Samherja í árslok 2019. Norska fjármálaeftirlitið gagnrýnir bankann harðlega í tilkynningu sem birt var í dag og segir Kjerstin Braathen, forstjóri DNB, bankann taka gagnrýnina „mjög alvarlega.“ Almennt kerfi DNB til að greina peningaþvætti ófullnægjandi Norska ríkið á 34 prósent hlutafjár í DNB-bankanum og hefur sérstaklega gagnrýnt bankann fyrir að hafa ekki kannað millifærslur milli tveggja fyrirtækja Samherja hjá bankanum eftir að fréttir bárust um starfsemi félagsins í Namibíu. „Eftir því sem ráðið verður af gögnum var þessi sekt lögð á DNB bankann eftir reglubundið eftirlit með peningaþvættisvörnum bankans í febrúar á síðasta ári. Niðurstaða þeirrar athugunar var að almennt kerfi DNB til að greina hugsanlegt peningaþvætti hafi verið ófullnægjandi,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Samherja. „DNB hefur tekið skýrt fram að norska fjármálaeftirlitið saki bankann ekki um að hafa aðstoðað viðskiptavini sína við peningaþvætti heldur sé bankinn sakaður um það að verkferlar bankans hafi almennt ekki fylgt ítarlegri norskri löggjöf um aðgerðir gegn peningaþvætti.“ „Meginefni skýrslunnar um starfshætti bankans en ekki um Samherja“ Samherji segist hafa þrjár athugasemdir við sérstaka skýrslu sem norska fjármálaeftirlitið hefur unnið að um viðskiptasamband DNB-bankans og Samherja en greint var frá henni í dag. „Í fyrsta lagi ber að geta þess að þótt þessi skýrsla fjalli að nafninu til um samband DNB við Samherja er meginefni hennar um starfhætti DNB bankans sjálfs í ljósi norskrar löggjafar en ekki um Samherja,“ segir í yfirlýsingunni. „Í öðru lagi er skýrslan ónákvæm. Það kemur ekki á óvart þar sem Finanstilsynet hafði aldrei samband við Samherja og beindi aldrei neinum fyrirspurnum til fyrirtækisins við gerð skýrslunnar. Að öllum líkindum er ástæðan fyrir þessu sú staðreynd að Samherji á enga aðild að þessu máli.“ „Samherji aðeins einn af þessum 400 viðskiptavinum“ Segir í yfirlýsingunni að það sé „mjög óheppilegt“ að skýrsla sem hafi trúnaðarupplýsingar að geyma um þriðja aðila sé gerð opinber áður en fyrirtækið fái tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Dæmi um ónákvæmni í skýrslunni, að sögn Samherja, sé sú framsetning að allar greiðslur gegnum bankareikninga í DNB bankanum hafi tengst útgerðinni í Namibíu. „Þetta er fjarri því að vera rétt enda var mikill meirihluti millifærslna gerður í tengslum við sölu sjávarafurða og skipa víðs vegar um heim. Þar er um að ræða ósköp venjuleg og algjörlega óumdeild viðskipti,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir Samherji að skýrslan engin áhrif á umrætt mál milli Finanstilsynet og DNB-bankans. „Sú sektarákvörðun sem beinist að DNB og tilkynnt var um í dag er nákvæmlega sú sama og hin almenna sekt sem lögð var á DNB og greint var frá í desember á síðast ári. Þá tekur norska fjármálaeftirlitið skýrt fram að viðskiptasamband DNB og Samherja sé ekki afmarkað eða einangrað tilvik. DNB bankinn er sektaður vegna þess að bankinn fylgdi ekki ítarlegum reglum um verklag í tengslum við viðskipti allt að 400 viðskiptavina bankans og Samherji er aðeins einn af þessum 400 viðskiptavinum.“
Noregur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3. maí 2021 10:42 DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3. maí 2021 10:42
DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21