250 þúsund manns reyndu að vinna Íslandsferð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2021 14:31 250 þúsund manns tóku þátt í hreyfiátaki 66°Norður á Strava 66°Norður 66°Norður í samstarfi við samfélagsmiðilinn Strava stóð fyrir hreyfiátaki þar sem notendur gátu skráð sig til leiks og áttu kost á því að vinna ferð til Íslands ef þeir myndu hreyfa sig þrisvar í viku í tvær vikur í röð. Um 250 þúsund manns skráðu sig til leiks samkvæmt upplýsingum frá 66°Norður. Á Strava skrá notendur alla hreyfingu, hvort sem það er ganga, hlaup, hjólreiðar, skíði eða annað. Vinningshafinn er frá Þýskalandi og fær hann að bjóða einum með sér í ferðina til Íslands. „Það var gríðarlega góð þátttaka í leiknum og greinilega mikill áhugi alþjóðlega að heimsækja Ísland. Hreyfiátakið beindist til fólks á lykil markaðssvæðum 66°Norður erlendis, í Bandaríkjunum, Bretlandi, Norðurlöndunum og Þýskalandi,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður. Í kjölfar Covid hefur áhugi fólks aukist gríðarlega á hreyfingu utandyra, hvort sem það eru hjólreiðar, hlaup eða göngur og eru ný skráningar- og þátttökumet í flest öllum hlaupum og mótaröðum í sumar og framboðið sjaldan verið meira. „Það er frábært að sjá hvað er mikil þróun í móta- og viðburðahaldi sem tengist útivist og við horfum á það sem okkar hlutverk að taka þátt í að styðja við slíkt og vinnum með þó nokkrum hlaupum og viðburðum eins og til dæmis Laugavegshlaupinu, Esju Ultra, Hengil Ultra, hlaupahátíð Vestfjarða, nýju hlaupi á Fimmvörðuhálsi, svo eitthvað sé nefnt.“ Þorbergur Ingi Jónsson.66°Norður Íslenski fataframleiðandinn hefur einnig verið í samstarfi við hlauparana Elísabetu Margeirsdóttur og Þorberg Inga Jónsson. Elísabet er fremsta fjallahlaupakona landsins. Hún náði þeim magnaða árangri að klára fyrst kvenna, fjögurhundruð kílómetra utanvegahlaup í asísku Gobi eyðimörkinni á undir hundrað klukkustundum. Hún hljóp einnig Laugaveginn fyrst árið 2009. Þorbergur Ingi er fremsti fjallahlaupari landsins, en hann á fimm bestu hlaupatímana í vinsælasta utanvegarhlaupi Íslands, Laugarvegshlaupinu. „Þessi þróun undanfarin ár hefur vissulega haft áhrif á vöruþróun okkar og nú nýlega kynntum við Kársnes og Straumnes línuna okkar sem samanstendur meðal annars af jakka úr Gore Infinium efni sem er frábær í hlaup og almenna hreyfingu en um leið tekur tillit til íslenskra veðuraðstæðna.“ segir Fannar. Hlaup Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Fjallamennska Tengdar fréttir Ævintýrakríli Elísabetar og Páls flýtti sér í heiminn Ultra maraþon hlauparinn og næringarfræðingurinn Elísabet Margeirsdóttir og útivistarkappinn Páll Ólafsson eignuðust á dögunum son. Elísabet greinir frá því á Facebook að litli prinsinn hafi komið í heiminn þann 9. febrúar, tveimur vikum fyrir settan dag. 12. febrúar 2021 10:41 Vaidas Zlabys fyrstur allra og Rannveig fyrst kvenna Laugavegshlaupið, 55 kílómetra langt utanvegahlaup milli Landmannalauga og Þórsmerkur er haldið í dag og er það í 24. skipti sem hlaupið er haldið. 18. júlí 2020 13:04 „Aðeins illt í fótunum“ eftir tvöfaldan Laugaveg Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. 13. júlí 2019 14:17 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Um 250 þúsund manns skráðu sig til leiks samkvæmt upplýsingum frá 66°Norður. Á Strava skrá notendur alla hreyfingu, hvort sem það er ganga, hlaup, hjólreiðar, skíði eða annað. Vinningshafinn er frá Þýskalandi og fær hann að bjóða einum með sér í ferðina til Íslands. „Það var gríðarlega góð þátttaka í leiknum og greinilega mikill áhugi alþjóðlega að heimsækja Ísland. Hreyfiátakið beindist til fólks á lykil markaðssvæðum 66°Norður erlendis, í Bandaríkjunum, Bretlandi, Norðurlöndunum og Þýskalandi,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður. Í kjölfar Covid hefur áhugi fólks aukist gríðarlega á hreyfingu utandyra, hvort sem það eru hjólreiðar, hlaup eða göngur og eru ný skráningar- og þátttökumet í flest öllum hlaupum og mótaröðum í sumar og framboðið sjaldan verið meira. „Það er frábært að sjá hvað er mikil þróun í móta- og viðburðahaldi sem tengist útivist og við horfum á það sem okkar hlutverk að taka þátt í að styðja við slíkt og vinnum með þó nokkrum hlaupum og viðburðum eins og til dæmis Laugavegshlaupinu, Esju Ultra, Hengil Ultra, hlaupahátíð Vestfjarða, nýju hlaupi á Fimmvörðuhálsi, svo eitthvað sé nefnt.“ Þorbergur Ingi Jónsson.66°Norður Íslenski fataframleiðandinn hefur einnig verið í samstarfi við hlauparana Elísabetu Margeirsdóttur og Þorberg Inga Jónsson. Elísabet er fremsta fjallahlaupakona landsins. Hún náði þeim magnaða árangri að klára fyrst kvenna, fjögurhundruð kílómetra utanvegahlaup í asísku Gobi eyðimörkinni á undir hundrað klukkustundum. Hún hljóp einnig Laugaveginn fyrst árið 2009. Þorbergur Ingi er fremsti fjallahlaupari landsins, en hann á fimm bestu hlaupatímana í vinsælasta utanvegarhlaupi Íslands, Laugarvegshlaupinu. „Þessi þróun undanfarin ár hefur vissulega haft áhrif á vöruþróun okkar og nú nýlega kynntum við Kársnes og Straumnes línuna okkar sem samanstendur meðal annars af jakka úr Gore Infinium efni sem er frábær í hlaup og almenna hreyfingu en um leið tekur tillit til íslenskra veðuraðstæðna.“ segir Fannar.
Hlaup Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Fjallamennska Tengdar fréttir Ævintýrakríli Elísabetar og Páls flýtti sér í heiminn Ultra maraþon hlauparinn og næringarfræðingurinn Elísabet Margeirsdóttir og útivistarkappinn Páll Ólafsson eignuðust á dögunum son. Elísabet greinir frá því á Facebook að litli prinsinn hafi komið í heiminn þann 9. febrúar, tveimur vikum fyrir settan dag. 12. febrúar 2021 10:41 Vaidas Zlabys fyrstur allra og Rannveig fyrst kvenna Laugavegshlaupið, 55 kílómetra langt utanvegahlaup milli Landmannalauga og Þórsmerkur er haldið í dag og er það í 24. skipti sem hlaupið er haldið. 18. júlí 2020 13:04 „Aðeins illt í fótunum“ eftir tvöfaldan Laugaveg Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. 13. júlí 2019 14:17 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Ævintýrakríli Elísabetar og Páls flýtti sér í heiminn Ultra maraþon hlauparinn og næringarfræðingurinn Elísabet Margeirsdóttir og útivistarkappinn Páll Ólafsson eignuðust á dögunum son. Elísabet greinir frá því á Facebook að litli prinsinn hafi komið í heiminn þann 9. febrúar, tveimur vikum fyrir settan dag. 12. febrúar 2021 10:41
Vaidas Zlabys fyrstur allra og Rannveig fyrst kvenna Laugavegshlaupið, 55 kílómetra langt utanvegahlaup milli Landmannalauga og Þórsmerkur er haldið í dag og er það í 24. skipti sem hlaupið er haldið. 18. júlí 2020 13:04
„Aðeins illt í fótunum“ eftir tvöfaldan Laugaveg Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. 13. júlí 2019 14:17