Matur

BBQ kóngurinn: Lax á sedrusviðarplanka með sítrusávöxtum og fersku gúrkusalati

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Alfreð Fannar Björnsson, deilir girnilegri uppskrift af laxi í fyrsta þætti BBQ kóngsins. Önnur þáttaröð BBQ kóngsins var sýnd á Stöð 2 í vetur en fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla þættina á Stöð 2+. 
Alfreð Fannar Björnsson, deilir girnilegri uppskrift af laxi í fyrsta þætti BBQ kóngsins. Önnur þáttaröð BBQ kóngsins var sýnd á Stöð 2 í vetur en fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla þættina á Stöð 2+.  Skjáskot

Grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson sýndi áhorfendum Stöðvar 2 girnilega uppskrift af grilluðum laxi í fyrsta þætti BBQ kóngsins sem var á dagskrá fyrr í vetur.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast klippu úr þættinum ásamt uppskrift og aðferð. Verði ykkur að góðu. 

Klippa: Lax á sedrusviðarplanka

Lax á sedrusviðarplanka

 - með sítrusávöxtum og fersku gúrkusalati -

  • Lax
    • 600 g lax
    • Appelsína
    • Sítróna
    • Límóna
    • Sedrusviðarplanki
  • Gúrkusalat
    • Hálf stór gúrka
    • 1 tsk salt
    • ½ lítill rauðlaukur
    • 2-3 stilkar ferskt dill
    • ½ dós sýrður rjómi (má sleppa)
  • Aðferð
  1. Kyndið grillið í 250 gráður. 
  2. Leggið viðarplankann í bleyti í 30 mínútur.
  3. Skerið gúrku í þunnar sneiðar, setjið í skál ásamt saltinu og blandið saman. Látið standa í 20 mínútur.
  4. Hellið vatninu sem hefur myndast úr skálinni og þerrið gúrkurnar með eldhúspappír.
  5. Skerið lauk í þunnar sneiðar og fínsaxið dill. Blandið saman við gúrkurnar. Bætið sýrðum rjóma út í, ef vill.
  6. Leggið laxinn á plankann. Skerið ávextina í þunnar sneiðar og leggið yfir fiskinn.
  7. Grillið í 15-20 mínútur á beinum hita eða þangað til laxinn hefur náð 48-50 gráðum í kjarnhita.
Það er fátt sumarlegra en grillaður lax.Skjáskot

Tengdar fréttir

BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae

Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, tók fyrir hamborgara í síðasta þætti af BBQ kónginum á Stöð 2.

Svona grillar maður bjórkjúkling

Grindvíkingurinn Alfreð Fannar Björnsson er án efa mesti dellumaður landsins, tekur allt með trompi hvort sem það snýr að veiðinni, bílasprautun eða öðru.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.