„Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2021 10:38 Bjarki hefur fundið sig vel á BMX hjólinu. Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. Bjarki gaf á dögunum út myndband þar sem hann sýnir listir sínar og gerir brellur. Frosti Logason hitti Bjarka um daginn í Íslandi í dag en hann var þá að kenna ungum og efnilegum drengjum hjá Brettafélagi Hafnafjarðar og ræddi við hann um ástríðu hans fyrir BMX og spurði hvernig áhugi hans á þessari skemmtilegu íþrótt kviknaði. „Ég byrjaði á BMX í sjöunda bekk og kynntist í því í gegnum Skatepark sem er í Hafnarfirðinum, svona brettagarður,“ segir Bjarki sem fylgdist þarna með eldri strákum leika listi sínar. Bjarki heillaðist af stóru strákunum og áttaði sig á því að hann vildi verða eins og þeir en síðan kom honum mest á óvart hvað hann eignaðist góða vini í þessum hópi. Strákarnir sem hann leit upp til urðu fljótt hans bestu vinir og félagar. „Ég var aðeins að reyna finna mig þarna og fer og kaupi mér bleikt hjól alveg eins og annar strákur sem var þarna. Svo fer ég út að hjóla og hjóla og svo mætir maður í skateparkið og það vilja bara allir vera vinir manns. Þetta er svo lítill hópur af fólki og það vilja allir vera eins og þetta snýst bara um að hafa gaman. Svo á einu ári var maður orðinn frekar flinkur.“ En líkt og sjá má eru brellurnar sem Bjarki framkvæmir á hjólinu margar ansi glæfralegar. Er þetta ekki stórhættulegt? „Þetta er hættulegt sport en það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt. Maður getur verið að labba yfir götu og fótbrotið sig. Ég hef brotnað á vinstri ökkla.“ Bjarki er sjálfur kostaður af tveimur af stærstu BMX fyrirtækjunum í Bandaríkjunum sem eru Subrosa Brand og Shadow Conspiracy og má segja að hann sé svona semi-pro eins og það heitir. Bjarki segir að það hafi hjálpað honum mikið og veitt honum mikla hvatningu. Bjarki vill meina að BMX lífsstíllinn hafi beint honum inn á jákvæðar brautir í lífinu og jafnvel bjargað honum frá því að lenda í einhverju rugli og óæskilegum félagsskap sem stundum vill verða já unglingum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi. „Ég held að það sé almennur misskilningur hjá mörgum að jaðaríþróttir sé aðdragandi slæms félagsskap og neyslu og annað. Þú getur ekki verið fullur fjögur kvöld í viku og farið svo að hjóla.“ Bjarki byrjaði að hjóla í sjöunda bekk. Bjarki og félagar hans eru mjög þakklátir Brettafélagi Hafnarfjarðar og Hafnafjarðarbæ fyrir þá frábæru aðstöðu sem iðkendum jaðaríþrótta hefur verið boðið upp á í Flatahrauni 14 í Hafnarfirði og segir hann að fleiri bæjarfélög ættu að taka sér þessa starfsemi til fyrirmyndar þar sem þetta hafi mjög jákvæð áhrif á allt bæjarfélagið. Bjarki var að gefa út nýtt BMX myndband um daginn sem nú er öllum aðgengilegt á Youtube en þar leikur Bjarki listir sínar og gerir trikk sem aðeins þeir bestu geta leikið eftir. Að baki myndbandsins liggur margra ára vinna en Bjarki mælir með að sem flestir horfi á myndina og vonast hann til þess að hún kveiki áhuga sem flestra á sportinu. Hér að neðan má sjá YouTube myndbandið. Ísland í dag Kópavogur Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira
Bjarki gaf á dögunum út myndband þar sem hann sýnir listir sínar og gerir brellur. Frosti Logason hitti Bjarka um daginn í Íslandi í dag en hann var þá að kenna ungum og efnilegum drengjum hjá Brettafélagi Hafnafjarðar og ræddi við hann um ástríðu hans fyrir BMX og spurði hvernig áhugi hans á þessari skemmtilegu íþrótt kviknaði. „Ég byrjaði á BMX í sjöunda bekk og kynntist í því í gegnum Skatepark sem er í Hafnarfirðinum, svona brettagarður,“ segir Bjarki sem fylgdist þarna með eldri strákum leika listi sínar. Bjarki heillaðist af stóru strákunum og áttaði sig á því að hann vildi verða eins og þeir en síðan kom honum mest á óvart hvað hann eignaðist góða vini í þessum hópi. Strákarnir sem hann leit upp til urðu fljótt hans bestu vinir og félagar. „Ég var aðeins að reyna finna mig þarna og fer og kaupi mér bleikt hjól alveg eins og annar strákur sem var þarna. Svo fer ég út að hjóla og hjóla og svo mætir maður í skateparkið og það vilja bara allir vera vinir manns. Þetta er svo lítill hópur af fólki og það vilja allir vera eins og þetta snýst bara um að hafa gaman. Svo á einu ári var maður orðinn frekar flinkur.“ En líkt og sjá má eru brellurnar sem Bjarki framkvæmir á hjólinu margar ansi glæfralegar. Er þetta ekki stórhættulegt? „Þetta er hættulegt sport en það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt. Maður getur verið að labba yfir götu og fótbrotið sig. Ég hef brotnað á vinstri ökkla.“ Bjarki er sjálfur kostaður af tveimur af stærstu BMX fyrirtækjunum í Bandaríkjunum sem eru Subrosa Brand og Shadow Conspiracy og má segja að hann sé svona semi-pro eins og það heitir. Bjarki segir að það hafi hjálpað honum mikið og veitt honum mikla hvatningu. Bjarki vill meina að BMX lífsstíllinn hafi beint honum inn á jákvæðar brautir í lífinu og jafnvel bjargað honum frá því að lenda í einhverju rugli og óæskilegum félagsskap sem stundum vill verða já unglingum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi. „Ég held að það sé almennur misskilningur hjá mörgum að jaðaríþróttir sé aðdragandi slæms félagsskap og neyslu og annað. Þú getur ekki verið fullur fjögur kvöld í viku og farið svo að hjóla.“ Bjarki byrjaði að hjóla í sjöunda bekk. Bjarki og félagar hans eru mjög þakklátir Brettafélagi Hafnarfjarðar og Hafnafjarðarbæ fyrir þá frábæru aðstöðu sem iðkendum jaðaríþrótta hefur verið boðið upp á í Flatahrauni 14 í Hafnarfirði og segir hann að fleiri bæjarfélög ættu að taka sér þessa starfsemi til fyrirmyndar þar sem þetta hafi mjög jákvæð áhrif á allt bæjarfélagið. Bjarki var að gefa út nýtt BMX myndband um daginn sem nú er öllum aðgengilegt á Youtube en þar leikur Bjarki listir sínar og gerir trikk sem aðeins þeir bestu geta leikið eftir. Að baki myndbandsins liggur margra ára vinna en Bjarki mælir með að sem flestir horfi á myndina og vonast hann til þess að hún kveiki áhuga sem flestra á sportinu. Hér að neðan má sjá YouTube myndbandið.
Ísland í dag Kópavogur Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira