„Það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2021 10:38 Bjarki hefur fundið sig vel á BMX hjólinu. Bjarki Harðarson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur verið að gera það gott í jaðaríþróttinni sem kennd er við BMX, en það eru reiðhjól sem urðu fyrst vinsæl í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og hefur sportið verið í stöðugri þróun síðan. Bjarki gaf á dögunum út myndband þar sem hann sýnir listir sínar og gerir brellur. Frosti Logason hitti Bjarka um daginn í Íslandi í dag en hann var þá að kenna ungum og efnilegum drengjum hjá Brettafélagi Hafnafjarðar og ræddi við hann um ástríðu hans fyrir BMX og spurði hvernig áhugi hans á þessari skemmtilegu íþrótt kviknaði. „Ég byrjaði á BMX í sjöunda bekk og kynntist í því í gegnum Skatepark sem er í Hafnarfirðinum, svona brettagarður,“ segir Bjarki sem fylgdist þarna með eldri strákum leika listi sínar. Bjarki heillaðist af stóru strákunum og áttaði sig á því að hann vildi verða eins og þeir en síðan kom honum mest á óvart hvað hann eignaðist góða vini í þessum hópi. Strákarnir sem hann leit upp til urðu fljótt hans bestu vinir og félagar. „Ég var aðeins að reyna finna mig þarna og fer og kaupi mér bleikt hjól alveg eins og annar strákur sem var þarna. Svo fer ég út að hjóla og hjóla og svo mætir maður í skateparkið og það vilja bara allir vera vinir manns. Þetta er svo lítill hópur af fólki og það vilja allir vera eins og þetta snýst bara um að hafa gaman. Svo á einu ári var maður orðinn frekar flinkur.“ En líkt og sjá má eru brellurnar sem Bjarki framkvæmir á hjólinu margar ansi glæfralegar. Er þetta ekki stórhættulegt? „Þetta er hættulegt sport en það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt. Maður getur verið að labba yfir götu og fótbrotið sig. Ég hef brotnað á vinstri ökkla.“ Bjarki er sjálfur kostaður af tveimur af stærstu BMX fyrirtækjunum í Bandaríkjunum sem eru Subrosa Brand og Shadow Conspiracy og má segja að hann sé svona semi-pro eins og það heitir. Bjarki segir að það hafi hjálpað honum mikið og veitt honum mikla hvatningu. Bjarki vill meina að BMX lífsstíllinn hafi beint honum inn á jákvæðar brautir í lífinu og jafnvel bjargað honum frá því að lenda í einhverju rugli og óæskilegum félagsskap sem stundum vill verða já unglingum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi. „Ég held að það sé almennur misskilningur hjá mörgum að jaðaríþróttir sé aðdragandi slæms félagsskap og neyslu og annað. Þú getur ekki verið fullur fjögur kvöld í viku og farið svo að hjóla.“ Bjarki byrjaði að hjóla í sjöunda bekk. Bjarki og félagar hans eru mjög þakklátir Brettafélagi Hafnarfjarðar og Hafnafjarðarbæ fyrir þá frábæru aðstöðu sem iðkendum jaðaríþrótta hefur verið boðið upp á í Flatahrauni 14 í Hafnarfirði og segir hann að fleiri bæjarfélög ættu að taka sér þessa starfsemi til fyrirmyndar þar sem þetta hafi mjög jákvæð áhrif á allt bæjarfélagið. Bjarki var að gefa út nýtt BMX myndband um daginn sem nú er öllum aðgengilegt á Youtube en þar leikur Bjarki listir sínar og gerir trikk sem aðeins þeir bestu geta leikið eftir. Að baki myndbandsins liggur margra ára vinna en Bjarki mælir með að sem flestir horfi á myndina og vonast hann til þess að hún kveiki áhuga sem flestra á sportinu. Hér að neðan má sjá YouTube myndbandið. Ísland í dag Kópavogur Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Bjarki gaf á dögunum út myndband þar sem hann sýnir listir sínar og gerir brellur. Frosti Logason hitti Bjarka um daginn í Íslandi í dag en hann var þá að kenna ungum og efnilegum drengjum hjá Brettafélagi Hafnafjarðar og ræddi við hann um ástríðu hans fyrir BMX og spurði hvernig áhugi hans á þessari skemmtilegu íþrótt kviknaði. „Ég byrjaði á BMX í sjöunda bekk og kynntist í því í gegnum Skatepark sem er í Hafnarfirðinum, svona brettagarður,“ segir Bjarki sem fylgdist þarna með eldri strákum leika listi sínar. Bjarki heillaðist af stóru strákunum og áttaði sig á því að hann vildi verða eins og þeir en síðan kom honum mest á óvart hvað hann eignaðist góða vini í þessum hópi. Strákarnir sem hann leit upp til urðu fljótt hans bestu vinir og félagar. „Ég var aðeins að reyna finna mig þarna og fer og kaupi mér bleikt hjól alveg eins og annar strákur sem var þarna. Svo fer ég út að hjóla og hjóla og svo mætir maður í skateparkið og það vilja bara allir vera vinir manns. Þetta er svo lítill hópur af fólki og það vilja allir vera eins og þetta snýst bara um að hafa gaman. Svo á einu ári var maður orðinn frekar flinkur.“ En líkt og sjá má eru brellurnar sem Bjarki framkvæmir á hjólinu margar ansi glæfralegar. Er þetta ekki stórhættulegt? „Þetta er hættulegt sport en það er svo margt annað í lífinu sem getur verið hættulegt. Maður getur verið að labba yfir götu og fótbrotið sig. Ég hef brotnað á vinstri ökkla.“ Bjarki er sjálfur kostaður af tveimur af stærstu BMX fyrirtækjunum í Bandaríkjunum sem eru Subrosa Brand og Shadow Conspiracy og má segja að hann sé svona semi-pro eins og það heitir. Bjarki segir að það hafi hjálpað honum mikið og veitt honum mikla hvatningu. Bjarki vill meina að BMX lífsstíllinn hafi beint honum inn á jákvæðar brautir í lífinu og jafnvel bjargað honum frá því að lenda í einhverju rugli og óæskilegum félagsskap sem stundum vill verða já unglingum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi. „Ég held að það sé almennur misskilningur hjá mörgum að jaðaríþróttir sé aðdragandi slæms félagsskap og neyslu og annað. Þú getur ekki verið fullur fjögur kvöld í viku og farið svo að hjóla.“ Bjarki byrjaði að hjóla í sjöunda bekk. Bjarki og félagar hans eru mjög þakklátir Brettafélagi Hafnarfjarðar og Hafnafjarðarbæ fyrir þá frábæru aðstöðu sem iðkendum jaðaríþrótta hefur verið boðið upp á í Flatahrauni 14 í Hafnarfirði og segir hann að fleiri bæjarfélög ættu að taka sér þessa starfsemi til fyrirmyndar þar sem þetta hafi mjög jákvæð áhrif á allt bæjarfélagið. Bjarki var að gefa út nýtt BMX myndband um daginn sem nú er öllum aðgengilegt á Youtube en þar leikur Bjarki listir sínar og gerir trikk sem aðeins þeir bestu geta leikið eftir. Að baki myndbandsins liggur margra ára vinna en Bjarki mælir með að sem flestir horfi á myndina og vonast hann til þess að hún kveiki áhuga sem flestra á sportinu. Hér að neðan má sjá YouTube myndbandið.
Ísland í dag Kópavogur Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira