Leita að nýrnagjafa fyrir Katrínu Emmu sem er á lokastigi nýrnabilunar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. maí 2021 13:00 Katrín Emma fæddist aðeins með eitt nýra og þarf nú á gjafanýra að halda. Ester Frímannsdóttir „Katrín Emma fæddist með aðeins eitt nýra sem hefur um það bil tíu prósent starfsemi og er því með lokastigs nýrnabilun,“ segir Ester Frímannsdóttir. Þar sem ekki hefur fundist nýrnagjafi fyrir dóttur hennar treystir Ester nú á mátt samfélagsmiðla í von um að gjafi finnist. „Nú hefur hún brotið tíu kílóa múrinn sem miðað er við að börn þurfi að ná til að fara í nýrnarígræðslu. Ekki hefur fundist gjafi sem passar í okkar nánasta umhverfi.“ Í samtali við fréttastofu segir Ester að nokkrir hafi sent sér skilaboð til þess að spyrjast nánar út í ferlið. Hún segir að sjúkdómurinn skerði lífsgæði Katrínar Emmu í dag. „Hún glímir við járnskort, hækkaðan blóðþrýsting, listarleysi og fleira sem algengt er að fylgi nýrnabilun. Hún hefur ekki enn þurft að fara í kvið- eða blóðskilun og er vonin að hún sleppi við það ef við náum að finna gjafa fyrir hana í tæka tíð.“ Katrín Emma hefur náð tíu kílóa þyngdarmörkunum sem eru fyrir nýrnaskipti.Mynd úr einkasafni Það geta þó ekki allir komið til greina sem nýrnagjafar. „Katrín Emma er í blóðflokki A+. Gjafinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði um heilsufar og er mikilvægt er að hann sé andlega, líkamlega og félagslega tilbúin til þess að gefa nýra.“ Að auki þarf nýrnagjafi Emmu að ferðast til Svíþjóðar vegna aðgerðarinnar. Ester segist þakklát fyrir það hversu margir hafa deilt færslunni til að hjálpa til við leitina. „Þar sem nýrnaígræðslan verður aðeins flóknari hjá Katrínu Emmu en gengur og gerist þá mun aðgerðin vera gerð í Svíþjóð, öllum líkindum í Stokkhólmi og þarf því gjafinn að vera tilbúinn í að fara þangað þegar að því kemur. Ferðin verður greidd af sjúkratryggingum.“ Nýrun eru staðsett aftan kviðarhols sitt hvoru megin við hrygginn í hæð við neðstu rifbeinin. Þau mynda þvag sem rennur eftir þvagleiðara niður í þvagblöðru. Í þvaginu eru ýmis efni sem líkaminn þarf að losa sig við eins og úrgangsefni frá efnaskiptum, sölt og vatn. Nýrun framleiða einnig ýmis hormón. Einstaklingur með tvö heilbrigð nýru hefur það mikla varastarfsemi að hann má við því að missa annað nýrað. Frekari upplýsingar um nýrnagjöf má finna á vef Landspítalans. „Ef þú er tilbúin til að gerast nýrnagjafi getur þú haft samband við Ígræðsludeild Landspítalans í síma 543-2200.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
„Nú hefur hún brotið tíu kílóa múrinn sem miðað er við að börn þurfi að ná til að fara í nýrnarígræðslu. Ekki hefur fundist gjafi sem passar í okkar nánasta umhverfi.“ Í samtali við fréttastofu segir Ester að nokkrir hafi sent sér skilaboð til þess að spyrjast nánar út í ferlið. Hún segir að sjúkdómurinn skerði lífsgæði Katrínar Emmu í dag. „Hún glímir við járnskort, hækkaðan blóðþrýsting, listarleysi og fleira sem algengt er að fylgi nýrnabilun. Hún hefur ekki enn þurft að fara í kvið- eða blóðskilun og er vonin að hún sleppi við það ef við náum að finna gjafa fyrir hana í tæka tíð.“ Katrín Emma hefur náð tíu kílóa þyngdarmörkunum sem eru fyrir nýrnaskipti.Mynd úr einkasafni Það geta þó ekki allir komið til greina sem nýrnagjafar. „Katrín Emma er í blóðflokki A+. Gjafinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði um heilsufar og er mikilvægt er að hann sé andlega, líkamlega og félagslega tilbúin til þess að gefa nýra.“ Að auki þarf nýrnagjafi Emmu að ferðast til Svíþjóðar vegna aðgerðarinnar. Ester segist þakklát fyrir það hversu margir hafa deilt færslunni til að hjálpa til við leitina. „Þar sem nýrnaígræðslan verður aðeins flóknari hjá Katrínu Emmu en gengur og gerist þá mun aðgerðin vera gerð í Svíþjóð, öllum líkindum í Stokkhólmi og þarf því gjafinn að vera tilbúinn í að fara þangað þegar að því kemur. Ferðin verður greidd af sjúkratryggingum.“ Nýrun eru staðsett aftan kviðarhols sitt hvoru megin við hrygginn í hæð við neðstu rifbeinin. Þau mynda þvag sem rennur eftir þvagleiðara niður í þvagblöðru. Í þvaginu eru ýmis efni sem líkaminn þarf að losa sig við eins og úrgangsefni frá efnaskiptum, sölt og vatn. Nýrun framleiða einnig ýmis hormón. Einstaklingur með tvö heilbrigð nýru hefur það mikla varastarfsemi að hann má við því að missa annað nýrað. Frekari upplýsingar um nýrnagjöf má finna á vef Landspítalans. „Ef þú er tilbúin til að gerast nýrnagjafi getur þú haft samband við Ígræðsludeild Landspítalans í síma 543-2200.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira