Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur á Spáni, deildar­meistara­titill í húfi í Safa­mýri og svo mikið meira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KA/Þór á möguleika á að verða deildarmeistari Olís-deildar kvenna í dag.
KA/Þór á möguleika á að verða deildarmeistari Olís-deildar kvenna í dag. Vísir/Hulda Margrét

Það er svo sannarlega nóg um að vera á Stöð 2 Sport í dag. Alls eru 19 beinar útsendingar á dagskránni í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.20 hefst leikur Fram og KA/Þór. Sigurvegarinn verður deildarmeistari í Olís deild kvenna í handbolta. Eftir leik, klukkan 15.15, er svo bein útsending frá Seinni bylgjunni – kvenna, þar verður farið yfir lokaumferð deildarinnar.

Klukkan 18.30 hefst upphitun fyrir leik ÍA og Víkings í Pepsi Max deild karla. Sá leikur hefst klukkan 19.05. Eftir leik er Pepsi Max Stúkan á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.25 er leikur Derby County og Sheffield Wednesday á dagskrá í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Wayne Rooney þjálfar Derby og bæði lið eru í bullandi fallbaráttu fyrir lokaumferð deildarinnar. Sigurvegarinn heldur sæti sínu í deildinni.

Klukkan 14.10 er stórleikur Barcelona og Atlético Madrid á dagskrá í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðin eru í harðri baráttu um spænska meistaratitilinn.

Klukkan 02.00 er leikur Denver Nuggets og Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dagskrá.

Klukkan 16.25 er leikur Cádiz og Huesca á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 12.55 er leikur Spezia og Napoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá. Klukkan 15.55 er leikur Ítalíumeistara Inter Milan og Sampdoria á dagskrá. Klukkan 18.40 er leikur Fiorentina og Lazio á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Stórleikur Keflavíkur og Vals í Domino´s deild kvenna er á dagskrá klukkan 15.50. Klukkan 18.55 er leikur Athletic Bilbao og Osasuna á dagská í La Liga.

Stöð 2 Golf

Klukkan 10.30 hefst Kanarí-meistaramótið í golfi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 17.00 er Wells Fargo-meistaramótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af PGA-mótaröðinni.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 12.30 er MSI 2021 á dagskrá. Bein útsending frá Mid-Season Invitational boðsmótinu í League of legends sem fer fram í Laugarsdalshöll í Reykjavík. Þar koma saman stærstu keppnislið heims í einum stærsta rafíþróttaviðburði ársins á heimsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×