Bjarki: Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. maí 2021 20:32 Bjarki Ármann Oddson var gríðarlega sáttur í leikslok. Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórs Akureyri gat andað léttar í leikslok eftir gríðarlega mikilvægan 108-103 sigur gegn Þór Þorlákshöfn. Þór Akureyri lyftir sér með sigrinum úr fallhættu og er sem stendur í úrslitakeppnissæti fyrir lokaumferðina. „Ég er auðvitað gríðarlega sáttur með strákana,“ sagði Bjarki eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var bara frábær liðsframistaða, en ég held að ég hafi bara aldrei séð annað eins sóknar „performance“ frá liði eins og frá Þór Þorlákshöfn í fyrri hálfleik. Þeir bara gátu ekki klikkað á skoti.“ „Þvílíkur leikmaður sem Larry Thomas er. Við auðvitað þekkjum hann fyrir norðan. Þetta er auðvitað frábært lið og þeir eru búnir að ná frábærum árangri í vetur. Það er ástæða fyrir því að þeir eru í öðru sæti í deildinni.“ Heimamenn voru með tryggt annað sætið í deildinni fyrir leikinn og því í rauninni ekki að spila um neitt. Bjarki segir að það hafi hjálpað sínum mönnum í kvöld. „Það hlýtur að hafa verið auðveldara fyrir mig að „motivera“ mína menn heldur en Lalla. Þeir eru náttúrulega tryggir í öðru sætinu.“ „Staðan var einfaldlega bara þannig að við gátum fallið í lokaumferðinni ef við hefðum ekki unnið þennan leik hér í kvöld. Það er auðvitað betra að örlögin séu bara í okkar höndum. Við förum í alla leiki til þess að reyna að vinna þá og svo verður bara talið upp úr hattinum þegar það er búið og vonandi verðum við í úrslitakeppninni þegar þeirri talningu er lokið.“ Þórsarar eiga Hauka í lokaumferðinni og Bjarki vonar að það verði jafn auðvelt að koma sínum mönnum í gírinn fyrir þann leik eins og í kvöld. „Já, ég auðvitað vona það. Sigur í þeim leik tryggir okkur í áttunda sæti held ég alveg örugglega. Haukarnir eru með flott lið og Sævaldur er búinn að gera frábæra hluti. Það verður bara gaman að mæta þeim á laugardaginn og ég efast ekkert um það að Haukarnir vilja reyna að klára mótið á jákvæðum nótum svo að ég þarf að undirbúa mína menn aftur fyrir 40 mínútna baráttu.“ Haukarnir eru nú þegar fallnir, en Bjarki segir að það geti verið snúið að spila gegn pressulausu liði. „Það er svolítið búið að vera einkennismerki okkar í vetur að spila pressulausir. Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd.“ „Við höfum blásið á þær hrakspár núna. Loksins get ég sagt þetta. Það getur hjálpað liðum eins og Haukum í þessu tilfelli að mæta okkur pressulausir,“ sagði Bjarki að lokum. Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. 7. maí 2021 20:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Sjá meira
„Ég er auðvitað gríðarlega sáttur með strákana,“ sagði Bjarki eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var bara frábær liðsframistaða, en ég held að ég hafi bara aldrei séð annað eins sóknar „performance“ frá liði eins og frá Þór Þorlákshöfn í fyrri hálfleik. Þeir bara gátu ekki klikkað á skoti.“ „Þvílíkur leikmaður sem Larry Thomas er. Við auðvitað þekkjum hann fyrir norðan. Þetta er auðvitað frábært lið og þeir eru búnir að ná frábærum árangri í vetur. Það er ástæða fyrir því að þeir eru í öðru sæti í deildinni.“ Heimamenn voru með tryggt annað sætið í deildinni fyrir leikinn og því í rauninni ekki að spila um neitt. Bjarki segir að það hafi hjálpað sínum mönnum í kvöld. „Það hlýtur að hafa verið auðveldara fyrir mig að „motivera“ mína menn heldur en Lalla. Þeir eru náttúrulega tryggir í öðru sætinu.“ „Staðan var einfaldlega bara þannig að við gátum fallið í lokaumferðinni ef við hefðum ekki unnið þennan leik hér í kvöld. Það er auðvitað betra að örlögin séu bara í okkar höndum. Við förum í alla leiki til þess að reyna að vinna þá og svo verður bara talið upp úr hattinum þegar það er búið og vonandi verðum við í úrslitakeppninni þegar þeirri talningu er lokið.“ Þórsarar eiga Hauka í lokaumferðinni og Bjarki vonar að það verði jafn auðvelt að koma sínum mönnum í gírinn fyrir þann leik eins og í kvöld. „Já, ég auðvitað vona það. Sigur í þeim leik tryggir okkur í áttunda sæti held ég alveg örugglega. Haukarnir eru með flott lið og Sævaldur er búinn að gera frábæra hluti. Það verður bara gaman að mæta þeim á laugardaginn og ég efast ekkert um það að Haukarnir vilja reyna að klára mótið á jákvæðum nótum svo að ég þarf að undirbúa mína menn aftur fyrir 40 mínútna baráttu.“ Haukarnir eru nú þegar fallnir, en Bjarki segir að það geti verið snúið að spila gegn pressulausu liði. „Það er svolítið búið að vera einkennismerki okkar í vetur að spila pressulausir. Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd.“ „Við höfum blásið á þær hrakspár núna. Loksins get ég sagt þetta. Það getur hjálpað liðum eins og Haukum í þessu tilfelli að mæta okkur pressulausir,“ sagði Bjarki að lokum.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. 7. maí 2021 20:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. 7. maí 2021 20:00
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti