Margir velta kannski fyrir sér hver Olaf Yohansson sé en hann er kannski betur þekktur sem „Jaja ding dong-gaurinn“ sem leikinn er af Hannesi Óla Ágústsyni leikara í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem vakti mikla lukku síðasta haust.
Þetta kom fram í þættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV í kvöld en þar spjallaði Gísli við Olaf um nýja hlutverkið.
Kvikmyndin fjallar um Eurovision-aðdáendur á Húsavík og vakti mikla lukku víða, ekki síst hér á landi. Lagið Húsavík, sem var samið fyrir kvikmyndina, var meira að segja tilnefnt til Óskarsverðlauna.