„Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2021 12:00 Njarðvík getur fallið og komist í úrslitakeppni er ein umferð er eftir af deildarkeppninni. vísir/bára Sævar Sævarsson, einn af spekingum Domino's Körfuboltakvölds, segir að Njarðvík sé stórhættulegt lið í úrslitakeppninni, komist þeir þangað. Benedikt Guðmundsson, annar spekingur, bætti við að fallbaráttan væri erfiðust fyrir harða Njarðvíkinga sem þjálfa liðið. Njarðvík vann lífs nauðsynlegan sigur á fimmtudagskvöldið er þeir höfðu betur gegn ÍR og þeir eru ekki í fallsæti er lokaumferðin fer fram á morgun. Antonio Hester var ansi öflugur í liði Njarðvíkur á fimmtudagskvöldið og spekingarnir töldu þetta besta leik hans í grænu treyjunni. „Njarðvíkurliðið pökkuðu þeim inn í teig og Hester þar fremstur í flokki. ÍR réð ekkert við hann. Þeir höfðu engin svör við honum. Ég held að þetta sé besti leikur Hesters á tímabilinu,“ sagði Bendikt. „Hann er að klára vel og ÍR var í vandræðum varnarlega. Ekki bara á móti Hester, heldur á móti alls konar. Honum leið vel þarna og hann var peppaður eins og allir þarna að spyrna sér frá botninum og vinna þennan leik.“ Sævar Sævarsson segir að leikmenn Njarðvíkur hafi haft eitthvað að sanna í síðustu leikjum; ekki bara að þeir séu í fallbaráttu. „Mér fannst á þessum leik og síðasta leik að menn höfðu eitthvað að sanna. Það er búið að tala illa um holdafar manna í þessu liði, þeir séu ekki tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn og fleira. Ef að þeir komast í úrslitakeppni þá er þetta lið sem er stórhættulegt.“ „Þetta er nýtt fyrir Njarðvík. Þetta er eitthvað sem Höttur og Haukar þekkja. Höttur hefur alltaf verið í fallbaráttu en Haukar hafa ítrekað verið þarna. Njarðvík hefur aldrei verið í fallbaráttu í 50 ár.“ „Að sjálfsögðu er neikvæðni og fólk vonsvikin. Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir. Þeir hafa þó staðið þétt við bakið á liðinu og leikmenn hafa komið til baka og spilað vel. Þetta er ekki búið en þeir eru búnir að vinna sína vinnu,“ sagði Sævar. Benedikt tók aftur við orðinu. „Það er ákveðni pressa sem fylgir því að þjálfa í Njarðvík, KR og einum tveimur klúbbum í viðbót, sem líta á sig stórveldi. Í þessari stöðu þá hefur þetta verið mjög erfitt. Það eru miklir Njarðvíkingar að þjálfa liðið sem þykir svo vænt um félagið.“ „Þeir eru búnir að leggja mikið inn í yngri flokkum og meistaraflokkum, líf og sál. Þetta er erfiðast fyrir þessa menn. Maður gladdist þvílíkt með þessu fólki,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Njarðvík og sigurinn í Breiðholti Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Njarðvík vann lífs nauðsynlegan sigur á fimmtudagskvöldið er þeir höfðu betur gegn ÍR og þeir eru ekki í fallsæti er lokaumferðin fer fram á morgun. Antonio Hester var ansi öflugur í liði Njarðvíkur á fimmtudagskvöldið og spekingarnir töldu þetta besta leik hans í grænu treyjunni. „Njarðvíkurliðið pökkuðu þeim inn í teig og Hester þar fremstur í flokki. ÍR réð ekkert við hann. Þeir höfðu engin svör við honum. Ég held að þetta sé besti leikur Hesters á tímabilinu,“ sagði Bendikt. „Hann er að klára vel og ÍR var í vandræðum varnarlega. Ekki bara á móti Hester, heldur á móti alls konar. Honum leið vel þarna og hann var peppaður eins og allir þarna að spyrna sér frá botninum og vinna þennan leik.“ Sævar Sævarsson segir að leikmenn Njarðvíkur hafi haft eitthvað að sanna í síðustu leikjum; ekki bara að þeir séu í fallbaráttu. „Mér fannst á þessum leik og síðasta leik að menn höfðu eitthvað að sanna. Það er búið að tala illa um holdafar manna í þessu liði, þeir séu ekki tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn og fleira. Ef að þeir komast í úrslitakeppni þá er þetta lið sem er stórhættulegt.“ „Þetta er nýtt fyrir Njarðvík. Þetta er eitthvað sem Höttur og Haukar þekkja. Höttur hefur alltaf verið í fallbaráttu en Haukar hafa ítrekað verið þarna. Njarðvík hefur aldrei verið í fallbaráttu í 50 ár.“ „Að sjálfsögðu er neikvæðni og fólk vonsvikin. Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir. Þeir hafa þó staðið þétt við bakið á liðinu og leikmenn hafa komið til baka og spilað vel. Þetta er ekki búið en þeir eru búnir að vinna sína vinnu,“ sagði Sævar. Benedikt tók aftur við orðinu. „Það er ákveðni pressa sem fylgir því að þjálfa í Njarðvík, KR og einum tveimur klúbbum í viðbót, sem líta á sig stórveldi. Í þessari stöðu þá hefur þetta verið mjög erfitt. Það eru miklir Njarðvíkingar að þjálfa liðið sem þykir svo vænt um félagið.“ „Þeir eru búnir að leggja mikið inn í yngri flokkum og meistaraflokkum, líf og sál. Þetta er erfiðast fyrir þessa menn. Maður gladdist þvílíkt með þessu fólki,“ sagði Benedikt. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Njarðvík og sigurinn í Breiðholti Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira