BBQ kóngurinn: Beikonvafinn bjórdósaborgari sem á eftir að slá í gegn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. maí 2021 15:17 BBQ kóngurinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson, sýnir hvernig á að grilla svokallaðan bjórdósaborgara sem hann segir að eigi eftir að slá í gegn í sumar. Skjáskot „Við ætlum að gera einn hamborgara sem á heldur betur eftir að slá í gegn hjá öllum grillurum landsins,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í þættinum BBQ kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 fyrr í vetur. Til að móta hamborgarann notar Alferð bjórdós og hlær hann þegar hann segir það auðvitað mjög mikilvægt að dósin sjálf sé bjórdós. Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu úr þættinum ásamt uppskrift og aðferð. Klippa: Beikonvafinn bjórdósaborgari fylltur með steiktum sveppum, lauk og cheddarosti Beikonvafinn bjórdósaborgarifylltur með steiktum sveppum, lauk og cheddarosti Hamborgari 300 g 30% feitt nautahakk (fyrir hvern hamborgara) 2 sneiðar beikon SPG-kryddblandan eða uppáhalds hamborgarakryddið ykkar 2-3 sveppir ¼ laukur Olía 2 sneiðar cheddarostur Kartöflu-hamborgarabrauð Uppáhalds BBQ-sósan ykkar Aðferð Kyndið grillið í 250 gráður. Mótið kúlu úr hakkinu, þrýstið bjórdós niður í miðjuna og búið til holu í kjötið. Mótið hamborgarann utan um botn bjórdósarinnar. Mjög mikilvægt er að nota bjórdós svo að grillarinn hafi nóg af grillvökva meðan á eldun stendur. Opnið bjórinn og fáið ykkur sopa. Skerið sveppi og lauk í sneiðar og steikið upp úr olíu, annars verður hamborgarinn alltof blautur. Vefjið beikonsneiðum utan um hamborgarann og kryddið með SPG eða uppáhalds hamborgarakryddinu ykkar. Fyllið hamborgarann með steiktu sveppunum, lauknum, einni sneið af cheddarosti og bbq-sósu. Grillið hamborgarann á óbeinum hita í u.þ.b. 15 mínútur. Þegar tvær mínútur eru eftir setjið þið cheddarostsneið yfir. Hitið hamborgarabrauðið á grillinu í nokkrar sekúndur og setjið borgarann saman. Toppið með bbq-sósu. Það þarf ekkert meðlæti með borgaranum þar sem það er allt inni í hamborgaranum. Auðvitað getið þið samt bætt við ykkar uppáhalds meðlæti. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast fleiri klippur úr fyrsta þætti BBQ kóngsins. Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Lax á sedrusviðarplanka Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+. BBQ kóngurinn Matur Grillréttir Hamborgarar Tengdar fréttir BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu „Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. 7. maí 2021 15:03 BBQ kóngurinn: Lax á sedrusviðarplanka með sítrusávöxtum og fersku gúrkusalati Grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson sýndi áhorfendum Stöðvar 2 girnilega uppskrift af grilluðum laxi í fyrsta þætti BBQ kóngsins sem var á dagskrá fyrr í vetur. 5. maí 2021 15:30 BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, tók fyrir hamborgara í síðasta þætti af BBQ kónginum á Stöð 2. 19. febrúar 2021 15:31 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól
Til að móta hamborgarann notar Alferð bjórdós og hlær hann þegar hann segir það auðvitað mjög mikilvægt að dósin sjálf sé bjórdós. Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu úr þættinum ásamt uppskrift og aðferð. Klippa: Beikonvafinn bjórdósaborgari fylltur með steiktum sveppum, lauk og cheddarosti Beikonvafinn bjórdósaborgarifylltur með steiktum sveppum, lauk og cheddarosti Hamborgari 300 g 30% feitt nautahakk (fyrir hvern hamborgara) 2 sneiðar beikon SPG-kryddblandan eða uppáhalds hamborgarakryddið ykkar 2-3 sveppir ¼ laukur Olía 2 sneiðar cheddarostur Kartöflu-hamborgarabrauð Uppáhalds BBQ-sósan ykkar Aðferð Kyndið grillið í 250 gráður. Mótið kúlu úr hakkinu, þrýstið bjórdós niður í miðjuna og búið til holu í kjötið. Mótið hamborgarann utan um botn bjórdósarinnar. Mjög mikilvægt er að nota bjórdós svo að grillarinn hafi nóg af grillvökva meðan á eldun stendur. Opnið bjórinn og fáið ykkur sopa. Skerið sveppi og lauk í sneiðar og steikið upp úr olíu, annars verður hamborgarinn alltof blautur. Vefjið beikonsneiðum utan um hamborgarann og kryddið með SPG eða uppáhalds hamborgarakryddinu ykkar. Fyllið hamborgarann með steiktu sveppunum, lauknum, einni sneið af cheddarosti og bbq-sósu. Grillið hamborgarann á óbeinum hita í u.þ.b. 15 mínútur. Þegar tvær mínútur eru eftir setjið þið cheddarostsneið yfir. Hitið hamborgarabrauðið á grillinu í nokkrar sekúndur og setjið borgarann saman. Toppið með bbq-sósu. Það þarf ekkert meðlæti með borgaranum þar sem það er allt inni í hamborgaranum. Auðvitað getið þið samt bætt við ykkar uppáhalds meðlæti. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast fleiri klippur úr fyrsta þætti BBQ kóngsins. Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Lax á sedrusviðarplanka Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.
BBQ kóngurinn Matur Grillréttir Hamborgarar Tengdar fréttir BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu „Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. 7. maí 2021 15:03 BBQ kóngurinn: Lax á sedrusviðarplanka með sítrusávöxtum og fersku gúrkusalati Grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson sýndi áhorfendum Stöðvar 2 girnilega uppskrift af grilluðum laxi í fyrsta þætti BBQ kóngsins sem var á dagskrá fyrr í vetur. 5. maí 2021 15:30 BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, tók fyrir hamborgara í síðasta þætti af BBQ kónginum á Stöð 2. 19. febrúar 2021 15:31 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól
BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu „Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. 7. maí 2021 15:03
BBQ kóngurinn: Lax á sedrusviðarplanka með sítrusávöxtum og fersku gúrkusalati Grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson sýndi áhorfendum Stöðvar 2 girnilega uppskrift af grilluðum laxi í fyrsta þætti BBQ kóngsins sem var á dagskrá fyrr í vetur. 5. maí 2021 15:30
BBQ kóngurinn fer í spor Salt Bae Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, tók fyrir hamborgara í síðasta þætti af BBQ kónginum á Stöð 2. 19. febrúar 2021 15:31