„Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. maí 2021 18:00 Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson berjast fyrir breytingum á verklaginu á Landspítalanum eftir að fólk missir barn á meðgöngu. Andrea Eyland Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. Þau hafa síðustu daga gagnrýnt heilbrigðiskerfið harðlega fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. Eftir Sigga opnaði sig á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um sína upplifun af heilbrigðiskerfinu hefur saga þeirra vakið hörð viðbrögð. Um helgina hafa margir foreldrar deilt sinni reynslu af fósturmissi og fæðingu andvana barns á samfélagsmiðlum og merkt Instagramminu Kviknar og #ögninmín. Þau Sigga og Maggi ræddu sína upplifun við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar, sem kom inn á Vísi og aðrar efnisveitur í dag. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: 20 - Ögnin mín Sigríður var rúmlega hálfnuð með meðgönguna þegar hún fékk þær fréttir á föstudegi að ekki finnist hjartsláttur hjá barninu. Fæðingarlæknir sagði henni að það væri nýskeð, um nóttina eða fyrr þennan morgunn. Hún var hissa að fá að heyra að hún ætti að fara heim og mæta aftur eftir helgi til að framkalla fæðingu. Innan við hálftíma síðar var hún alein hágrátandi úti á bílaplani Landspítalans við Hringbraut að bíða eftir Magga sem var að koma frá heimili þeirra á Laugarvatni. Engin áfallahjálp var boðin og henni fannst óhugsandi að bíða með að framkalla fæðinguna svo þetta var einstaklega erfið upplifun. Lífið sýnir ljótar hliðar Sunnudaginn áður en fæðingin var framkölluð, þurfu þau Sigga og Maggi að segja eldri systkinunum frá missinum en þau áttu fjögur börn fyrir. „Þær komu bara kátar og glaðar inn og mér leið í alvörunni eins og ég væri að leiða þær í gildru,“ segir Sigga um þetta erfiða augnablik. Hún segir að þau hafi ekki fengið neinar leiðbeiningar á sjúkrahúsinu um það hvernig best væri að ræða þetta við börn. „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum þegar ég stundi þessu upp. Það eina sem ég gat sagt var, þið vitið að lífið getur oft verið ofboðslega ljótt og sýnir á sér ljótar hliðar. Við höfum alveg fengið að sjá þær og við erum að sjá það aftur núna. Við fórum til læknisins eins og þið vitið og þá kom í ljós að hjartað í henni Kolfinnu er hætt að slá. Ég mun aldrei gleyma öskrunum. Þarna þurfti bara einhver að vinna vinnuna sína og hjálpa okkur, af því að ég var ekki í ástandi til að segja þeim þetta. Maggi var það ekki.“ Eftirfylgni nauðsynleg Þau segja að þetta samtal sé eitt það erfiðasta sem þau hafi átt. „Að horfa upp á þær svona niðurbrotnar, þetta ýtir bara enn frekar undir það að þetta úrelta kerfi þarf breytingu núna,“ segir Sigga og Maggi tekur undir. „Það væri rosalega gott að fá einhver tæki eða tól í hendurnar.“ Þau leggja áherslu á að þessi umræða snúist ekki um einstaka persónur, heldur heilbrigðiskerfið, verkferlanna og þær brotalamir sem eru til staðar hér á landi. „Ég er á því að þetta sé að hjálpa okkur í okkar sorgarferli,“ segir Maggi. Að hans mati þarf að vera einhver eftirfylgni með foreldrum í þessari stöðu, í nokkra daga eða að minnsta kosti fyrsta sólarhringinn eftir missinn. „Að sjá til þess að fólk, sé svona nokkurn veginn komið í öruggar hendur. Hverjar sem þær hendur eru.“ Þau segjast tilbúin að ræða þessi mál við hvern sem er tilbúinn til að reyna að gera breytingar á þessu verklagi. Þetta einlæga viðtal við parið má heyra í heild sinni spilaranum hér ofar í fréttinni. Kviknar Landspítalinn Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Þau hafa síðustu daga gagnrýnt heilbrigðiskerfið harðlega fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. Eftir Sigga opnaði sig á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um sína upplifun af heilbrigðiskerfinu hefur saga þeirra vakið hörð viðbrögð. Um helgina hafa margir foreldrar deilt sinni reynslu af fósturmissi og fæðingu andvana barns á samfélagsmiðlum og merkt Instagramminu Kviknar og #ögninmín. Þau Sigga og Maggi ræddu sína upplifun við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar, sem kom inn á Vísi og aðrar efnisveitur í dag. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: 20 - Ögnin mín Sigríður var rúmlega hálfnuð með meðgönguna þegar hún fékk þær fréttir á föstudegi að ekki finnist hjartsláttur hjá barninu. Fæðingarlæknir sagði henni að það væri nýskeð, um nóttina eða fyrr þennan morgunn. Hún var hissa að fá að heyra að hún ætti að fara heim og mæta aftur eftir helgi til að framkalla fæðingu. Innan við hálftíma síðar var hún alein hágrátandi úti á bílaplani Landspítalans við Hringbraut að bíða eftir Magga sem var að koma frá heimili þeirra á Laugarvatni. Engin áfallahjálp var boðin og henni fannst óhugsandi að bíða með að framkalla fæðinguna svo þetta var einstaklega erfið upplifun. Lífið sýnir ljótar hliðar Sunnudaginn áður en fæðingin var framkölluð, þurfu þau Sigga og Maggi að segja eldri systkinunum frá missinum en þau áttu fjögur börn fyrir. „Þær komu bara kátar og glaðar inn og mér leið í alvörunni eins og ég væri að leiða þær í gildru,“ segir Sigga um þetta erfiða augnablik. Hún segir að þau hafi ekki fengið neinar leiðbeiningar á sjúkrahúsinu um það hvernig best væri að ræða þetta við börn. „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum þegar ég stundi þessu upp. Það eina sem ég gat sagt var, þið vitið að lífið getur oft verið ofboðslega ljótt og sýnir á sér ljótar hliðar. Við höfum alveg fengið að sjá þær og við erum að sjá það aftur núna. Við fórum til læknisins eins og þið vitið og þá kom í ljós að hjartað í henni Kolfinnu er hætt að slá. Ég mun aldrei gleyma öskrunum. Þarna þurfti bara einhver að vinna vinnuna sína og hjálpa okkur, af því að ég var ekki í ástandi til að segja þeim þetta. Maggi var það ekki.“ Eftirfylgni nauðsynleg Þau segja að þetta samtal sé eitt það erfiðasta sem þau hafi átt. „Að horfa upp á þær svona niðurbrotnar, þetta ýtir bara enn frekar undir það að þetta úrelta kerfi þarf breytingu núna,“ segir Sigga og Maggi tekur undir. „Það væri rosalega gott að fá einhver tæki eða tól í hendurnar.“ Þau leggja áherslu á að þessi umræða snúist ekki um einstaka persónur, heldur heilbrigðiskerfið, verkferlanna og þær brotalamir sem eru til staðar hér á landi. „Ég er á því að þetta sé að hjálpa okkur í okkar sorgarferli,“ segir Maggi. Að hans mati þarf að vera einhver eftirfylgni með foreldrum í þessari stöðu, í nokkra daga eða að minnsta kosti fyrsta sólarhringinn eftir missinn. „Að sjá til þess að fólk, sé svona nokkurn veginn komið í öruggar hendur. Hverjar sem þær hendur eru.“ Þau segjast tilbúin að ræða þessi mál við hvern sem er tilbúinn til að reyna að gera breytingar á þessu verklagi. Þetta einlæga viðtal við parið má heyra í heild sinni spilaranum hér ofar í fréttinni.
Kviknar Landspítalinn Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira