Brynjar Þór: Maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki Árni Jóhannsson skrifar 10. maí 2021 21:32 Brynjar á vítalínunni. vísir/bára Brynjar Þór Björnsson átti góðan leik, þá sérstaklega þriðja leikhluta, þegar KR lagði ÍR í DHL-höllinni fyrr í kvöld 112-102. Kappinn er spenntur að mæta gömlum félögum í 8-liða úrslitum en hefði viljað heimavallarréttinn. „Ef við erum með heimavallarrétt þá er ég mjög ánægður. Það verður ótrúlega gaman að mæta Valsmönnum og vafalaust hart tekið á því. Þetta verður bara veisla. Gaman að takast á við gamla félaga“, sagði Brynjar Þór Björnsson þegar hann var spurður út í þá staðreynd að þeir væru að fara mæta Valsmönnum í átta liða úrslitum. Blaðamaður ruglaðist eilítið og hélt að KR hefði náð heimavallarréttinum en það skýrir fyrstu setningu Brynjars. Varðandi leikinn í kvöld þá var Brynjar ánægðastur með sóknarleik sinna manna. „Við fórum að hitta. Við höfum ekki neitt á heimavelli í vetur og við höfum bara verið hræðilega slakir. Svo spilar ÍR liðið ekki mikla vörn. Það opnaðist vel fyrir skytturnar okkar og við loksins hittum. Við hefðum unnið þennan leik stærra ef við hefðum spilað vott af vörn sjálfir því mér fannst þeir bara bíða eftir því að tapa. Við náðum hinsvegar ekki að stoppa þá þannig að þeir héldu sér alltaf inn í leiknum.“ Brynjar var þá spurður að því hvort KR hafi þurft að gefa aðeins eftir í varnarleiknum til að ná betri sóknarleik. „Já engin spurning. Það má hins vegar ekki taka það frá ÍR-ingum að þeir hafa góða sóknarmenn sem kunna að skora en þeirra vandamál er varnarleikurinn.“ Brynjar leiddi áhlaupið sem skóp sigurinn í raun og veru í þriðja leikhluta þegar hann dúndraði niður fjórum þriggja stiga skotum og var hann spurður út í hvernig standið á honum væri eftir erfiða deildarkeppni og fyrir erfiða úrslitakeppni. „Hún er að verða mjög góð. Maður er orðinn spenntur fyrir úrslitakeppninni og verð ég að segja alveg eins og er að maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki. Þetta er búið að vera mjög skrýtið tímabil, mjög langt, byrjaði í ágúst september og nú er kominn miður maí og það er óvenjulegt en ég vona til þess að það verði aðeins búið að opna fyrir áhorfendur og að maður finni smá grill lykt í loftinu og fái þessa úrslitakeppnis tilfinningu í kroppinn. Vissulega skiptir það máli að það hafi verið fleiri áhorfendur í kvöld en oft áður. Maður er í þessu til að spila fyrir framan fólkið. Það er gaman þegar verið er að skjóta á mann eða þegar maður fær stuðninginn. Það hefur vissulega áhrif og þar af leiðandi hefur þetta tímabil verið mjög sérstakt en við tökum því að vera að spila.“ KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍR 112-99 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. 10. maí 2021 21:12 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Sjá meira
„Ef við erum með heimavallarrétt þá er ég mjög ánægður. Það verður ótrúlega gaman að mæta Valsmönnum og vafalaust hart tekið á því. Þetta verður bara veisla. Gaman að takast á við gamla félaga“, sagði Brynjar Þór Björnsson þegar hann var spurður út í þá staðreynd að þeir væru að fara mæta Valsmönnum í átta liða úrslitum. Blaðamaður ruglaðist eilítið og hélt að KR hefði náð heimavallarréttinum en það skýrir fyrstu setningu Brynjars. Varðandi leikinn í kvöld þá var Brynjar ánægðastur með sóknarleik sinna manna. „Við fórum að hitta. Við höfum ekki neitt á heimavelli í vetur og við höfum bara verið hræðilega slakir. Svo spilar ÍR liðið ekki mikla vörn. Það opnaðist vel fyrir skytturnar okkar og við loksins hittum. Við hefðum unnið þennan leik stærra ef við hefðum spilað vott af vörn sjálfir því mér fannst þeir bara bíða eftir því að tapa. Við náðum hinsvegar ekki að stoppa þá þannig að þeir héldu sér alltaf inn í leiknum.“ Brynjar var þá spurður að því hvort KR hafi þurft að gefa aðeins eftir í varnarleiknum til að ná betri sóknarleik. „Já engin spurning. Það má hins vegar ekki taka það frá ÍR-ingum að þeir hafa góða sóknarmenn sem kunna að skora en þeirra vandamál er varnarleikurinn.“ Brynjar leiddi áhlaupið sem skóp sigurinn í raun og veru í þriðja leikhluta þegar hann dúndraði niður fjórum þriggja stiga skotum og var hann spurður út í hvernig standið á honum væri eftir erfiða deildarkeppni og fyrir erfiða úrslitakeppni. „Hún er að verða mjög góð. Maður er orðinn spenntur fyrir úrslitakeppninni og verð ég að segja alveg eins og er að maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki. Þetta er búið að vera mjög skrýtið tímabil, mjög langt, byrjaði í ágúst september og nú er kominn miður maí og það er óvenjulegt en ég vona til þess að það verði aðeins búið að opna fyrir áhorfendur og að maður finni smá grill lykt í loftinu og fái þessa úrslitakeppnis tilfinningu í kroppinn. Vissulega skiptir það máli að það hafi verið fleiri áhorfendur í kvöld en oft áður. Maður er í þessu til að spila fyrir framan fólkið. Það er gaman þegar verið er að skjóta á mann eða þegar maður fær stuðninginn. Það hefur vissulega áhrif og þar af leiðandi hefur þetta tímabil verið mjög sérstakt en við tökum því að vera að spila.“
KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍR 112-99 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. 10. maí 2021 21:12 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍR 112-99 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. 10. maí 2021 21:12