Uppistandi aflýst eftir þrjá og hálfan tíma Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 14:15 Stjarnan T.J. Miller átti að koma fram 7. maí 2022 í Háskólabíó. Hann gerir það ekki. Sena Áform Senu um að bjóða upp á uppistand með bandaríska leikaranum T.J. Miller urðu ekki öldungis langlíf. Miðarnir voru settir í sölu í morgun í um þrjár og hálfa klukkustund. Svo hætti Sena við viðburðinn, að líkindum vegna fortíðar uppistandarans. Miller var fyrir nokkrum árum sakaður um kynferðisofbeldi. „Við unnum okkar heimavinnu ekki nógu vel og biðjumst afsökunar á því,“ segir í yfirlýsingu frá Senu Live. Sú yfirlýsing barst klukkan 13.37 en tilkynning um viðburðinn sjálfan barst klukkan 10.06 í morgun. Í millitíðinni klóruðu sér nokkrir Íslendingar í kollinum yfir auglýsingunni á Twitter, þar sem bent var á fortíð skemmtikraftsins. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ var tillaga sem þar var slengt fram í gráu gamni. Nei, ég hefði tekið aðra nálgun. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ eða e-ð.— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 12, 2021 Er hægt að vera taktlausari? pic.twitter.com/hmBjr4sqMq— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) May 12, 2021 Það þarf ekki að fletta langt eftir upplýsingum um hinn bandaríska Todd Joseph Miller á netinu til þess að upp komi leitarniðurstöður um að hann hafi verið sakaður um kynferðislegt misferli. Ásakanirnar koma frá tveimur konum og önnur þeirra mun hafa verið kærasta hans í háskóla. T.J. Miller hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagt þá sem sakaði hann árið 2017 um að hafa ráðist á sig í kynlífi um að vera eltihrellir hans til margra ára. Árið 2018 var Miller síðan ákærður fyrir að tilkynna um sprengju um borð í lest, sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. „Stjarnan úr Deadpool, Ready Player One, Silicon Valley, Get Him To The Greek, The Emoji Movie, Big Hero 6 og fjölmörgum öðrum þáttum og sýningum á HBO og Comedy Central kemur til Íslands í fyrsta sinn með nýja uppistandssýningu,“ sagði í upphaflegri tilkynningu Senu. MeToo Uppistand Kynferðisofbeldi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Miller var fyrir nokkrum árum sakaður um kynferðisofbeldi. „Við unnum okkar heimavinnu ekki nógu vel og biðjumst afsökunar á því,“ segir í yfirlýsingu frá Senu Live. Sú yfirlýsing barst klukkan 13.37 en tilkynning um viðburðinn sjálfan barst klukkan 10.06 í morgun. Í millitíðinni klóruðu sér nokkrir Íslendingar í kollinum yfir auglýsingunni á Twitter, þar sem bent var á fortíð skemmtikraftsins. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ var tillaga sem þar var slengt fram í gráu gamni. Nei, ég hefði tekið aðra nálgun. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ eða e-ð.— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 12, 2021 Er hægt að vera taktlausari? pic.twitter.com/hmBjr4sqMq— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) May 12, 2021 Það þarf ekki að fletta langt eftir upplýsingum um hinn bandaríska Todd Joseph Miller á netinu til þess að upp komi leitarniðurstöður um að hann hafi verið sakaður um kynferðislegt misferli. Ásakanirnar koma frá tveimur konum og önnur þeirra mun hafa verið kærasta hans í háskóla. T.J. Miller hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagt þá sem sakaði hann árið 2017 um að hafa ráðist á sig í kynlífi um að vera eltihrellir hans til margra ára. Árið 2018 var Miller síðan ákærður fyrir að tilkynna um sprengju um borð í lest, sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. „Stjarnan úr Deadpool, Ready Player One, Silicon Valley, Get Him To The Greek, The Emoji Movie, Big Hero 6 og fjölmörgum öðrum þáttum og sýningum á HBO og Comedy Central kemur til Íslands í fyrsta sinn með nýja uppistandssýningu,“ sagði í upphaflegri tilkynningu Senu.
MeToo Uppistand Kynferðisofbeldi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira