Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2021 22:00 Sindri Snær Magnússon og Árni Snær Ólafsson fóru báðir á spítala í kvöld. vísir/hag og bára Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. Sindri meiddist rétt eftir að hafa komið inn á Kaplakrikavöllinn í upphafi seinni hálfleiks. Hann var látinn liggja grafkyrr þar til að sjúkrabíll kom og sjúkraflutningafólk gat komið honum á börur. Erfitt var að greina hvað gerðist en Sindri var með fullri meðvitund og veifaði til áhorfenda áður en hann yfirgaf svæðið. „Ég veit ekki almennilega hvað þetta var en mér skildist að þetta gæti verið illa brotið rifbein eða fleiri, og kannski eitthvað innvortis,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, við Vísi strax eftir leik. „Við vonum bara það besta þar til við fáum eitthvað staðfest. Hann var greinilega sárkvalinn og það var erfitt að hreyfa hann. Menn vildu passa sig á að gera það rétt,“ sagði Jóhannes Karl. Árni Snær meiddist eftir samstuð við Matthías Vilhjálmsson þegar um korter var eftir af leiknum: „Ég er drulluhræddur um að hann hafi farið í hásininni,“ sagði Jóhannes Karl, en þýðir það þá ekki að tímabilinu sé lokið hjá Árna, sem átti margar frábærar markvörslur í kvöld? „Ég er ekki sérfræðingur í þeim málum. Hann er á leið upp á sjúkrahús og við skulum bíða og sjá hvað setur.“ FH-ingar unnu leikinn að lokum 5-1 en þeir komust yfir þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Tvö síðustu mörkin komu eftir að Árni var farinn meiddur af velli og ÍA tveimur mönnum færra, því Hákon Ingi Jónsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. „Það er rosalega svekkjandi að missa mann út af. Við byrjuðum leikinn vel og ætluðum okkur að keyra á ákveðna veikleika í FH-liðinu. Við skoruðum eitt mjög gott mark og vorum þannig lagað flottir í fyrri hálfleik en auðvitað er mjög erfitt að spila á móti FH-ingum á þeirra heimavelli. Þeir eru með gott lið og hingað er erfitt að koma, hvað þá þegar við verðum manni færri í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl. En er hann svekktur út í Hákon Inga fyrir að fá á sig tvö gul spjöld og þar með rautt með skömmu millibili í fyrri hálfleik: „Ég er alltaf svekktur að missa mann út af en ég er ekki svekktur út í Hákon Inga,“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Sindri meiddist rétt eftir að hafa komið inn á Kaplakrikavöllinn í upphafi seinni hálfleiks. Hann var látinn liggja grafkyrr þar til að sjúkrabíll kom og sjúkraflutningafólk gat komið honum á börur. Erfitt var að greina hvað gerðist en Sindri var með fullri meðvitund og veifaði til áhorfenda áður en hann yfirgaf svæðið. „Ég veit ekki almennilega hvað þetta var en mér skildist að þetta gæti verið illa brotið rifbein eða fleiri, og kannski eitthvað innvortis,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, við Vísi strax eftir leik. „Við vonum bara það besta þar til við fáum eitthvað staðfest. Hann var greinilega sárkvalinn og það var erfitt að hreyfa hann. Menn vildu passa sig á að gera það rétt,“ sagði Jóhannes Karl. Árni Snær meiddist eftir samstuð við Matthías Vilhjálmsson þegar um korter var eftir af leiknum: „Ég er drulluhræddur um að hann hafi farið í hásininni,“ sagði Jóhannes Karl, en þýðir það þá ekki að tímabilinu sé lokið hjá Árna, sem átti margar frábærar markvörslur í kvöld? „Ég er ekki sérfræðingur í þeim málum. Hann er á leið upp á sjúkrahús og við skulum bíða og sjá hvað setur.“ FH-ingar unnu leikinn að lokum 5-1 en þeir komust yfir þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks. Tvö síðustu mörkin komu eftir að Árni var farinn meiddur af velli og ÍA tveimur mönnum færra, því Hákon Ingi Jónsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik. „Það er rosalega svekkjandi að missa mann út af. Við byrjuðum leikinn vel og ætluðum okkur að keyra á ákveðna veikleika í FH-liðinu. Við skoruðum eitt mjög gott mark og vorum þannig lagað flottir í fyrri hálfleik en auðvitað er mjög erfitt að spila á móti FH-ingum á þeirra heimavelli. Þeir eru með gott lið og hingað er erfitt að koma, hvað þá þegar við verðum manni færri í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl. En er hann svekktur út í Hákon Inga fyrir að fá á sig tvö gul spjöld og þar með rautt með skömmu millibili í fyrri hálfleik: „Ég er alltaf svekktur að missa mann út af en ég er ekki svekktur út í Hákon Inga,“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira