Lífið

Inn­lit í bað­lónið á Kárs­nesinu og skrefin sjö sem gestirnir fara í gegnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lónið hefur vakið mikla athygli á höfuðborgarsvæðinu.
Lónið hefur vakið mikla athygli á höfuðborgarsvæðinu.

Baðlónið Sky Lagoon opnaði í síðasta mánuði úti á Kársnesi í Kópavogi og hefur nánast verið uppselt í lónið síðan þá.

Það tók alls tíu ár að undirbúa opnunina en framkvæmdir við lónið hófust í byrjun síðasta árs og tók aðeins fimmtán mánuði að klára verkið.

Töluverður leyndardómur er á bak við lónið og sést ekkert í það fyrir utan bygginguna. Eina leiðin fyrir vegfarendur til að sjá lónið er að vera á bát úti á sjó. Gestir lónsins fara í gegnum sjö skref þegar þeir koma í heimsókn og byggist sú meðferð í raun á kulda- og hitameðferð. Það er gert til að opna og loka húðinni til skiptis og síðan ber maður á sig svokallaðan skrúbb.

Framkvæmdirnar kostuðu fimm milljarða króna sem gerir lónið að stærstu fjárfestingu í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu.

Dagný Pétursdóttir, framkvæmdarstjóri Sky Lagoon, bauð Íslandi í dag í heimsókn á dögunum og gekk í gegnum lónið með áhorfendum Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldið.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.