Langflest pör vilja kyssast og leiðast á almannafæri Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 31. maí 2021 20:00 Tæplega fjögurþúsund manns tóku þátt í könnun Makamála og voru það langflestir sem sögðust bæði leiða og kyssa maka sinn á almannafæri. Getty Það er misjafnt hvað við erum opin með ást okkar og líkamstjáningu á almannafæri og fer það bæði eftir því hvað okkur finnst viðeigandi og hvað við höfum þörf fyrir. Einnig er það mjög mismunandi hvað telst viðeigandi og ekki eftir því hvar þú ert staddur í heiminum og spila trú og hefðir þar stóran sess. Á Spáni, Frakklandi eða Ítalíu kippa sér fáir upp við það að sjá ástfangið bara í djúpum kossi eða faðmlögum á miðri götu. Svo eru það lönd eins og arabalöndin þar sem það er hreinlega ólöglegt að leiða manneskju af hinu kyninu, hvað þá að kyssa. Þó svo að við Íslendingar teljumst seint eins blóðheit og opin eins og suðrænu löndin þegar kemur að þessu þá eru kossar, faðmlög og knús á almannafæri hluti af okkar menningu. Svo kemur að því hvernig týpur við erum. Hvað finnst okkur viðeignandi þegar við erum í ástarsambandi og hvað ekki. Sumir hafa mikla þörf fyrir að sýna ást sýna á almannafæri meðan aðrir vilja það alls ekki. Makamál spurðu lesendur Vísis út í þeirra viðhorf og tóku tæplega fjögurþúsund manns þátt í könuninni. Eins og sést á niðurstöðunum hér fyrir neðan segjast flestir vilja leiðast og kyssast á almannafæri. Niðurstöður* Já, við leiðumst en kyssumst ekki á almannafæri - 70% Já, við leiðumst en kyssumst ekki á almannafæri - 16% Ég myndi vilja það en maki minn ekki - 9% Maki minn vill það en ég ekki - 5% Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. Klippa: Makamál - Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig? Ertu búin að taka þátt í nýjustu Spurningu vikunnar? *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einnig er það mjög mismunandi hvað telst viðeigandi og ekki eftir því hvar þú ert staddur í heiminum og spila trú og hefðir þar stóran sess. Á Spáni, Frakklandi eða Ítalíu kippa sér fáir upp við það að sjá ástfangið bara í djúpum kossi eða faðmlögum á miðri götu. Svo eru það lönd eins og arabalöndin þar sem það er hreinlega ólöglegt að leiða manneskju af hinu kyninu, hvað þá að kyssa. Þó svo að við Íslendingar teljumst seint eins blóðheit og opin eins og suðrænu löndin þegar kemur að þessu þá eru kossar, faðmlög og knús á almannafæri hluti af okkar menningu. Svo kemur að því hvernig týpur við erum. Hvað finnst okkur viðeignandi þegar við erum í ástarsambandi og hvað ekki. Sumir hafa mikla þörf fyrir að sýna ást sýna á almannafæri meðan aðrir vilja það alls ekki. Makamál spurðu lesendur Vísis út í þeirra viðhorf og tóku tæplega fjögurþúsund manns þátt í könuninni. Eins og sést á niðurstöðunum hér fyrir neðan segjast flestir vilja leiðast og kyssast á almannafæri. Niðurstöður* Já, við leiðumst en kyssumst ekki á almannafæri - 70% Já, við leiðumst en kyssumst ekki á almannafæri - 16% Ég myndi vilja það en maki minn ekki - 9% Maki minn vill það en ég ekki - 5% Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. Klippa: Makamál - Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig? Ertu búin að taka þátt í nýjustu Spurningu vikunnar? *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira