BBQ kóngurinn: Caveman-humar með chillihvítlaukssmjöri og grillaðri sítrónu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. maí 2021 15:01 Það er fátt sumarlegra en grillaður humar. Hinn eini sanni BBQ kóngur, Alfreð Fannar Björnsson, kemur landanum í rétta grill-gírinn fyrir sumarið í þáttunum BBQ kóngurinn. Þættirnir voru sýndir á Stöð 2 nú fyrr í vetur. Það er ekkert flottara í grillveisluna en að elda beint á kolunum en hér er líka hægt að grilla á hefðbundinn hátt. Í þessa uppskrift nota ég kanadískan Maine humar sem er töluvert stærri en íslensku humarhalarnir. Auðvitað er hægt að nota íslenskan í staðinn. Í klippunni hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig Alfreð Fannar undirbýr rétt sem hann kallar Caveman-humar. Aðferð og uppskrift er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Klippa: Caveman-humar með chillihvítlaukssmjöri og grillaðri sítrónu Caveman-humar með chillihvítlaukssmjöri og grillaðri sítrónu Humar 2 Maine humarhalar 1 sítróna Chillihvítlaukssmjör 100 g smjör 3 hvítlauksgeirar 10 g steinselja Hálfur rauður chilli Aðferð Kveikið upp í viðarkolum í kolastandinum eða kyndið grillið í hámarkshita. Skerið humarhalann í tvennt eftir endilöngu og hreinsið görnina úr. Fínsaxið hvítlauk, steinselju og chilli, setjið í pott ásamt smjörinu og bræðið. Skerið sítrónu í tvennt, leggið með sárið niður í kolin og brennið hana vel. Skellið humrinum beint á kolin eða á beinan hita á grillinu og snúið skelinni niður. Penslið smjörinu á og eldið þar til skelin er orðin fallega rauð og humarinn hvítur eða upp í 57 gráður í kjarnhita. Berið humarhalana fram með chillihvítlaukssmjöri og grillaðri sítrónu. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+. Grillaðir rækjuforréttir Lax á sedrusviðarplatta Beikonvafinn bjórdósaborgari BBQ kóngurinn Matur Grillréttir Humar Tengdar fréttir BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari „Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. maí 2021 15:30 BBQ kóngurinn: Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, sýnir áhorfendum frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn. 12. maí 2021 15:31 BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu „Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. 7. maí 2021 15:03 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið
Það er ekkert flottara í grillveisluna en að elda beint á kolunum en hér er líka hægt að grilla á hefðbundinn hátt. Í þessa uppskrift nota ég kanadískan Maine humar sem er töluvert stærri en íslensku humarhalarnir. Auðvitað er hægt að nota íslenskan í staðinn. Í klippunni hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig Alfreð Fannar undirbýr rétt sem hann kallar Caveman-humar. Aðferð og uppskrift er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Klippa: Caveman-humar með chillihvítlaukssmjöri og grillaðri sítrónu Caveman-humar með chillihvítlaukssmjöri og grillaðri sítrónu Humar 2 Maine humarhalar 1 sítróna Chillihvítlaukssmjör 100 g smjör 3 hvítlauksgeirar 10 g steinselja Hálfur rauður chilli Aðferð Kveikið upp í viðarkolum í kolastandinum eða kyndið grillið í hámarkshita. Skerið humarhalann í tvennt eftir endilöngu og hreinsið görnina úr. Fínsaxið hvítlauk, steinselju og chilli, setjið í pott ásamt smjörinu og bræðið. Skerið sítrónu í tvennt, leggið með sárið niður í kolin og brennið hana vel. Skellið humrinum beint á kolin eða á beinan hita á grillinu og snúið skelinni niður. Penslið smjörinu á og eldið þar til skelin er orðin fallega rauð og humarinn hvítur eða upp í 57 gráður í kjarnhita. Berið humarhalana fram með chillihvítlaukssmjöri og grillaðri sítrónu. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+. Grillaðir rækjuforréttir Lax á sedrusviðarplatta Beikonvafinn bjórdósaborgari
BBQ kóngurinn Matur Grillréttir Humar Tengdar fréttir BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari „Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. maí 2021 15:30 BBQ kóngurinn: Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, sýnir áhorfendum frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn. 12. maí 2021 15:31 BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu „Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. 7. maí 2021 15:03 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið
BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari „Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. maí 2021 15:30
BBQ kóngurinn: Reykt kúrekakássa í steypujárnspotti Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, sýnir áhorfendum frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn. 12. maí 2021 15:31
BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu „Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. 7. maí 2021 15:03