Ekki að sjá að uppáhalds drengurinn á Akranesi væri að spila sinn fyrsta leik í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2021 12:53 Mikið mun mæða á Dino Hodzic í marki ÍA það sem eftir lifir tímabils. vísir/hulda margrét Króatíski markvörðurinn Dino Hodzic lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar ÍA gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna í fyrradag. Hann komst vel frá sínu eins og fjallað var um í Pepsi Max Stúkunni. Árni Snær Ólafsson, fyrirliði og aðalmarkvörður ÍA, sleit hásin í leiknum gegn FH í síðustu viku og verður frá út tímabilið. Dino mun því verja mark Skagamanna það sem eftir lifir móts. Dino átti góðan leik gegn Stjörnunni á mánudaginn og fékk hrós fyrir frammistöðu sína í Pepsi Max Stúkunni. „Hann var virkilega góður og öflugur og þú finnur fyrir nærveru hans inni í teignum. Hann talar og stjórnar liðinu vel. Þetta var fyrsti leikurinn hans í efstu deild en þú gast ekki séð það á hans fasi eða hans leik,“ sagði Jón Þór Hauksson. „Hann var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Heilt yfir spilaði hann þennan leik feykilega vel, tók góðar ákvarðanir og varði vel. Þetta er mikill uppáhalds drengur uppi á Akranesi. Þetta er algjör toppmaður, vinnur á vellinum og tekur á móti krökkunum í leikfimi og sundi í skólanum og er mjög vinsæll meðal þeirra.“ Innslagið um Dino úr Pepsi Max-stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan - Dino Hodzic Dino vakti mikla athygli með Kára síðasta sumar, sérstaklega fyrir hæfileika sína að verja vítaspyrnur. Hann varði fjórar slíkar í 2. deildinni í fyrra. Dino, sem er 25 ára, er einn hávaxnasti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild á Íslandi en hann telur 2,05 metra. ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Næsti leikur Skagamanna er gegn HK-ingum í Kórnum á föstudaginn. Pepsi Max-deild karla ÍA Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00 Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. 17. maí 2021 14:31 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Árni Snær Ólafsson, fyrirliði og aðalmarkvörður ÍA, sleit hásin í leiknum gegn FH í síðustu viku og verður frá út tímabilið. Dino mun því verja mark Skagamanna það sem eftir lifir móts. Dino átti góðan leik gegn Stjörnunni á mánudaginn og fékk hrós fyrir frammistöðu sína í Pepsi Max Stúkunni. „Hann var virkilega góður og öflugur og þú finnur fyrir nærveru hans inni í teignum. Hann talar og stjórnar liðinu vel. Þetta var fyrsti leikurinn hans í efstu deild en þú gast ekki séð það á hans fasi eða hans leik,“ sagði Jón Þór Hauksson. „Hann var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Heilt yfir spilaði hann þennan leik feykilega vel, tók góðar ákvarðanir og varði vel. Þetta er mikill uppáhalds drengur uppi á Akranesi. Þetta er algjör toppmaður, vinnur á vellinum og tekur á móti krökkunum í leikfimi og sundi í skólanum og er mjög vinsæll meðal þeirra.“ Innslagið um Dino úr Pepsi Max-stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan - Dino Hodzic Dino vakti mikla athygli með Kára síðasta sumar, sérstaklega fyrir hæfileika sína að verja vítaspyrnur. Hann varði fjórar slíkar í 2. deildinni í fyrra. Dino, sem er 25 ára, er einn hávaxnasti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild á Íslandi en hann telur 2,05 metra. ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Næsti leikur Skagamanna er gegn HK-ingum í Kórnum á föstudaginn.
Pepsi Max-deild karla ÍA Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00 Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. 17. maí 2021 14:31 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00
Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04
Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. 17. maí 2021 14:31