Lífið

Daði býst ekki við því að fara á svið annað kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá æfingu í Ahoy-höllinni.
Frá æfingu í Ahoy-höllinni. Mynd/facebook-síða Daða Freys.

„Meðlimur Gagnamagnsins greindist smitaður með Covid-19 í morgun. Þetta þýðir að við munum líklega ekki taka þátt í æfingunni í dag og heldur ekki koma fram í beinni útsendingu annað kvöld,“ segir Daði Freyr í færslu á Facebook.

Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónaveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið.

Niðurstöður úr skimuninni bárust í morgun og í ljós kom að einn meðlimur Gagnamagnsins reyndist smitaður.

Daði segir að upptaka frá annarri æfingu hópsins verði því notuð annað kvöld þegar Evrópu horfir á seinni undanriðilinn í beinni útsendingu. Sú upptaka verður einnig notuð í dómararennslinu í  kvöld.

„Við höfum öll farið mjög varlega alla ferðina og kemur þetta okkur gríðarlega á óvart. Við erum glöð með flutninginn á æfingunni og spennt fyrir því að allir fái að sjá. Takk fyrir allar ástarkveðjurnar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×