Íslenskt íþróttafólk boðað í bólusetningu Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 13:15 Frjálsíþróttaparið Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hefur verið við æfingar erlendis og ekki fengið bólusetningu. Þau freista þess bæði að komast á Ólympíuleikana í Tókýó. Hópur fremsta afreksíþróttafólks landsins, sem stefnt hefur á Ólympíuleika eða ólympíumót fatlaðra í Tókýó í sumar, mun fá bólusetningu gegn Covid-19 á næstunni. Í gegnum samning alþjóða ólympíunefndarinnar við Pfizer fær Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, bóluefnisskammta fyrir 50 manns. Það dugar fyrir allt það íslenska íþróttafólk, þjálfara og starfsfólk ÍSÍ og Íþróttasambands fatlaðra, sem mögulega gæti verið á leið til Tókýó, segir Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. Anton Sveinn McKee er bólusettur og öruggur um sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó.instagram/@antonmckee Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur lágmarki fyrir Ólympíuleikana. Anton fékk bólusetningu í Bandaríkjunum og getur einbeitt sér að undirbúningi fyrir leikana en annað íþróttafólk þarf á næstu vikum og alveg fram í júlí að keppa á alþjóðlegum mótum til að ná lágmörkum eða safna nægilega mörgum stigum á heimslista. Allir þessir hugsanlegu ólympíufarar geta á næstunni fengið bólusetningu. Ein íþróttakona úr þessum hópi fór í bólusetningu í Keflavík í morgun og fleiri hafa fengið tilkynningu um að geta brátt komið í bólusetningu. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að íþróttafólkið er margt statt erlendis við æfingar eða keppni, auk þess sem þrjár vikur þurfa að líða á milli fyrri og seinni sprautunnar hjá Pfizer. Skammt verður því í leikana þegar bóluefnið hefur náð fullri virkni jafnvel þó að fólk fái fyrri sprautu í næstu viku. Ólympíuhópur ÍSÍ, sem skilgreindur var í október, lítur svona út. Aðeins Anton Sveinn McKee hefur náð lágmarki fyrir leikana. Ekki eru allir á þessum lista á leið í bólusetningu enda sum þegar bólusett og nokkur hluti hópsins mun ekki freista þess frekar að komast á leikana. Bólusetning íþróttafólksins kemur ekki til vegna neinnar undanþágu íslenskra heilbrigðisyfirvalda, heldur vegna aðstoðar alþjóða ólympíunefndarinnar eins og fyrr segir. Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar í ljós kom að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið undanþágu til bólusetningar vegna ferðar sinnar til Hollands. ÍSÍ gagnrýndi það að á sama tíma hefði undanþágubeiðnum fyrir fremsta íþróttafólk landsins, sem þyrfti líkt og Eurovision-hópurinn að keppa erlendis til að eiga möguleika á að fá ólympíufarseðil, verið hafnað af heilbrigðisyfirvöldum. Fulltrúar heilbrigðisráðherra og ráðherra íþróttamála vísuðu á Þórólf Guðnason sóttvarnalækni þegar Vísir spurðist fyrir um ástæður þessa. Á fundi almannavarna í dag svaraði Þórólfur litlu, aðspurður um hvers vegna Eurovison-farar fengju bólusetningu en ekki það íþróttafólk sem þyrfti að keppa erlendis til að komast á Ólympíuleika, en sagði svo marga vilja undanþágu að ekki sæi fyrir endann á því ef byrjað yrði að veita þær. „Gríðarlegur fjöldi sem krefst þess að fá bólusetningu“ „Við höfum verið mjög ströng á að veita ekki þessar undanþágur því það er gríðarlegur fjöldi sem krefst þess að fá bólusetningu. Það er alls konar atvinnustarfsemi, fólk sem þarf að fara erlendis, og það sér ekki fyrir endann á því ef við byrjum,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag. „Ástæðan fyrir því að Eurovision-fararnir fengu þessar undanþágur, eftir miklar umræður, var sú að þeir eru sendir af Ríkinu til Hollands, sem er hááhættusvæði. Þarna eru að koma saman hópar frá allri Evrópu, sem eru nokkuð þétt saman í langan tíma, eða tvær vikur. Það var mat okkar að þetta væri áhætta fyrir þennan hóp, enda hefur það komið í ljós. Tveir úr þessum hópi hafa smitast þannig að þetta áhættumat okkar fyrir þörf þeirra á bólusetningu var rétt. Það hefði verið gott að geta bólusett þau fyrr því að bólusetningin var varla farin að virka en vonandi hefur bólusetningin hjálpað þeim til að komast vel yfir þessa sýkingu. Varðandi aðra starfsemi og íþróttir þá vissulega geta verið þarna grá svæði. Það er verið að flytja hingað til lands efni frá Pfizer fyrir ólympíufara sem verða bólusettir sérstaklega með bóluefni sem er fyrir utan okkar birgðir. Að öðru leyti þurfum við að leggja á þetta mat en ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur varðandi Eurovision-hópinn,“ sagði Þórólfur. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar ÍSÍ Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Í gegnum samning alþjóða ólympíunefndarinnar við Pfizer fær Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, bóluefnisskammta fyrir 50 manns. Það dugar fyrir allt það íslenska íþróttafólk, þjálfara og starfsfólk ÍSÍ og Íþróttasambands fatlaðra, sem mögulega gæti verið á leið til Tókýó, segir Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. Anton Sveinn McKee er bólusettur og öruggur um sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó.instagram/@antonmckee Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur lágmarki fyrir Ólympíuleikana. Anton fékk bólusetningu í Bandaríkjunum og getur einbeitt sér að undirbúningi fyrir leikana en annað íþróttafólk þarf á næstu vikum og alveg fram í júlí að keppa á alþjóðlegum mótum til að ná lágmörkum eða safna nægilega mörgum stigum á heimslista. Allir þessir hugsanlegu ólympíufarar geta á næstunni fengið bólusetningu. Ein íþróttakona úr þessum hópi fór í bólusetningu í Keflavík í morgun og fleiri hafa fengið tilkynningu um að geta brátt komið í bólusetningu. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að íþróttafólkið er margt statt erlendis við æfingar eða keppni, auk þess sem þrjár vikur þurfa að líða á milli fyrri og seinni sprautunnar hjá Pfizer. Skammt verður því í leikana þegar bóluefnið hefur náð fullri virkni jafnvel þó að fólk fái fyrri sprautu í næstu viku. Ólympíuhópur ÍSÍ, sem skilgreindur var í október, lítur svona út. Aðeins Anton Sveinn McKee hefur náð lágmarki fyrir leikana. Ekki eru allir á þessum lista á leið í bólusetningu enda sum þegar bólusett og nokkur hluti hópsins mun ekki freista þess frekar að komast á leikana. Bólusetning íþróttafólksins kemur ekki til vegna neinnar undanþágu íslenskra heilbrigðisyfirvalda, heldur vegna aðstoðar alþjóða ólympíunefndarinnar eins og fyrr segir. Það vakti mikla athygli og gagnrýni þegar í ljós kom að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið undanþágu til bólusetningar vegna ferðar sinnar til Hollands. ÍSÍ gagnrýndi það að á sama tíma hefði undanþágubeiðnum fyrir fremsta íþróttafólk landsins, sem þyrfti líkt og Eurovision-hópurinn að keppa erlendis til að eiga möguleika á að fá ólympíufarseðil, verið hafnað af heilbrigðisyfirvöldum. Fulltrúar heilbrigðisráðherra og ráðherra íþróttamála vísuðu á Þórólf Guðnason sóttvarnalækni þegar Vísir spurðist fyrir um ástæður þessa. Á fundi almannavarna í dag svaraði Þórólfur litlu, aðspurður um hvers vegna Eurovison-farar fengju bólusetningu en ekki það íþróttafólk sem þyrfti að keppa erlendis til að komast á Ólympíuleika, en sagði svo marga vilja undanþágu að ekki sæi fyrir endann á því ef byrjað yrði að veita þær. „Gríðarlegur fjöldi sem krefst þess að fá bólusetningu“ „Við höfum verið mjög ströng á að veita ekki þessar undanþágur því það er gríðarlegur fjöldi sem krefst þess að fá bólusetningu. Það er alls konar atvinnustarfsemi, fólk sem þarf að fara erlendis, og það sér ekki fyrir endann á því ef við byrjum,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag. „Ástæðan fyrir því að Eurovision-fararnir fengu þessar undanþágur, eftir miklar umræður, var sú að þeir eru sendir af Ríkinu til Hollands, sem er hááhættusvæði. Þarna eru að koma saman hópar frá allri Evrópu, sem eru nokkuð þétt saman í langan tíma, eða tvær vikur. Það var mat okkar að þetta væri áhætta fyrir þennan hóp, enda hefur það komið í ljós. Tveir úr þessum hópi hafa smitast þannig að þetta áhættumat okkar fyrir þörf þeirra á bólusetningu var rétt. Það hefði verið gott að geta bólusett þau fyrr því að bólusetningin var varla farin að virka en vonandi hefur bólusetningin hjálpað þeim til að komast vel yfir þessa sýkingu. Varðandi aðra starfsemi og íþróttir þá vissulega geta verið þarna grá svæði. Það er verið að flytja hingað til lands efni frá Pfizer fyrir ólympíufara sem verða bólusettir sérstaklega með bóluefni sem er fyrir utan okkar birgðir. Að öðru leyti þurfum við að leggja á þetta mat en ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur varðandi Eurovision-hópinn,“ sagði Þórólfur.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar ÍSÍ Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira