Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur í Kapla­krika, úr­slitin ráðast á Spáni og nóg um að vera í körfu­boltanum hér heima og ytra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Luis Suárez getur orðið Spánarmeistari í dag.
Luis Suárez getur orðið Spánarmeistari í dag. Getty/David S. Bustamante

Það er sannkölluð veisla á rásum Stöð 2 Sport í dag. Alls eru 13 beinar útsendingar á dagskrá í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 15.30 hefst upphitun fyrir stórleik dagsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Leikur FH og KR hefst svo klukkan 15.55. Klukkan 18.00 er svo komið að Pepsi Max Stúkunni þar sem farið verður yfir leik dagsins.

Stöð 2 Sport 2

Brentford og Bournemouth mætast í umspili ensku B-deildarinnar klukkan 11.30. Bournemouth vann fyrri leikinn 1-0 og er því með pálmann í höndunum. Sigurvegarinn fer í úrslitaleik á Wembley um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Klukkan 15.55 er komið að leik Real Valladolid og Atlético Madrid í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Atlético verður Spánarmeistari með sigri.

Klukkan 20.30 er komið að leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 15.55 er leikur Real Madrid og Villareal á dagskrá. Heimamenn þurfa á sigri að halda og treysta á að Atlético vinni ekki sinn leik. Ef það gengur eftir er liðið Spánarmeistari.

Klukkan 18.00 er komið að leik Swansea City og Barnsley í umspili ensku B-deildarinnar. Swansea leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 14.50 heldur einvígi Stjörnunnar og Grindavíkur í úrslitakeppni Domino´s deildar karla áfram. Staðan í einvíginu er 1-1 og hefur það verið rafmagnað til þessa. Reikna má með hörkuleik í Ásgarði í dag.

Klukkan 16.50 færum við okkur yfir til Keflavíkur þar sem Tindastóll er í heimsókn. Stólarnir verða að vinna ef þeir ætla ekki að láta sópa sér úr leik.

Klukkan 19.00 er komið að Pure Silk Championship-mótinu í golfi. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Golf

Klukkan 17.00 heldur PGA-meistaramótið áfram.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 12.30 heldur MSI 2021 áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×