Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Siggeir Ævarsson skrifar 20. janúar 2025 07:02 Hvern ætli Pavel sé að tala um? Vísir/Anton Stefán Árni Pálsson bauð upp á skemmtilegan samkvæmisleik í síðasta Körfuboltakvöldi þar sem hann bauð sérfræðingum kvöldsins að búa til leikmannaskipti í Bónus-deild karla. Einu skilyrðin voru að bæði lið myndu hagnast á skiptunum. Sérfræðingar í setti að þessu sinni voru þeir Pavel Ermolinskij og Teitur Örlygsson og Pavel byrjaði á að rifja upp að Böðvar Guðjónsson, fyrrum formaður KR, hafi margoft reynt að skipta Pavel í önnur lið. „Böðvar Guðjónsson, gamli formaðurinn minn, reyndi margt oft að „trade-a“ mér.“ - Sagði Pavel og glotti. „Var stanslaust að tala um hvað hann gæti fengið fyrir mig. Hann vildi fá unga leikmenn, ætlaði að „trade-a“ mér í Stjörnuna fyrir unglingalfokkinn.“ - Bætti Pavel við og hló dátt. Kom svo í ljós að Pavel var búinn að hugsa um möguleg skipti án þess að vita af þrautinni og var með tvö í handraðanum, en þau fyrri voru skipti á þjálfarateymum. „Þjálfarateymi Álftaness. Við ætlum að gera þetta í landsleikjahléinu. Þetta er ekki að eilífu, þetta er bara í tvær vikur meðan deildin er stopp. Þá ætla ég að senda þjálfarateymi Álftaness yfir í Keflavík og ég ætla að senda þjálfarateymið í Keflavík yfir á Álftanes. Ég held að allir hefðu gott af því.“ Leikmannaskiptin sem Pavel stakk svo upp á voru ekki síður áhugaverð. Þar lagði hann til að Valur og Grindavík myndu skipta á tveimur sterkum póstum og myndu þau skipti að hans mati fleyta þessum tveimur liðum í úrslitaeinvígið. Þetta eru þeir DeAndre Kane og Taiwo Badmus. Hægt er að horfa á innslagið í heild sinni hér að neðan og rökstuðning Pavels fyrir því af hverju þessi skipti myndu henta báðum liðum. Klippa: Pavel og Teitur búa til skipti í deildinni Körfuboltakvöld Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Sérfræðingar í setti að þessu sinni voru þeir Pavel Ermolinskij og Teitur Örlygsson og Pavel byrjaði á að rifja upp að Böðvar Guðjónsson, fyrrum formaður KR, hafi margoft reynt að skipta Pavel í önnur lið. „Böðvar Guðjónsson, gamli formaðurinn minn, reyndi margt oft að „trade-a“ mér.“ - Sagði Pavel og glotti. „Var stanslaust að tala um hvað hann gæti fengið fyrir mig. Hann vildi fá unga leikmenn, ætlaði að „trade-a“ mér í Stjörnuna fyrir unglingalfokkinn.“ - Bætti Pavel við og hló dátt. Kom svo í ljós að Pavel var búinn að hugsa um möguleg skipti án þess að vita af þrautinni og var með tvö í handraðanum, en þau fyrri voru skipti á þjálfarateymum. „Þjálfarateymi Álftaness. Við ætlum að gera þetta í landsleikjahléinu. Þetta er ekki að eilífu, þetta er bara í tvær vikur meðan deildin er stopp. Þá ætla ég að senda þjálfarateymi Álftaness yfir í Keflavík og ég ætla að senda þjálfarateymið í Keflavík yfir á Álftanes. Ég held að allir hefðu gott af því.“ Leikmannaskiptin sem Pavel stakk svo upp á voru ekki síður áhugaverð. Þar lagði hann til að Valur og Grindavík myndu skipta á tveimur sterkum póstum og myndu þau skipti að hans mati fleyta þessum tveimur liðum í úrslitaeinvígið. Þetta eru þeir DeAndre Kane og Taiwo Badmus. Hægt er að horfa á innslagið í heild sinni hér að neðan og rökstuðning Pavels fyrir því af hverju þessi skipti myndu henta báðum liðum. Klippa: Pavel og Teitur búa til skipti í deildinni
Körfuboltakvöld Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit