Lífið

Næst­besti árangur Ís­lands frá upp­hafi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Daði og Gagnamagnið náðu næstbesta árangri Íslands í sögu Eurovision, fjórða sætinu.
Daði og Gagnamagnið náðu næstbesta árangri Íslands í sögu Eurovision, fjórða sætinu. EBU / THOMAS HANSES

Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi.

Þá var þetta í fyrsta sinn sem Ísland var á meðal tíu efstu þjóða tvær keppnir í röð, en Hatari lenti í 10. sæti í Ísrael árið 2019, þegar keppnin var síðast haldin.

Ísland hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti keppninnar, sem er besti árangur Íslands í keppninni. Það var annars vegar árið 1999 þegar Selma Björnsdóttir hélt til Jerúsalem og flutti lagið All Out of Luck. Það árið voru Svíar hlutskarpastir, með lagið Take Me to Your Heaven, með söngkonunni Charlotte.

Þá lenti Ísland einnig í öðru sæti árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún fór með lagið Is It True? til Moskvu í Rússlandi, en laut í lægra haldi fyrir norskum fiðluleikara að nafni Alexander Rybak, með lagið Fairytale.

Þá hefur Ísland einu sinni áður lent í fjórða sæti. Það var árið 1990 þegar Stjórnin flutti lagið Eitt lag enn í Zagreb í Króatíu árið 1990.

Þetta er eins og áður sagði næstbesti árangur Íslands í keppninni, en jafnframt aðeins í fjórða sinn sem Ísland raðar sér meðal fimm efstu þjóðanna í keppninni. Sigurvegari keppninnar í ár var Ítalía. Hér að neðan má sjá framlag Íslands í ár, lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu.


Tengdar fréttir

Ítalía vann Eurovision

Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig.

Ís­land gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“

Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.