Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. maí 2021 09:31 Andrea og Hanna Lilja ræða um kvenheilsu í samstarfsverkefni sínu innan hlaðvarpsins Kviknar. Kviknar/Þorleifur Kamban „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. Í fyrsta þættinum af hlaðvarpsröð Kviknar & Gynamedica um kvenheilsu, ræddu Andrea hjá Kviknar og Hanna Lilja Oddgeirs hjá Gynamedica almennt um kvenlíkamanum og hvernig áhrif tíðahringur og hormónar hafa áhrif á okkur. „Verum svolítið mildar við okkur,“ segir Hanna Lilja. Í þættinum hvetja þær stúlkur og konur til að læra inn á líkama sinn og þær áhrif sem tíðahringurinn hefur. Andrea bendir líka á að konur ættu kannski að taka meira tillit til sín þegar kemur að líkamsrækt og erfiðum æfingum, hvort sem það er í afreksíþróttum eða heimsókn í líkamsræktarstöð. „Við getum bara verið mismunandi upplögð að fara á æfingu eftir því hvar í tíðahringnum við erum. En við erum oft ekkert að taka tillit til þess, við erum ekkert að hlusta.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mikilvægt að ræða blæðingar Hanna Lilja segir að það sé nauðsynlegt að tala meira um blæðingar til að gera þetta meira eðlilegt. Sex til átta ára byrjar undirbúningurinn fyrir kynþroskann. Svo er mismunandi eftir stúlkum hvenær blæðingarnar byrja. Það þarf því snemma að byrja að tala um þessar breytingar á líkamanum við stúlkur. „Við þurfum að ræða allt í sambandi við blæðingar og líðan við stelpurnar okkar og að þær þurfi að taka tillit til tilfinninga og líkamsþroska og allt þetta og einnig þrifnað í kringum blæðingar og allt þetta,“ segir Andrea og Hanna Lilja tekur undir. „Það er bara mjög mikilvægt að taka þetta spjall. Þetta á ekki að vera neitt tabú eða viðkvæmt.“ Hanna Lilja telur að stelpur í dag séu mun upplýstari en eldri kynslóðir og ljóst sé að mun fleiri ræði þessi mál við dætur sínar í dag en á árum áður. Hún segir mikilvægt að ræða líka um sveiflurnar sem blæðingum fylgja. „Það er svo eðlilegt að okkur líði mismunandi.“ Hanna Lilja segir að þegar þessar breytingar byrja, jafnvel við sex til tíu ára aldur, sé alveg eðlilegt að það verði einhverjar breytingar á skapinu. „Svo fá þær illt í magann, eggjastokkarnir verða meira aktívir, hormónaframleiðslan í heiladinglinum fer að aukast og fer að senda skilaboð í eggjastokkana að þeir eigi að kveikja á sér, fara af stað. Þá fara kannski að myndast pínu eggbú og það getur verið pínu óþægilegt.“ Allt getur þetta gerst áður en stúlkur byrja á blæðingum. Hún segir mikilvægt að ræða þetta við stelpur og segja þeim að þetta sé ekkert hættulegt þó að þetta geti vissulega verið óþægilegt. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Í fyrsta þættinum af hlaðvarpsröð Kviknar & Gynamedica um kvenheilsu, ræddu Andrea hjá Kviknar og Hanna Lilja Oddgeirs hjá Gynamedica almennt um kvenlíkamanum og hvernig áhrif tíðahringur og hormónar hafa áhrif á okkur. „Verum svolítið mildar við okkur,“ segir Hanna Lilja. Í þættinum hvetja þær stúlkur og konur til að læra inn á líkama sinn og þær áhrif sem tíðahringurinn hefur. Andrea bendir líka á að konur ættu kannski að taka meira tillit til sín þegar kemur að líkamsrækt og erfiðum æfingum, hvort sem það er í afreksíþróttum eða heimsókn í líkamsræktarstöð. „Við getum bara verið mismunandi upplögð að fara á æfingu eftir því hvar í tíðahringnum við erum. En við erum oft ekkert að taka tillit til þess, við erum ekkert að hlusta.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mikilvægt að ræða blæðingar Hanna Lilja segir að það sé nauðsynlegt að tala meira um blæðingar til að gera þetta meira eðlilegt. Sex til átta ára byrjar undirbúningurinn fyrir kynþroskann. Svo er mismunandi eftir stúlkum hvenær blæðingarnar byrja. Það þarf því snemma að byrja að tala um þessar breytingar á líkamanum við stúlkur. „Við þurfum að ræða allt í sambandi við blæðingar og líðan við stelpurnar okkar og að þær þurfi að taka tillit til tilfinninga og líkamsþroska og allt þetta og einnig þrifnað í kringum blæðingar og allt þetta,“ segir Andrea og Hanna Lilja tekur undir. „Það er bara mjög mikilvægt að taka þetta spjall. Þetta á ekki að vera neitt tabú eða viðkvæmt.“ Hanna Lilja telur að stelpur í dag séu mun upplýstari en eldri kynslóðir og ljóst sé að mun fleiri ræði þessi mál við dætur sínar í dag en á árum áður. Hún segir mikilvægt að ræða líka um sveiflurnar sem blæðingum fylgja. „Það er svo eðlilegt að okkur líði mismunandi.“ Hanna Lilja segir að þegar þessar breytingar byrja, jafnvel við sex til tíu ára aldur, sé alveg eðlilegt að það verði einhverjar breytingar á skapinu. „Svo fá þær illt í magann, eggjastokkarnir verða meira aktívir, hormónaframleiðslan í heiladinglinum fer að aukast og fer að senda skilaboð í eggjastokkana að þeir eigi að kveikja á sér, fara af stað. Þá fara kannski að myndast pínu eggbú og það getur verið pínu óþægilegt.“ Allt getur þetta gerst áður en stúlkur byrja á blæðingum. Hún segir mikilvægt að ræða þetta við stelpur og segja þeim að þetta sé ekkert hættulegt þó að þetta geti vissulega verið óþægilegt. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Kviknar Kvenheilsa Tengdar fréttir „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00