Lífið

Gagna­magnið annað stiga­hæsta á undan­úr­slita­kvöldinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Daði og Gagnamagnið náðu næstbesta árangri Íslands í sögu Eurovision, fjórða sætinu.
Daði og Gagnamagnið náðu næstbesta árangri Íslands í sögu Eurovision, fjórða sætinu. EBU / THOMAS HANSES

Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur.

Eftir að niðurstaða keppninnar lá fyrir birti Samband evrópskra sjónvarpsstöðva upplýsingar um hlutfall dómarastiga og almenningsatkvæða sem hvert atriði fékk í undanúrslitunum.

Hér má sjá stigin sem löndin fengu á seinna undanúrslitakvöldinu.

Þar kemur fram að atriði Daða og Gagnamagnsins, lagið 10 Years, var annað stigahæsta atriðið á seinna undanúrslitakvöldinu. Hlutum við þar alls 288 stig, aðeins þremur stigum minna en Sviss, sem hafnaði einmitt í þriðja sæti í keppninni.

Í undanúrslitakeppninni fengum við 140 stig frá dómnefndum og 138 stig frá almenningi.

Í lokakeppninni fengum við svo 378 stig alls, 180 úr símakosningunni og 198 frá dómnefndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.