Stjórn ÍFF stígur fram að kröfu Play Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. maí 2021 12:50 Stjórn stéttarfélagsins hefur harmað það að nöfn stjórnarmanna verði að koma fram. vísir/vilhelm „Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna það að þetta er afar óheppilegt,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í samtali við Vísi í dag um það að Íslenska flugstéttafélagið (ÍFF) hafi ekki viljað gefa upp hverjir skrifuðu undir kjarasamninga við Play fyrir félagið. Í tilkynningu frá ÍFF segir að ekki hafi allir sem skrifuðu undir samninginn verið í vinnu hjá Play. Vantaði síðu með undirskriftum ÍFF sendi þannig inn kjarasamning á ríkissáttasemjara í síðustu viku en í afriti þeirra vantaði síðustu síðuna, þar sem undirskriftir samningsaðilanna eru. Í kjölfarið óskaði ríkissáttasemjari eftir undirrituðum samningum, sem ÍFF sendi loks í dag. „Þeir vildu fá þarna tíma með lögfræðingum sínum til að fara yfir þetta. Þeir voru að hugsa um einhver persónuverndarsjónarmið og voru að velta fyrir sér hvort það væri réttlætanlegt að draga nöfn manna inn í þessa umræðu, sem hefur farið úr böndunum síðustu daga,“ segir Birgir. Þegar Vísir náði tali af honum hafði ÍFF enn ekki skilað inn undirrituðum samningum til ríkissáttasemjara og sagðist Birgir hafa ítrekað við félagið að það yrði að senda þá inn í dag. „Ég sagði þeim að annars myndi ég þurfa að gera það. Því þetta lítur bara illa út og kemur illa út fyrir okkur – eins og við hjá Play höfum eitthvað að fela, sem við höfum alls ekki.“ Stjórn stéttarfélags vill ekki vera „dregin inn í umræðuna" Vignir Örn Garðarsson flugmaður er formaður ÍFF. Hann vildi ekkert gefa upp um það hverjir sætu í stjórn félagsins eða hefðu komið að samningaborðinu við gerð kjarasamninganna við Play, þegar Vísir innti hann eftir svörum í dag. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ sagði hann einfaldlega. Stjórn ÍFF sendi svo frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem meðlimir hennar harma „um að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY." Samningarnir hafi verið gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn. Undir hana kvitta stjórnarmennirnir; Vignir Örn Guðnason formaður, Friðrik Már Ottesen varaformaður og Margeir Stefánsson meðstjórnandi. Þá er tekið fram að ekki hafi allir þeir sem skrifuðu undir samningana verið í vinnu hjá Play. Alþýðusambandið hefur sagt að ÍFF beri öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“ sem gangi erinda atvinnurekenda gegn hagsmunum og lágmarkskjörum launafólks. Þessu hafnar ÍFF og Birgir neitar einnig fyrir þetta. Tilkynning ÍFF í heild sinni: Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi Play Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í tilkynningu frá ÍFF segir að ekki hafi allir sem skrifuðu undir samninginn verið í vinnu hjá Play. Vantaði síðu með undirskriftum ÍFF sendi þannig inn kjarasamning á ríkissáttasemjara í síðustu viku en í afriti þeirra vantaði síðustu síðuna, þar sem undirskriftir samningsaðilanna eru. Í kjölfarið óskaði ríkissáttasemjari eftir undirrituðum samningum, sem ÍFF sendi loks í dag. „Þeir vildu fá þarna tíma með lögfræðingum sínum til að fara yfir þetta. Þeir voru að hugsa um einhver persónuverndarsjónarmið og voru að velta fyrir sér hvort það væri réttlætanlegt að draga nöfn manna inn í þessa umræðu, sem hefur farið úr böndunum síðustu daga,“ segir Birgir. Þegar Vísir náði tali af honum hafði ÍFF enn ekki skilað inn undirrituðum samningum til ríkissáttasemjara og sagðist Birgir hafa ítrekað við félagið að það yrði að senda þá inn í dag. „Ég sagði þeim að annars myndi ég þurfa að gera það. Því þetta lítur bara illa út og kemur illa út fyrir okkur – eins og við hjá Play höfum eitthvað að fela, sem við höfum alls ekki.“ Stjórn stéttarfélags vill ekki vera „dregin inn í umræðuna" Vignir Örn Garðarsson flugmaður er formaður ÍFF. Hann vildi ekkert gefa upp um það hverjir sætu í stjórn félagsins eða hefðu komið að samningaborðinu við gerð kjarasamninganna við Play, þegar Vísir innti hann eftir svörum í dag. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ sagði hann einfaldlega. Stjórn ÍFF sendi svo frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem meðlimir hennar harma „um að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY." Samningarnir hafi verið gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn. Undir hana kvitta stjórnarmennirnir; Vignir Örn Guðnason formaður, Friðrik Már Ottesen varaformaður og Margeir Stefánsson meðstjórnandi. Þá er tekið fram að ekki hafi allir þeir sem skrifuðu undir samningana verið í vinnu hjá Play. Alþýðusambandið hefur sagt að ÍFF beri öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“ sem gangi erinda atvinnurekenda gegn hagsmunum og lágmarkskjörum launafólks. Þessu hafnar ÍFF og Birgir neitar einnig fyrir þetta. Tilkynning ÍFF í heild sinni: Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi
Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi
Play Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira