Lífið

Emm­sjé Gauti og alda­móta­stjörnur á Stóra sviðinu á Þjóð­há­tíð

Atli Ísleifsson skrifar
Emmsjé Gauti er einn vinsælasti rappari landsins.
Emmsjé Gauti er einn vinsælasti rappari landsins. Daníel Thor

Rapparinn Emmsjé Gauti og aldamótastjörnurnar Birgitta Haukdal, Magni, Hreimur, Gunni Óla og Einar Ágúst munu öll troða upp á Stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Þjóðhátíð. Með tilkynningunni er verið að staðfesta fyrstu nöfnin sem munu stíga á stokk á stóra sviðinu, en miðasala á Þjóðhátíð hefst klukkan níu í dag.

Áður hefur verið tilkynnt að Hreimur Örn Heimisson muni semja og flytja þjóðhátíðarlagið í ár. Lagið ber heitið Göngum í takt, en enn á eftir að frumflytja lagið.

Hreimur fékk Vigni Snæ Vigfússon með sér í að pródúsera lagið. Magni Ásgeirsson, sem að söng með Hreim árið 2001 í Þjóðhátíðarlaginu Lífið er yndislegt, verður einnig með að þessu sinni ásamt Emblu Margréti, sextán ára dóttur Hreims sem að syngur einnig í laginu.


Tengdar fréttir

Stefna á fjölmennustu Þjóðhátíð sögunnar

Eyjamenn eru stórhuga varðandi Þjóðhátíð 2021. Hún verður haldin um Verslunarmannahelgina og er reiknað með risahátíð að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.