„Tíminn líður eins og í mjólkursæludraumi - allt í einu er komin heil vika síðan þessi dáðadrengur fæddist. Hraustur og veglegur eins og stóri bróðir, vær og yndislegur. Við erum öll yfir okkur ástfangin af honum,“ skrifar Halla í færslu á Facebook og birtir fallegar myndir af fjölskyldunni.
Fyrir áttu þau drenginn Ólaf Magnús.
Víkingur deilir einnig fallegri mynd af þeim bræðrum.