Úrslitakeppnin klár eftir kvöldið: Fimm lið geta enn lent í klóm Hauka Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 14:00 Valur og KA mætast í 8-liða úrslitum ef staða liðanna í Olís-deildinni breytist ekki í kvöld. Ef Valur endar ofar mætast liðin á Akureyri á mánudag eða þriðjudag, og svo í Reykjavík næsta fimmtudag eða föstudag. vísir/Elín Björg Deildarmeistarar Hauka hafa verið krýndir og Þór og ÍR þurfa að leika í næstefstu deild á næstu leiktíð. Hins vegar er ýmislegt óráðið fyrir lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta sem fer fram í kvöld. Úrslitakeppnin er handan við hornið en hún hefst strax á mánudagskvöld. Átta liða úrslitin verða kláruð í næstu viku og að þessu sinni, vegna þess hve mótið tafðist vegna kórónuveirufaraldursins, verður leikið með nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppninni. Notast verður við sama fyrirkomulag og í Evrópukeppnum, þar sem liðin mætast í tveimur leikjum (heima og að heiman) og samanlögð úrslit gilda. Ef liðin enda jöfn vinnur það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli, og ef úrslit urðu þau nákvæmlega sömu í báðum leikjum ráðast úrslitin í vítakastkeppni. Það er ljóst að Haukar og FH enda í tveimur efstu sætunum en röðun liðanna í 3.-8. sæti ræðst í kvöld. Fram og Grótta hafa að engu að keppa í 9. og 10. sæti. Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss Staðan í Olís-deild karla fyrir lokaumferðina í kvöld. Fyrir lokaumferðina er vert að fara yfir mögulega lokaniðurstöðu liðanna átta sem eru á leið í úrslitakeppnina. Ef engar breytingar verða á stöðunni í kvöld munu eftirfarandi lið mætast í 8-liða úrslitum í næstu viku: Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA Haukar (1. sæti, 37 stig) Búnir að vinna deildarmeistaratitilinn og mæta liðinu í 8. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA eða Val. FH (2. sæti, 28 stig) FH-ingar enda í 2. sæti og mæta liðinu í 7. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA, Val eða Stjörnunni. Stjarnan (3. sæti, 25 stig) Stjörnumenn enda í 3. sæti með sigri á Fram og mæta liðinu í 6. sæti; Val, KA, Selfossi, ÍBV eða Aftureldingu. Þeir geta enn dregist alla leið niður í 7. sæti. Valur (4. sæti, 25 stig) Valsmenn geta náð 3. sæti ef þeir ná betri úrslitum en Stjarnan í kvöld. Ef liðin enda jöfn að stigum endar Stjarnan ofar á betri innbyrðis úrslitum. Valur getur dregist niður í 7. sæti, og jafnvel 8. sæti ef að liðið tapar með tíu marka mun gegn Aftureldingu. KA (5. sæti, 24 stig) KA getur komist upp í 3. sæti með sigri á Þór, en aðeins ef Stjarnan og Valur tapa. Ef KA, Selfoss og ÍBV enda jöfn endar KA efst þeirra. KA og Selfoss gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum og endi þau ein jöfn ræður heildarmarkatala, þar sem KA er með fimm mörkum betri markatölu fyrir leiki kvöldsins. KA getur dregist alla leið niður í 8. sæti. Selfoss (6. sæti, 25 stig) Selfoss getur náð 3. sæti en þarf þá að treysta á að Stjarnan, Valur og KA vinni ekki. Selfyssingar geta dregist niður um sæti, jafnvel alla leið í 8. sæti. ÍBV (7. sæti, 24 stig) Eyjamenn eru með verri innbyrðis úrslit gegn bæði Selfossi og KA. Þeir geta enn fræðilega séð endað hvar sem er á milli 3. og 8. sætis. Afturelding (8. sæti, 23 stig) Eina von Aftureldingar um að sleppa við að mæta Haukum í 8-liða úrslitum felst í að vinna Val í kvöld. Með sigri er ekki hægt að útiloka að Afturelding endi jafnvel í 3. sæti þó að það sé afar ólíklegt. Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Úrslitakeppnin er handan við hornið en hún hefst strax á mánudagskvöld. Átta liða úrslitin verða kláruð í næstu viku og að þessu sinni, vegna þess hve mótið tafðist vegna kórónuveirufaraldursins, verður leikið með nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppninni. Notast verður við sama fyrirkomulag og í Evrópukeppnum, þar sem liðin mætast í tveimur leikjum (heima og að heiman) og samanlögð úrslit gilda. Ef liðin enda jöfn vinnur það lið sem skorar fleiri mörk á útivelli, og ef úrslit urðu þau nákvæmlega sömu í báðum leikjum ráðast úrslitin í vítakastkeppni. Það er ljóst að Haukar og FH enda í tveimur efstu sætunum en röðun liðanna í 3.-8. sæti ræðst í kvöld. Fram og Grótta hafa að engu að keppa í 9. og 10. sæti. Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss Staðan í Olís-deild karla fyrir lokaumferðina í kvöld. Fyrir lokaumferðina er vert að fara yfir mögulega lokaniðurstöðu liðanna átta sem eru á leið í úrslitakeppnina. Ef engar breytingar verða á stöðunni í kvöld munu eftirfarandi lið mætast í 8-liða úrslitum í næstu viku: Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA Haukar (1. sæti, 37 stig) Búnir að vinna deildarmeistaratitilinn og mæta liðinu í 8. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA eða Val. FH (2. sæti, 28 stig) FH-ingar enda í 2. sæti og mæta liðinu í 7. sæti; Aftureldingu, ÍBV, Selfossi, KA, Val eða Stjörnunni. Stjarnan (3. sæti, 25 stig) Stjörnumenn enda í 3. sæti með sigri á Fram og mæta liðinu í 6. sæti; Val, KA, Selfossi, ÍBV eða Aftureldingu. Þeir geta enn dregist alla leið niður í 7. sæti. Valur (4. sæti, 25 stig) Valsmenn geta náð 3. sæti ef þeir ná betri úrslitum en Stjarnan í kvöld. Ef liðin enda jöfn að stigum endar Stjarnan ofar á betri innbyrðis úrslitum. Valur getur dregist niður í 7. sæti, og jafnvel 8. sæti ef að liðið tapar með tíu marka mun gegn Aftureldingu. KA (5. sæti, 24 stig) KA getur komist upp í 3. sæti með sigri á Þór, en aðeins ef Stjarnan og Valur tapa. Ef KA, Selfoss og ÍBV enda jöfn endar KA efst þeirra. KA og Selfoss gerðu 24-24 jafntefli í báðum leikjum sínum og endi þau ein jöfn ræður heildarmarkatala, þar sem KA er með fimm mörkum betri markatölu fyrir leiki kvöldsins. KA getur dregist alla leið niður í 8. sæti. Selfoss (6. sæti, 25 stig) Selfoss getur náð 3. sæti en þarf þá að treysta á að Stjarnan, Valur og KA vinni ekki. Selfyssingar geta dregist niður um sæti, jafnvel alla leið í 8. sæti. ÍBV (7. sæti, 24 stig) Eyjamenn eru með verri innbyrðis úrslit gegn bæði Selfossi og KA. Þeir geta enn fræðilega séð endað hvar sem er á milli 3. og 8. sætis. Afturelding (8. sæti, 23 stig) Eina von Aftureldingar um að sleppa við að mæta Haukum í 8-liða úrslitum felst í að vinna Val í kvöld. Með sigri er ekki hægt að útiloka að Afturelding endi jafnvel í 3. sæti þó að það sé afar ólíklegt.
Lokaumferðin, kl. 19.30 í kvöld: Stjarnan – Fram Afturelding – Valur KA – Þór FH – ÍBV Haukar – ÍR Grótta – Selfoss
Svona verða 8-liða úrslit ef ekkert breytist: Haukar - Afturelding FH - ÍBV Stjarnan - Selfoss Valur - KA
Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira