Lífið

Daníel Ágúst og Biggi Veira á tveggja klukku­tíma trúnó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daníel og Biggi kafa djúpt. 
Daníel og Biggi kafa djúpt. 

Þeir Daníel Ágúst og Biggi Veira, úr GusGus, mættu í heljarinnar tveggja klukkustunda viðtal í Funkþáttinn á dögunum og var þátturinn að koma út.

Umræðuefnið var meðal annars ný plata frá sveitinni Mobile Home, nýjan meðlim bandsins og endurkomu eins af stofnendum hljómsveitarinnar.

Daníel og Biggi útskýra í viðtalinu af hverju platan er þjóðlagaplata, en samt smá reggí og kántri en eiginlega allt 80s popp, en samt alveg fullkomlega GusGus í gegn.

Platan sé þeirra heilstæðasti hugmyndagripur, hvernig hún gerist í raun í litlu þorpi á jaðri Melrakkasléttu í dystópískri nærframtíð þar sem fólk hefur allt sem það ásælist nema tilgang og tengsl.

Þetta er sjöunda plötuviðtal þerra í Funkþættinum. Þau hafa öll verið yfirgripsmikil, fjallað um allskonar fleti sköpunar. Daníel Ágúst og Biggi Veira opna sig, og opna filterana á synthunum um leið, allt leiðir að risi, enda er þetta GusGus. Að hlusta á hljómsveitina tala um hugarheimana og hvaðan þetta kemur gefur svo tónlistinni aukna dýpt. Platan kom út á miðnætti í gær og má hlusta á viðtalið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.