„Í flest öllum leikjum hefði mark Leiknis ekki fengið að standa“ Andri Már Eggertsson skrifar 30. maí 2021 21:40 Brynjar Björn var kátur með sigurinn Vísir/Bára HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir mætti í Kórinn. Góður kafli HK í fyrri hálfleik skilaði þeim tveimur mörkum sem á endanum dugði í 2-1 sigri. Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var afar sáttur með sigurinn í leikslok. „Það var mikilvægt að fara inn í landsleikja pásuna með sigur í farteskinu. Við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik en fórum að sama skapi með 2-0 inn í hálfleikinn sem er hættuleg staða,“ sagði Brynjar Björn. Leiknir byrjaði leikinn betur en HK og voru með yfirburði á vellinum alveg þar til tæplega 15 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þar gerði HK tvö mörk og fengu vítaspyrnu. „Leiknir byrjaði með að stjórna umferðinni út á vellinum. Síðan fengum við mörg góð færi þar sem við hefðum getað klárað leikinn endanlega en fórum þó langt með það með þessum tveimur mörkum.“ Mark Leiknis var afar umdeilt. Brynjar Hlöðversson fór af miklum krafti í Arnar Freyr Ólafsson, markmann HK, sem féll við og úr því skoraði Leiknir. „Í öllum leikjum fyrir þennan leik hefur verið dæmt sóknarbrot á svona atvik. Á óskiljanlegum ástæðum var ekkert dæmt sem við vorum ósáttir með.“ Brynjar Björn var ánægður með karakterinn í sínu liði þar sem þeir lögðu mikið á sig að halda leikinn út sem á endanum varð til þess að HK fékk ekki á sig jöfnunarmark. „Við þurftum að krafa djúpt inn í sálina til að sjá til þess að Leiknir myndi ekki koma að jöfnunarmarki. Við erum búnir að fá nokkur högg það sem af er móti,“ sagði Brynjar. „Við vorum bara klókir í lokinn að sækja stigin þrjú, við náðum að halda boltanum aðeins upp á vellinum og var karakter hjá liðinu að klára þetta þegar þeir herjuðu á okkur.“ HK hefur nú safnað sex stigum eftir sjö fyrstu leiki tímabilsins sem er stigi meira en þeir hafa gert á sama tíma síðustu tvö tímabil. „Það er framför, það má ekki vanmeta stigin. Staðan er betri núna með sigri. Það hefði verið brekka að fara inn í landsleikjapásuna með þrjú stig,“ sagði Brynjar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. HK Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Leiknir 2-1| HK-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir kom í heimsókn í Kórinn í kvöld. HK átti rosalegan kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði í 2-1 sigri. 30. maí 2021 22:20 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Það var mikilvægt að fara inn í landsleikja pásuna með sigur í farteskinu. Við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik en fórum að sama skapi með 2-0 inn í hálfleikinn sem er hættuleg staða,“ sagði Brynjar Björn. Leiknir byrjaði leikinn betur en HK og voru með yfirburði á vellinum alveg þar til tæplega 15 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þar gerði HK tvö mörk og fengu vítaspyrnu. „Leiknir byrjaði með að stjórna umferðinni út á vellinum. Síðan fengum við mörg góð færi þar sem við hefðum getað klárað leikinn endanlega en fórum þó langt með það með þessum tveimur mörkum.“ Mark Leiknis var afar umdeilt. Brynjar Hlöðversson fór af miklum krafti í Arnar Freyr Ólafsson, markmann HK, sem féll við og úr því skoraði Leiknir. „Í öllum leikjum fyrir þennan leik hefur verið dæmt sóknarbrot á svona atvik. Á óskiljanlegum ástæðum var ekkert dæmt sem við vorum ósáttir með.“ Brynjar Björn var ánægður með karakterinn í sínu liði þar sem þeir lögðu mikið á sig að halda leikinn út sem á endanum varð til þess að HK fékk ekki á sig jöfnunarmark. „Við þurftum að krafa djúpt inn í sálina til að sjá til þess að Leiknir myndi ekki koma að jöfnunarmarki. Við erum búnir að fá nokkur högg það sem af er móti,“ sagði Brynjar. „Við vorum bara klókir í lokinn að sækja stigin þrjú, við náðum að halda boltanum aðeins upp á vellinum og var karakter hjá liðinu að klára þetta þegar þeir herjuðu á okkur.“ HK hefur nú safnað sex stigum eftir sjö fyrstu leiki tímabilsins sem er stigi meira en þeir hafa gert á sama tíma síðustu tvö tímabil. „Það er framför, það má ekki vanmeta stigin. Staðan er betri núna með sigri. Það hefði verið brekka að fara inn í landsleikjapásuna með þrjú stig,“ sagði Brynjar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HK Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Leiknir 2-1| HK-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir kom í heimsókn í Kórinn í kvöld. HK átti rosalegan kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði í 2-1 sigri. 30. maí 2021 22:20 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: HK - Leiknir 2-1| HK-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir kom í heimsókn í Kórinn í kvöld. HK átti rosalegan kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði í 2-1 sigri. 30. maí 2021 22:20
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti