Hjálpar einstaklingum að skapa vináttu í gegnum tölvuleiki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júní 2021 11:37 Tryggvi Hjaltason segir að tölvuleikir geti haft mjög jákvæð áhrif á líf fólks, en það er ekki sama hvaða tölvuleik er verið að spila og hvernig. Tryggvi Hjaltason greinandi hjá CCP kynnti á dögunum nýtt námskeið í samstarfi við prófessorinn Ársæl Má Árnason og Háskóla Íslands. Námskeiðið á að hjálpa einstaklingum að mynda mannleg tengsl í gegnum tölvuleiki sem ber heitið Vináttuvélin: Að mynda nýja tegund mannlegra tengsla. Í nýju viðtali í hlaðvarpinu 24/7 talar Tryggvi meðal annars um mögulegan ávinning tölvuleikjanotkunar. „Tölvuleikir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Núna er ég þriggja barna faðir og það er fullt af tölvuleikjum sem ég vil alls ekki að börnin mín spili og helst aldrei nokkurn tíman. Stór hluti af þeim tölvuleikjum í símum vinna á ákveðnu fárhættuspilamódeli sem er sérstaklega hannað til að keyra upp dópamínframleiðslu í heilanum, eftirvæntingahormónið sem fær þig að vera spenntur til að fá eitthvað,“ útskýrir Tryggvi. „Börn eiga ekki að vera í þessu ung og margir fullorðnir ströggla með þetta. Svo ertu á móti með aðra leiki eins og Minecraft sem getur verið algjörlega frábært verkefni fyrir stráka og stúlkur til að vinna saman og gera eitthvað skapandi. Smíða nýjan heim.“ Hann segir að þetta geti ýtt undir sköpunarkraft krakka. „Hitt er síðan hvernig þú spilar tölvuleiki. Ertu að spila þá einn út í horni og einangra þig eða ertu að hitta vini þína á kvöldin að byggja eitthvað upp saman og þið eruð kannski að tala saman.“ Halldór heldur sambandi við gamla vinahópinn sinn vegna þess að þeir spila saman tölvuleiki reglulega á kvöldin. „Þá er verið að spyrja hey hvað er að frétta dóttir þinni og hey varstu ekki að fá stöðuhækkun. Sem ég tel að sé mjög jákvæð iðja. Við gætum ekki haldið þessum vinahóp gangandi svona vel í gegnum flesta aðra miðla. Þetta er allt spurning um notkunina og gæði vörunnar sem þú ert að nota.“ Staða drengja á Íslandi slæm og að versna „Ég fór að skoða stöðu drengja og hún er slæm því miður. Það er víða á Íslandi sem er hægt að snerta niður þar sem staða drengja er slæm og að versna. 34,4 prósent drengja í dag útskrifast úr grunnskóla án þess að geta lesið sér til gagns,“ segir Tryggvi. „Strax í fjórða bekk eru drengir með talsvert lélegri einkunnir en stelpur en strax í sjöunda bekk og tíunda bekk hafa stelpurnar bætt sig á meðan einkunnir drengja lækka. Íslenskir drengir eiga norðurlandamet í sjálfsvígum 10 til 19 ára, við eigum Evrópumet í klámhorfi. Við erum með eitt hæsta brottfall úr framhaldsskólum. Við erum með eitt lægsta skráningarhlutfall OECD landa í háskóla. Það er núna gríðarleg aukning í ungum körlum á leiðinni á örorku. Karlkyns fyrirmyndum í námi fækkar mjög hratt, 17,5 prósent kennara í grunnskólum eru karlmenn.“ Hann bendir á að þeim hefur fækkað stöðugt í 22 ár í röð. „Ég vildi að ég gæti sagt að hér stoppar það en það eru fleiri og fleiri gagnauppsprettur sem sína fram á frekar dapurlega mynd og hún er að versna rosalega hratt.“ Tryggvi segir að þetta sé ekki beint falinn vandi en það vanti samt að það sé farið af krafti í umræðuna. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs talar Tryggvi um ýmislegt tengt tölvuleikjum. Tryggvi starfar sem greinandi hjá CCP og formaður Hugverkaráðs. Tryggvi og Háskóli Íslands byrjuðu nýverið með námskeið til að hjálpa einstaklingum að mynda mannleg tengsl í gegnum tölvuleiki. Í þættinum ræðir Tryggvi um ávinninga tölvuleikjanotkunar, að manneskjan sé slæm, takmörk fastmótaðra hugmyndafræða, sjálfsaga, auðmýkt, trú og margt fleira. Tækni 24/7 með Begga Ólafs Tengdar fréttir Væri til í að hafa eingöngu konur á Alþingi nokkur kjörtímabil „Ég myndi vilja jafna þennan leikvöll og sjá breytingarnar sem verða í samfélaginu,“ segir hlauparinn Arnar Pétursson. Að hans mati þarf margt að breytast í dínamík kynjanna hér á landi og er hann með ýmsar uppástungur á því hvernig hægt væri að gera það. 25. maí 2021 16:01 Væri til í að útrýma skömm „Hvað gerist ef við fjarlægjum skömm? Það væri ég til í að sjá,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur. 24. maí 2021 09:02 Fólk heldur að maður hafi ekki vit í kollinum „Ég heyri oft að ég sé leiðinleg eða tussa eða góð með mig,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class. Hún segir að orsökin sé einfaldlega feimni og hennar eigin óöryggi. 12. maí 2021 13:31 „Ég skall í gólfið, froðufelldi og missti meðvitund“ „Af því að ég er með ADHD og er ofvirkur, get ég verið ótrúlega duglegur. Ég get unnið að verkefnum án þess að hvíla mig, jafn vel dögum saman,“ segir Jón Gnarr. 5. maí 2021 13:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Í nýju viðtali í hlaðvarpinu 24/7 talar Tryggvi meðal annars um mögulegan ávinning tölvuleikjanotkunar. „Tölvuleikir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Núna er ég þriggja barna faðir og það er fullt af tölvuleikjum sem ég vil alls ekki að börnin mín spili og helst aldrei nokkurn tíman. Stór hluti af þeim tölvuleikjum í símum vinna á ákveðnu fárhættuspilamódeli sem er sérstaklega hannað til að keyra upp dópamínframleiðslu í heilanum, eftirvæntingahormónið sem fær þig að vera spenntur til að fá eitthvað,“ útskýrir Tryggvi. „Börn eiga ekki að vera í þessu ung og margir fullorðnir ströggla með þetta. Svo ertu á móti með aðra leiki eins og Minecraft sem getur verið algjörlega frábært verkefni fyrir stráka og stúlkur til að vinna saman og gera eitthvað skapandi. Smíða nýjan heim.“ Hann segir að þetta geti ýtt undir sköpunarkraft krakka. „Hitt er síðan hvernig þú spilar tölvuleiki. Ertu að spila þá einn út í horni og einangra þig eða ertu að hitta vini þína á kvöldin að byggja eitthvað upp saman og þið eruð kannski að tala saman.“ Halldór heldur sambandi við gamla vinahópinn sinn vegna þess að þeir spila saman tölvuleiki reglulega á kvöldin. „Þá er verið að spyrja hey hvað er að frétta dóttir þinni og hey varstu ekki að fá stöðuhækkun. Sem ég tel að sé mjög jákvæð iðja. Við gætum ekki haldið þessum vinahóp gangandi svona vel í gegnum flesta aðra miðla. Þetta er allt spurning um notkunina og gæði vörunnar sem þú ert að nota.“ Staða drengja á Íslandi slæm og að versna „Ég fór að skoða stöðu drengja og hún er slæm því miður. Það er víða á Íslandi sem er hægt að snerta niður þar sem staða drengja er slæm og að versna. 34,4 prósent drengja í dag útskrifast úr grunnskóla án þess að geta lesið sér til gagns,“ segir Tryggvi. „Strax í fjórða bekk eru drengir með talsvert lélegri einkunnir en stelpur en strax í sjöunda bekk og tíunda bekk hafa stelpurnar bætt sig á meðan einkunnir drengja lækka. Íslenskir drengir eiga norðurlandamet í sjálfsvígum 10 til 19 ára, við eigum Evrópumet í klámhorfi. Við erum með eitt hæsta brottfall úr framhaldsskólum. Við erum með eitt lægsta skráningarhlutfall OECD landa í háskóla. Það er núna gríðarleg aukning í ungum körlum á leiðinni á örorku. Karlkyns fyrirmyndum í námi fækkar mjög hratt, 17,5 prósent kennara í grunnskólum eru karlmenn.“ Hann bendir á að þeim hefur fækkað stöðugt í 22 ár í röð. „Ég vildi að ég gæti sagt að hér stoppar það en það eru fleiri og fleiri gagnauppsprettur sem sína fram á frekar dapurlega mynd og hún er að versna rosalega hratt.“ Tryggvi segir að þetta sé ekki beint falinn vandi en það vanti samt að það sé farið af krafti í umræðuna. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs talar Tryggvi um ýmislegt tengt tölvuleikjum. Tryggvi starfar sem greinandi hjá CCP og formaður Hugverkaráðs. Tryggvi og Háskóli Íslands byrjuðu nýverið með námskeið til að hjálpa einstaklingum að mynda mannleg tengsl í gegnum tölvuleiki. Í þættinum ræðir Tryggvi um ávinninga tölvuleikjanotkunar, að manneskjan sé slæm, takmörk fastmótaðra hugmyndafræða, sjálfsaga, auðmýkt, trú og margt fleira.
Tækni 24/7 með Begga Ólafs Tengdar fréttir Væri til í að hafa eingöngu konur á Alþingi nokkur kjörtímabil „Ég myndi vilja jafna þennan leikvöll og sjá breytingarnar sem verða í samfélaginu,“ segir hlauparinn Arnar Pétursson. Að hans mati þarf margt að breytast í dínamík kynjanna hér á landi og er hann með ýmsar uppástungur á því hvernig hægt væri að gera það. 25. maí 2021 16:01 Væri til í að útrýma skömm „Hvað gerist ef við fjarlægjum skömm? Það væri ég til í að sjá,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur. 24. maí 2021 09:02 Fólk heldur að maður hafi ekki vit í kollinum „Ég heyri oft að ég sé leiðinleg eða tussa eða góð með mig,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class. Hún segir að orsökin sé einfaldlega feimni og hennar eigin óöryggi. 12. maí 2021 13:31 „Ég skall í gólfið, froðufelldi og missti meðvitund“ „Af því að ég er með ADHD og er ofvirkur, get ég verið ótrúlega duglegur. Ég get unnið að verkefnum án þess að hvíla mig, jafn vel dögum saman,“ segir Jón Gnarr. 5. maí 2021 13:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Væri til í að hafa eingöngu konur á Alþingi nokkur kjörtímabil „Ég myndi vilja jafna þennan leikvöll og sjá breytingarnar sem verða í samfélaginu,“ segir hlauparinn Arnar Pétursson. Að hans mati þarf margt að breytast í dínamík kynjanna hér á landi og er hann með ýmsar uppástungur á því hvernig hægt væri að gera það. 25. maí 2021 16:01
Væri til í að útrýma skömm „Hvað gerist ef við fjarlægjum skömm? Það væri ég til í að sjá,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur. 24. maí 2021 09:02
Fólk heldur að maður hafi ekki vit í kollinum „Ég heyri oft að ég sé leiðinleg eða tussa eða góð með mig,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class. Hún segir að orsökin sé einfaldlega feimni og hennar eigin óöryggi. 12. maí 2021 13:31
„Ég skall í gólfið, froðufelldi og missti meðvitund“ „Af því að ég er með ADHD og er ofvirkur, get ég verið ótrúlega duglegur. Ég get unnið að verkefnum án þess að hvíla mig, jafn vel dögum saman,“ segir Jón Gnarr. 5. maí 2021 13:30