50% aukning á nýskráningum á milli mánaða Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. júní 2021 07:01 Bílasala gengur betur en á síðasta ári. Alls voru 1898 ökutæki nýskráð í maí, það er aukning um 50% frá síðasta mánuði, þegar 1264 ökutæki voru nýskráð. Flest nýskráð ökutæki í nýliðnum maí mánuði voru af Toyota gerð, eða 263 ökutæki. Kia var í öðru sæti með 237 og Suzuki í þriðja með 163 ökutæki. Af nýskráðum Toyota bifreiðum voru flestar af undirtegundinni Rav4 eða 88 og Yaris næstflestar, eða 43. Suzuki er hefur greinilega gengið vel að selja Vitara bifreiðar því Vitara var mest nýskráða undirtegundin í maí. Orkugjafar Flest nýskráð ökutæki í maí ganga fyrir bensíni eingöngu. Næst flest þeirra ganga eingöngu fyrir dísel. Bensín knúin telja 532 og dísel 325. Nýskráningar hreinna rafbíla voru 236. Þar er Nissan Leaf efstur á blaði með 28 nýskráningar, Kia Niro með 25 og Skoda Enyaq 80 með 21, sem og Hyundai Kona. Samanburður á milli ára Í maí í fyrra voru 1112 ökutæki nýskráð, aukningin á milli ára nemur því rúmlega 70%. Maí í fyrra litaðist talsvert af kórónaveirufaraldrinum. Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent
Af nýskráðum Toyota bifreiðum voru flestar af undirtegundinni Rav4 eða 88 og Yaris næstflestar, eða 43. Suzuki er hefur greinilega gengið vel að selja Vitara bifreiðar því Vitara var mest nýskráða undirtegundin í maí. Orkugjafar Flest nýskráð ökutæki í maí ganga fyrir bensíni eingöngu. Næst flest þeirra ganga eingöngu fyrir dísel. Bensín knúin telja 532 og dísel 325. Nýskráningar hreinna rafbíla voru 236. Þar er Nissan Leaf efstur á blaði með 28 nýskráningar, Kia Niro með 25 og Skoda Enyaq 80 með 21, sem og Hyundai Kona. Samanburður á milli ára Í maí í fyrra voru 1112 ökutæki nýskráð, aukningin á milli ára nemur því rúmlega 70%. Maí í fyrra litaðist talsvert af kórónaveirufaraldrinum.
Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent