Einn lögmanna O.J. er dáinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 20:42 Hér má sjá F. Lee Bailey og O.J. Simpson við útför Johnnie Cockran, annars lögmanna Simpsons, árið 2005. Getty/David McNew F. Lee Bailey einn þekktasti lögmaður bandarískrar réttarsögu er látinn, 87 ára að aldri. Bailey var verjandi margra þekktra einstaklinga, þar á meðal O.J. Simpson, Albert DeSalvo, sem er betur þekktur sem Boston Strangler, Patty Hearst og Sam Sheppard. Áður en Bailey starfaði sem lögmaður var hann þekktur sjónvarpsþáttastjórnandi. Hann stjórnaði þættinum „Good Company“ frá árinu, þar sem hann heimsótti frægt fólk og tók viðtal við það. Árið 1983 byrjaði hann með nýjan þátt, „Lie Detector“ þar sem hann yfirheyrði gesti sína á meðan þeir voru tengdir við lygamæli. Bailey varð víðfrægur vegna O.J. Simpson morðmálsins, þar sem hann var einn verjenda Simpsons ásamt Johnnie Cochran, Robert Shapiro, Robert Kardashian og fleirum. Meðal eftirminnilegri augnablika í dómsmálinu var þegar Bailey yfirheyrði lögreglumanninn Mark Fuhrman og leiddi í ljós að Fuhrman hafi notað „n-orðið“ svokallaða. Margir telja að það hafi markað augnablikið sem kviðdómendur tóku þá afstöðu að sýkna Simpson af ákærunni. I lost a great one. F Lee Bailey you will be missed. pic.twitter.com/6s8JI3OQVB— O.J. Simpson (@TheRealOJ32) June 3, 2021 Í seinni tíð gekk allt á afturfótunum hjá Bailey en árið 2001 missti hann lögmannsréttindi sín eftir að í ljós kom að hann hafði millifært peninga af reikningum skjólstæðings síns yfir á sína eigin. Árið 2009 tók hann svo lögmannsprófið í Maine og stóðst það en hlaut ekki réttindi til að starfa sem lögmaður. Ástæða þess var að yfirstjórn lögmanna í Maine taldi hann ekki nógu heiðarlegan til þess að starfa sem lögmaður. Baiey lætur eftir sig þrjú börn og fjórar fyrrverandi eiginkonur. Andlát Bandaríkin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Áður en Bailey starfaði sem lögmaður var hann þekktur sjónvarpsþáttastjórnandi. Hann stjórnaði þættinum „Good Company“ frá árinu, þar sem hann heimsótti frægt fólk og tók viðtal við það. Árið 1983 byrjaði hann með nýjan þátt, „Lie Detector“ þar sem hann yfirheyrði gesti sína á meðan þeir voru tengdir við lygamæli. Bailey varð víðfrægur vegna O.J. Simpson morðmálsins, þar sem hann var einn verjenda Simpsons ásamt Johnnie Cochran, Robert Shapiro, Robert Kardashian og fleirum. Meðal eftirminnilegri augnablika í dómsmálinu var þegar Bailey yfirheyrði lögreglumanninn Mark Fuhrman og leiddi í ljós að Fuhrman hafi notað „n-orðið“ svokallaða. Margir telja að það hafi markað augnablikið sem kviðdómendur tóku þá afstöðu að sýkna Simpson af ákærunni. I lost a great one. F Lee Bailey you will be missed. pic.twitter.com/6s8JI3OQVB— O.J. Simpson (@TheRealOJ32) June 3, 2021 Í seinni tíð gekk allt á afturfótunum hjá Bailey en árið 2001 missti hann lögmannsréttindi sín eftir að í ljós kom að hann hafði millifært peninga af reikningum skjólstæðings síns yfir á sína eigin. Árið 2009 tók hann svo lögmannsprófið í Maine og stóðst það en hlaut ekki réttindi til að starfa sem lögmaður. Ástæða þess var að yfirstjórn lögmanna í Maine taldi hann ekki nógu heiðarlegan til þess að starfa sem lögmaður. Baiey lætur eftir sig þrjú börn og fjórar fyrrverandi eiginkonur.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira