„Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 12:30 Styrmir Snær Þrastarson er ekki búinn að halda upp á tvítugsafmælið sitt en var með 20 stig og 11 fráköst á erfiðum útivelli í gær. S2 Sport Styrmir Snær Þrastarson mætti á háborðið til þeirra Kjartan Atla Kjartanssonar, Teits Örlygssonar og Benedikts Guðmundssonar eftir sigur Þórs í öðrum leik undanúrslitaeinvígisins á móti Stjörnunni. Styrmir Snær var frábær í leiknum, skoraði 20 stig, var með 11 fráköst og tók af skarið á mikilvægum tímapunktum. Hann skoraði meðal annars fimm fyrstu stig Þórs í leiknum eftir að ekkert gekk að skora í byrjun og setti síðan niður risastór víti á lokasekúndunum. „Ég var að segja við hann Styrmi þegar við vorum í auglýsingahléinu að þegar lið eru með bakið upp við vegg þá mæta A-landsliðsmenn og eru stiga- og frákastahæstir í sínum liðum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum sínum til Teits Örlygssonar. S2 Sport „Þetta er allt nýtt fyrir Styrmi því þetta er fyrsta úrslitakeppnin hans. Hann var frábær,“ sagði Teitur en hvernig var dagurinn hjá þessum unga leikmanni. „Ég vaknaði og fór í vinnuna. Ég kom heim í hádeginu og lagði mig. Svo fór ég að gera teygjuæfingar og alls konar æfingar til að hita mig upp. Svo borða ég klukkutíma fyrir leik og fer svo upp í hús til að spila körfubolta með strákunum,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson um það hvernig leikdagurinn er hjá honum. „Okkur finnst við vera með betra lið. Það er kannski meiri pressa á okkur heldur en þeim. Við elskum að fá pressu á bakið af því að við spilum best undir pressu,“ sagði Styrmir Snær. Hann fékk oft tíma og pláss til að skjóta á körfuna í gær og nýtt það með því að setja niður þrjú þriggja stiga skot. „Ég er búinn að vera æfa skotin eftir Keflavíkurleikinn í seinni umferðinni. Þeir voru fyrstir til að gefa mér skotið. Þetta er eitthvað sem ég þarf að þróa í mínum leik. Það gengur svona ágætlega,“ sagði Styrmir Snær. Styrmir Snær var líka spurður út í það þegar Ísak Ernir Kristinsson gaf honum tæknivillur í seinni hálfleik. Flestir voru á því að Styrmir hafi þá átt að fá villu en dómararnir dæmdu ekkert. Styrmir sló í gólfið og fékk tæknivillu. „Mér fannst ég eiga skilið villuna. Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona,“ sagði Styrmir Snær en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Styrmir settist á háborðið eftir leik Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Styrmir Snær var frábær í leiknum, skoraði 20 stig, var með 11 fráköst og tók af skarið á mikilvægum tímapunktum. Hann skoraði meðal annars fimm fyrstu stig Þórs í leiknum eftir að ekkert gekk að skora í byrjun og setti síðan niður risastór víti á lokasekúndunum. „Ég var að segja við hann Styrmi þegar við vorum í auglýsingahléinu að þegar lið eru með bakið upp við vegg þá mæta A-landsliðsmenn og eru stiga- og frákastahæstir í sínum liðum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum sínum til Teits Örlygssonar. S2 Sport „Þetta er allt nýtt fyrir Styrmi því þetta er fyrsta úrslitakeppnin hans. Hann var frábær,“ sagði Teitur en hvernig var dagurinn hjá þessum unga leikmanni. „Ég vaknaði og fór í vinnuna. Ég kom heim í hádeginu og lagði mig. Svo fór ég að gera teygjuæfingar og alls konar æfingar til að hita mig upp. Svo borða ég klukkutíma fyrir leik og fer svo upp í hús til að spila körfubolta með strákunum,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson um það hvernig leikdagurinn er hjá honum. „Okkur finnst við vera með betra lið. Það er kannski meiri pressa á okkur heldur en þeim. Við elskum að fá pressu á bakið af því að við spilum best undir pressu,“ sagði Styrmir Snær. Hann fékk oft tíma og pláss til að skjóta á körfuna í gær og nýtt það með því að setja niður þrjú þriggja stiga skot. „Ég er búinn að vera æfa skotin eftir Keflavíkurleikinn í seinni umferðinni. Þeir voru fyrstir til að gefa mér skotið. Þetta er eitthvað sem ég þarf að þróa í mínum leik. Það gengur svona ágætlega,“ sagði Styrmir Snær. Styrmir Snær var líka spurður út í það þegar Ísak Ernir Kristinsson gaf honum tæknivillur í seinni hálfleik. Flestir voru á því að Styrmir hafi þá átt að fá villu en dómararnir dæmdu ekkert. Styrmir sló í gólfið og fékk tæknivillu. „Mér fannst ég eiga skilið villuna. Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona,“ sagði Styrmir Snær en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Styrmir settist á háborðið eftir leik
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti