„Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. júní 2021 09:01 Anna Hildur Hildibrandsdóttir hefur unnið í tónlistarbransanum í meira en tvo áratugi. Snæbjörn talar við fólk Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. Hún tók þátt í að koma ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, á legg sem opnaði fyrir gífurlega verðmætasköpun í íslenskum tónlistariðnaði, hún var lengi fréttaritari í London og nú nýlega var frumsýnd hennar fyrsta heimildarmynd „A Song Called Hate“ sem fjallar um ferð hljómsveitarinnar Hatara í Eurovision í Ísrael árið 2019. Nú í vetur flutti hún heim til Íslands eftir langa búveru í Bretlandi og hóf kennslu við Háskólann á Bifröst, stofnaði listþróunarfyrirtækið Glimrandi ásamt eiginmanni sínum og er í stjórn sumarnámskeiðsins Tungumálatöfra, en þar fá fjöltyngd börn og unglingar tækifæri til að rækta íslenskuna sína í gegnum listsköpun á Ísafirði. Anna Hildur er hvergi nærri hætt og nýtur þess að takast á við nýjar áskoranir, en nú þegar hún nálgast sextugsaldurinn er hún loksins búin að læra að segja nei. Anna Hildur var gestur í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Anna Hildur Hildibrandsdóttir Tregir við að samþykkja Anna Hildur ræddi þar meðal annars um heimildarmyndina um gjörning Hatara að fara í Eurovision. Anna Hildur hafði unnið Trúnó stuttmyndirnar fyrir IcelandAir þegar henni datt í hug að búa til heimildarmyndina um Hatara. „Ég varð alveg jafn hissa og allir. Bara hvað eru þeir að pæla að fara í Eurovision í þversögn við allt sem þeir höfðu verið að gera?“ Hópurinn var örlítið tregur við að hleypa ókunnugu teymi svona nærri sér, en á endanum fannst lending þegar Baldvin Vernharðsson sem áður hafði unnið náið með hljómsveitinni tók að sér að vinna með Önnu Hildi. „Þeir voru bara vanir að leikstýra öllu sínu efni sjálfir. Þeir voru því smá tíma að íhuga að hleypa einhverjum öðrum að sér.“ Hatari á sviði í Tel Aviv.EBU/Thomas Hanses Hugrökk ákvörðun Vinnan við „A Song Called Hate“, heimildarmyndina um Hatara, hófst áður en lagið þeirra „Hatrið mun sigra“ vann söngvakeppnina hér heima. Anna Hildur og Baldvin voru við tökur á lokakvöldi söngvakeppninnar á Íslandi án þess að vita hvort lagið myndi vinna og eitthvað yrði úr heimildarmyndinni. Anna Hildur þakkar einhverju innsæi fyrir að hafa fylgt sannfæringu sinni og láta vaða. „Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann, að það væri eitthvað merkilegt að fara að gerast í kringum þá. Þetta var svo hugrökk ákvörðun hjá þeim. Að fara gegn öllum, að skapa þessa umræðu og skapa þennan conflict við félaga sína og vini sína. Verandi sammála sniðgöngu en velja svo að taka þátt.“ Daginn eftir að Hatari sigraði í söngvakeppninni var tekinn fundur þar sem rætt var hvort hljómsveitin ætlaði að taka þátt í lokakeppninni í Ísrael, en Anna Hildur segir að ekki hafi allir verið sammála um hvort þau ættu að gera það. Að lokum var ákveðin tekin að fara í keppnina og daginn eftir það, tveimur dögum eftir sigur, töluðu þau í fyrsta skipti við Bashar Murad, palestínskan tónlistarmann sem Hatari hóf samstarf við. Hatari stillir sér upp.Getty/Michael Campanella Fékk Covid á frumsýningunni Ferlið var flókið og erfitt og þegar nálgaðist fyrstu dagsetningu þar sem deila átti bút af myndinni var Anna Hildur full efasemda um að hún væri nógu góð til að koma þessari heimildarmynd vel frá sér. „Við sátum í stúdíóinu í þrjá mánuði ég og klipparinn, frá klukkan níu til sjö á virkum dögum og oft á laugardögum líka. Við náðum þessu og svo þegar við renndum í gegn 10. janúar í fyrra þá fann ég, þetta er að verða mynd. Það var góð tilfinning.“ Frumsýna átti heimildarmyndina á Copenhagen Docs kvikmyndahátíðinni seint í mars árið 2020, en sú frumsýning var blásin af þegar heimsfaraldur COVID-19 skellti heiminum í lás. Að lokum var hún frumsýnd á hátíð í Varsjá, en þar nældi Anna Hildur sér sjálf í COVID. Hatari sýnir Palestínufánann í Eurovision. Breskur raunveruleiki ólíkur þeim íslenska Anna og maðurinn hennar Gísli kynntust þegar hún var 18 ára, og segir Anna að það hafi tekið þau um tíu ár að ákveða að vera raunverulegt par. Anna og Gísli fluttu til London með tvö lítil börn þar sem Gísli fór að læra grafíska hönnun. Flutningunum fylgdi mikið meira menningarsjokk en Anna hafði gert sér grein fyrir, en breskur raunveruleiki var ólíkur þeim íslenska. Fyrst um sinn dreymdi Önnu um að vera heimavinnandi húsmóðir í Bretlandi, en hún gafst upp á því eftir rúmlega þrjá mánuði. Fljótlega varð hún fréttaritari Bylgjunnar og Stöðvar 2 í London, nánast fyrir algjöra rælni. Eftir vangaveltur keyptu þau Gísli sér hús í London, Gísli fór að vinna við grafíska hönnun og Anna Hildur hélt áfram að starfa sem fréttaritari. Þó fór hún yfir til RÚV. Síðar stofnaði hún leikfélag ásamt Ágústu Skúladóttur og fleirum, sem sýndi leikþætti byggða á íslenskum sagnaarfi fyrir enska áhorfendur. Nokkru síðar sagði hún sig frá því samstarfi, og tók þá að sér að vinna með hljómsveitinni Bellatrix. Erfiðleikar að viðhalda íslenskunni Anna Hildur setti sig í samband við útflutningsráð og kom af stað þeirri umræðu að Ísland gæti flutt út eitthvað annað en fisk. Í kjölfarið af því sækir hún um og verður fyrsti framkvæmdastjóri ÚTÓN – Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Eftir fimm ár flutti Anna sig um set og varð framkvæmdastjóri Nordic Music Expo. Í dag er Anna Hildur að vinna við Háskólann á Bifröst sem fagstjóri skapandi greina. Í dag eru Anna Hildur og Gísli flutt heim, en eru þó alltaf tengd út til Bretlands. Þau hafa stofnað fyrirtækið Glimrandi sem er listþróunarfyrirtæki. Frá árinu 2017 hefur Anna Hildur ásamt öðrum rekið námskeiðið Tungumálatöfrar vestur á Ísafirði. Það námskeið er hugsað sem leið fyrir tvítyngd börn að viðhalda íslenskunni sinni í jákvæðu og skemmtilegu starfi. Námskeiðið er haldið á sumrin og er næst í ágúst 2021, og fékk verkefnið nú á dögunum veglegan styrk frá Barnamenningarsjóði. Kveikjan að því var að Anna Hildur og fjölskylda áttu erfitt með að viðhalda íslensku barnabarnanna, en þau eru bæði Íslendingar og Bretar og því tvítyngd. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira
Hún tók þátt í að koma ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, á legg sem opnaði fyrir gífurlega verðmætasköpun í íslenskum tónlistariðnaði, hún var lengi fréttaritari í London og nú nýlega var frumsýnd hennar fyrsta heimildarmynd „A Song Called Hate“ sem fjallar um ferð hljómsveitarinnar Hatara í Eurovision í Ísrael árið 2019. Nú í vetur flutti hún heim til Íslands eftir langa búveru í Bretlandi og hóf kennslu við Háskólann á Bifröst, stofnaði listþróunarfyrirtækið Glimrandi ásamt eiginmanni sínum og er í stjórn sumarnámskeiðsins Tungumálatöfra, en þar fá fjöltyngd börn og unglingar tækifæri til að rækta íslenskuna sína í gegnum listsköpun á Ísafirði. Anna Hildur er hvergi nærri hætt og nýtur þess að takast á við nýjar áskoranir, en nú þegar hún nálgast sextugsaldurinn er hún loksins búin að læra að segja nei. Anna Hildur var gestur í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Anna Hildur Hildibrandsdóttir Tregir við að samþykkja Anna Hildur ræddi þar meðal annars um heimildarmyndina um gjörning Hatara að fara í Eurovision. Anna Hildur hafði unnið Trúnó stuttmyndirnar fyrir IcelandAir þegar henni datt í hug að búa til heimildarmyndina um Hatara. „Ég varð alveg jafn hissa og allir. Bara hvað eru þeir að pæla að fara í Eurovision í þversögn við allt sem þeir höfðu verið að gera?“ Hópurinn var örlítið tregur við að hleypa ókunnugu teymi svona nærri sér, en á endanum fannst lending þegar Baldvin Vernharðsson sem áður hafði unnið náið með hljómsveitinni tók að sér að vinna með Önnu Hildi. „Þeir voru bara vanir að leikstýra öllu sínu efni sjálfir. Þeir voru því smá tíma að íhuga að hleypa einhverjum öðrum að sér.“ Hatari á sviði í Tel Aviv.EBU/Thomas Hanses Hugrökk ákvörðun Vinnan við „A Song Called Hate“, heimildarmyndina um Hatara, hófst áður en lagið þeirra „Hatrið mun sigra“ vann söngvakeppnina hér heima. Anna Hildur og Baldvin voru við tökur á lokakvöldi söngvakeppninnar á Íslandi án þess að vita hvort lagið myndi vinna og eitthvað yrði úr heimildarmyndinni. Anna Hildur þakkar einhverju innsæi fyrir að hafa fylgt sannfæringu sinni og láta vaða. „Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann, að það væri eitthvað merkilegt að fara að gerast í kringum þá. Þetta var svo hugrökk ákvörðun hjá þeim. Að fara gegn öllum, að skapa þessa umræðu og skapa þennan conflict við félaga sína og vini sína. Verandi sammála sniðgöngu en velja svo að taka þátt.“ Daginn eftir að Hatari sigraði í söngvakeppninni var tekinn fundur þar sem rætt var hvort hljómsveitin ætlaði að taka þátt í lokakeppninni í Ísrael, en Anna Hildur segir að ekki hafi allir verið sammála um hvort þau ættu að gera það. Að lokum var ákveðin tekin að fara í keppnina og daginn eftir það, tveimur dögum eftir sigur, töluðu þau í fyrsta skipti við Bashar Murad, palestínskan tónlistarmann sem Hatari hóf samstarf við. Hatari stillir sér upp.Getty/Michael Campanella Fékk Covid á frumsýningunni Ferlið var flókið og erfitt og þegar nálgaðist fyrstu dagsetningu þar sem deila átti bút af myndinni var Anna Hildur full efasemda um að hún væri nógu góð til að koma þessari heimildarmynd vel frá sér. „Við sátum í stúdíóinu í þrjá mánuði ég og klipparinn, frá klukkan níu til sjö á virkum dögum og oft á laugardögum líka. Við náðum þessu og svo þegar við renndum í gegn 10. janúar í fyrra þá fann ég, þetta er að verða mynd. Það var góð tilfinning.“ Frumsýna átti heimildarmyndina á Copenhagen Docs kvikmyndahátíðinni seint í mars árið 2020, en sú frumsýning var blásin af þegar heimsfaraldur COVID-19 skellti heiminum í lás. Að lokum var hún frumsýnd á hátíð í Varsjá, en þar nældi Anna Hildur sér sjálf í COVID. Hatari sýnir Palestínufánann í Eurovision. Breskur raunveruleiki ólíkur þeim íslenska Anna og maðurinn hennar Gísli kynntust þegar hún var 18 ára, og segir Anna að það hafi tekið þau um tíu ár að ákveða að vera raunverulegt par. Anna og Gísli fluttu til London með tvö lítil börn þar sem Gísli fór að læra grafíska hönnun. Flutningunum fylgdi mikið meira menningarsjokk en Anna hafði gert sér grein fyrir, en breskur raunveruleiki var ólíkur þeim íslenska. Fyrst um sinn dreymdi Önnu um að vera heimavinnandi húsmóðir í Bretlandi, en hún gafst upp á því eftir rúmlega þrjá mánuði. Fljótlega varð hún fréttaritari Bylgjunnar og Stöðvar 2 í London, nánast fyrir algjöra rælni. Eftir vangaveltur keyptu þau Gísli sér hús í London, Gísli fór að vinna við grafíska hönnun og Anna Hildur hélt áfram að starfa sem fréttaritari. Þó fór hún yfir til RÚV. Síðar stofnaði hún leikfélag ásamt Ágústu Skúladóttur og fleirum, sem sýndi leikþætti byggða á íslenskum sagnaarfi fyrir enska áhorfendur. Nokkru síðar sagði hún sig frá því samstarfi, og tók þá að sér að vinna með hljómsveitinni Bellatrix. Erfiðleikar að viðhalda íslenskunni Anna Hildur setti sig í samband við útflutningsráð og kom af stað þeirri umræðu að Ísland gæti flutt út eitthvað annað en fisk. Í kjölfarið af því sækir hún um og verður fyrsti framkvæmdastjóri ÚTÓN – Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Eftir fimm ár flutti Anna sig um set og varð framkvæmdastjóri Nordic Music Expo. Í dag er Anna Hildur að vinna við Háskólann á Bifröst sem fagstjóri skapandi greina. Í dag eru Anna Hildur og Gísli flutt heim, en eru þó alltaf tengd út til Bretlands. Þau hafa stofnað fyrirtækið Glimrandi sem er listþróunarfyrirtæki. Frá árinu 2017 hefur Anna Hildur ásamt öðrum rekið námskeiðið Tungumálatöfrar vestur á Ísafirði. Það námskeið er hugsað sem leið fyrir tvítyngd börn að viðhalda íslenskunni sinni í jákvæðu og skemmtilegu starfi. Námskeiðið er haldið á sumrin og er næst í ágúst 2021, og fékk verkefnið nú á dögunum veglegan styrk frá Barnamenningarsjóði. Kveikjan að því var að Anna Hildur og fjölskylda áttu erfitt með að viðhalda íslensku barnabarnanna, en þau eru bæði Íslendingar og Bretar og því tvítyngd. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira