Sport

Dag­skráin í dag: Pepsi Max deild kvenna, NBA, spænski körfu­boltinn og golf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir frábæru leikmenn verða í beinni á Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.00 í kvöld.
Þessir tveir frábæru leikmenn verða í beinni á Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.00 í kvöld. Maddie Malhotra/Getty Images

Það er töluvert af beinum útsendingum í boði á Stöð 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Barca tekur á móti Badalona í spænska körfuboltanum klukkan 16.20.

Klukkan 18.35 er komið að vináttulandsleik Svíþjóðar og Armeníu.

Stöð 2 Sport 3

Stórleikur Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks er á dagskrá klukkan 19.00 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 16.30 er Memorial-mótið í golfi á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Golf

Klukkan 12.00 hefst Opna Porche Evrópumótið í golfi en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Opna bandaríska meistaramótið, kvenna, er svo á dagskrá klukkan 18.00.

Stöð2.is

Klukkan 13.50 hefst útsending frá tveimur leikjum í Pepsi Max deild kvenna. Nágrannarnir ÍBV og Selfoss mætast í Vestmannaeyjum. Þá taka Íslandsmeistara Breiðabliks á móti nýliðum Keflavíkur.

Klukkan 15.50 eru einnig tveir leikir á dagskrá. Þór/KA tekur á móti Þrótti Reykjavík og Tindastóll tekur á móti Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×