Bæði liðin eru í harði baráttu í efri helmingi deildarinnar en með sigrinum náði Sassuolu að slíta sig aðeins frá liðunum fyrir neðan með 18 stig í 3. sæti, en Brescia er í 5. sæti með 13. Því skal þó haldið til haga að aðeins eru níu umferðir að baki í deildinni.
Birkir byrjaði leikinn í dag á bekknum en kom inn á á 79. mínútu í stöðunni 1-3. Strax í kjölfarið kom fjórða mark Sassoulu sem gerði í raun út um leikinn en Birkir skoraði sitt fyrsta mark í vetur skömmu síðar.
Lokatölur 2-5 í Brescia í dag.