Geislarnir sem valda ótímabærri öldrun hafa skaðleg áhrif á húðina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. júní 2021 08:31 Það skiptir miklu máli að muna að engin sólarvörn veitir hundrað prósent vörn. Getty/Tom Merton Það er mælt með því að nota sólarvörn allan ársins hring en það er sérstaklega mikilvægr yfir sumartímann. Við fengum Heiði Ósk og Ingunni Sig hjá HI beauty til þess að taka saman nokkur góð röð um sólarvarnir. Margir eru byrjaðir að tala um sólarvörn sem húðvörn, þar sem það er mælt með notkun hennar líka þá daga sem sólin er falin á bak við skýin. Af hverju notum við sólarvörn? „Við notum sólarvörn til að vernda húðina frá skaðlegum geislum sólarinnar. Þeir geislar sem komast til jarðarinnar og við þurfum að verja húðina frá eru UVA og UVB geislar. UVB geislarnir eru þeir sem brenna húðina og geta valdið frumubreytingum í húðinni og myndað húðkrabbamein. UVB geislarnir komast ekki í gegnum rúður. UVA geislarnir eru þeir geislar sem komast í gegnum gler og rúður og valda ósýnilegri skaða, af því að þeir brenna húðina ekki. Okkur var ekki kennt að verja húðina gegn þessum geislum en þeir valda ótímabærri öldrun og hafa einnig skaðleg áhrif á húðina.“ Það skiptir máli að vernda húðina fyrir geislum sólarinnar.Getty/Mykola Sosiukin Hvenær á ég að nota sólarvörn? „Mælt er með því að nota sólarvörn á andlitið daglega allan ársins hring. Athugið að klæðaburður skiptir hér máli og mikilvægt er einnig að vernda háls, bringu, handarbök og handleggi ef þeir eru ekki klæddir. Mælt er með því að nota sólarvörnina á eftir dagkreminu, áður en farði er settur á. Mikilvægt er að þrífa húðina vel á kvöldin eftir að sólarvarnarnotkun, þrátt fyrir að þið notið ekki farða, því hún getur haft stíflandi áhrif á húðina. Ef þú ert utandyra mestmegnis af deginum er mælt með því að setja á sig sólarvörn á tveggja til þriggja tíma fresti. Þetta er ekki jafn mikilvægt ef unnið er innandyra allan daginn.“ Heiður Ósk og Ingunn eru með hlaðvarpið HI beauty og voru einnig þáttastjórnendur Snyrtiborðið með HI beauty, sem sýndir voru hér á Vísi.Vísir/Vilhelm Hversu háa vörn þarf ég? „Margir velta því fyrir sér hvort að það sé nóg að nota farða eða dagkrem með SPF til að verja andlitið. SPF er mælieining á það hversu lengi þú getur verið í sólinni án þess að verða fyrir skaða af UV geislum. Þrátt fyrir að það sé SPF í förðunarvörum þá er alltaf mælt með því að setja á sig sólarvörn á undan farða, ef farðinn inniheldur SPF þá er litið á það sem plús.“ Taka skal fram að engin sólarvörn lokar á hundrað prósent af UVB geislum “SPF15 „blokkar“ 93 prósent af UVB geislum. SPF30 „blokkar“ 97 prósent af UVB geislum. SPF50 „blokkar“ 98 prósent af UVB geislum. Hvaða sólarvörn á ég að kaupa? „Þegar farið er út í kaup á sólarvörn er mælt með að finna sér vörn sem ver þig gegn UVA & UVB geislum.“ Það er til mikið af sólarvörnum og allir ættu að geta fundið vörn sem hentar. Það reynist mörgum erfitt að finna sér góða sólarvörn fyrir andlitið sem er góð undir farða. Hér eru nokkrar sem HI beauty hefur prófað og gefur góð meðmæli. Thank You Farmer Sun Project Water Sun Cream SPF50. Fæst á Cultbeauty.com. La Roche Posey Anthelios Shaka Fluid SPF50+ Fæst í snyrtivörudeild Hagkaupa. Supergoop Unseen Sunscreen SPF40. Fæst á Cultbeauty.com. Heilsa Förðun Tengdar fréttir Stærstu trend sumarsins að mati HI beauty Við fengum þær Ingunni Sig og Heiði Ósk í HI beauty til að taka saman það sem yrði mest áberandi í hári og förðun í sumar. 25. maí 2021 10:30 Ljómandi húð og fallegri förðun eftir andlitsrakstur Andlitsrakstur hjá konum hefur orðið vinsælli með árunum. Við fengum þær Heiði Ósk og Ingunni Sig hjá HI beauty til þess að taka saman nokkur góð ráð varðandi andlitsrakstur kvenna. 12. maí 2021 20:01 Heilaga þrenningin fyrir heilbrigða húð Þegar valin er húðrútína þarf að taka inn í jöfnuna hvernig húðin er og hvort það séu einhver vandamál til staðar. 9. maí 2021 09:01 Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Hver einasti áratugur á sitt eigið augabrúna trend. Svokallaðar sápuaugabrúnir eða Soap brows hafa komið inn eins og stormur síðastliðið árið. 12. apríl 2021 17:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Margir eru byrjaðir að tala um sólarvörn sem húðvörn, þar sem það er mælt með notkun hennar líka þá daga sem sólin er falin á bak við skýin. Af hverju notum við sólarvörn? „Við notum sólarvörn til að vernda húðina frá skaðlegum geislum sólarinnar. Þeir geislar sem komast til jarðarinnar og við þurfum að verja húðina frá eru UVA og UVB geislar. UVB geislarnir eru þeir sem brenna húðina og geta valdið frumubreytingum í húðinni og myndað húðkrabbamein. UVB geislarnir komast ekki í gegnum rúður. UVA geislarnir eru þeir geislar sem komast í gegnum gler og rúður og valda ósýnilegri skaða, af því að þeir brenna húðina ekki. Okkur var ekki kennt að verja húðina gegn þessum geislum en þeir valda ótímabærri öldrun og hafa einnig skaðleg áhrif á húðina.“ Það skiptir máli að vernda húðina fyrir geislum sólarinnar.Getty/Mykola Sosiukin Hvenær á ég að nota sólarvörn? „Mælt er með því að nota sólarvörn á andlitið daglega allan ársins hring. Athugið að klæðaburður skiptir hér máli og mikilvægt er einnig að vernda háls, bringu, handarbök og handleggi ef þeir eru ekki klæddir. Mælt er með því að nota sólarvörnina á eftir dagkreminu, áður en farði er settur á. Mikilvægt er að þrífa húðina vel á kvöldin eftir að sólarvarnarnotkun, þrátt fyrir að þið notið ekki farða, því hún getur haft stíflandi áhrif á húðina. Ef þú ert utandyra mestmegnis af deginum er mælt með því að setja á sig sólarvörn á tveggja til þriggja tíma fresti. Þetta er ekki jafn mikilvægt ef unnið er innandyra allan daginn.“ Heiður Ósk og Ingunn eru með hlaðvarpið HI beauty og voru einnig þáttastjórnendur Snyrtiborðið með HI beauty, sem sýndir voru hér á Vísi.Vísir/Vilhelm Hversu háa vörn þarf ég? „Margir velta því fyrir sér hvort að það sé nóg að nota farða eða dagkrem með SPF til að verja andlitið. SPF er mælieining á það hversu lengi þú getur verið í sólinni án þess að verða fyrir skaða af UV geislum. Þrátt fyrir að það sé SPF í förðunarvörum þá er alltaf mælt með því að setja á sig sólarvörn á undan farða, ef farðinn inniheldur SPF þá er litið á það sem plús.“ Taka skal fram að engin sólarvörn lokar á hundrað prósent af UVB geislum “SPF15 „blokkar“ 93 prósent af UVB geislum. SPF30 „blokkar“ 97 prósent af UVB geislum. SPF50 „blokkar“ 98 prósent af UVB geislum. Hvaða sólarvörn á ég að kaupa? „Þegar farið er út í kaup á sólarvörn er mælt með að finna sér vörn sem ver þig gegn UVA & UVB geislum.“ Það er til mikið af sólarvörnum og allir ættu að geta fundið vörn sem hentar. Það reynist mörgum erfitt að finna sér góða sólarvörn fyrir andlitið sem er góð undir farða. Hér eru nokkrar sem HI beauty hefur prófað og gefur góð meðmæli. Thank You Farmer Sun Project Water Sun Cream SPF50. Fæst á Cultbeauty.com. La Roche Posey Anthelios Shaka Fluid SPF50+ Fæst í snyrtivörudeild Hagkaupa. Supergoop Unseen Sunscreen SPF40. Fæst á Cultbeauty.com.
Heilsa Förðun Tengdar fréttir Stærstu trend sumarsins að mati HI beauty Við fengum þær Ingunni Sig og Heiði Ósk í HI beauty til að taka saman það sem yrði mest áberandi í hári og förðun í sumar. 25. maí 2021 10:30 Ljómandi húð og fallegri förðun eftir andlitsrakstur Andlitsrakstur hjá konum hefur orðið vinsælli með árunum. Við fengum þær Heiði Ósk og Ingunni Sig hjá HI beauty til þess að taka saman nokkur góð ráð varðandi andlitsrakstur kvenna. 12. maí 2021 20:01 Heilaga þrenningin fyrir heilbrigða húð Þegar valin er húðrútína þarf að taka inn í jöfnuna hvernig húðin er og hvort það séu einhver vandamál til staðar. 9. maí 2021 09:01 Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Hver einasti áratugur á sitt eigið augabrúna trend. Svokallaðar sápuaugabrúnir eða Soap brows hafa komið inn eins og stormur síðastliðið árið. 12. apríl 2021 17:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Stærstu trend sumarsins að mati HI beauty Við fengum þær Ingunni Sig og Heiði Ósk í HI beauty til að taka saman það sem yrði mest áberandi í hári og förðun í sumar. 25. maí 2021 10:30
Ljómandi húð og fallegri förðun eftir andlitsrakstur Andlitsrakstur hjá konum hefur orðið vinsælli með árunum. Við fengum þær Heiði Ósk og Ingunni Sig hjá HI beauty til þess að taka saman nokkur góð ráð varðandi andlitsrakstur kvenna. 12. maí 2021 20:01
Heilaga þrenningin fyrir heilbrigða húð Þegar valin er húðrútína þarf að taka inn í jöfnuna hvernig húðin er og hvort það séu einhver vandamál til staðar. 9. maí 2021 09:01
Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Hver einasti áratugur á sitt eigið augabrúna trend. Svokallaðar sápuaugabrúnir eða Soap brows hafa komið inn eins og stormur síðastliðið árið. 12. apríl 2021 17:30