Þau hjónin hafa verið saman í einangrun síðan. Árný á von á barni en líðan þeirra var góð og þar sem Daði Freyr fékk neikvætt úr skimun fyrir Covid-19 á sunnudag eru þau nú komin aftur út í samfélagið.
Þau hafa samt nýtt tímann vel og tóku meðal annars upp tónlistarmyndband.
„Það er svo gott að vers í ömmuhúsi. Hér er ró og næði, hvergi er betra að hlaða batteríin en akkúrat hér. Í þessu húsi á ég svo margar góðar minningar og er þakklát fyrir sterka og samheldna fjölskyldu,“ skrifaði Árný á meðan þau voru í einangruninni.