„Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. júní 2021 10:39 Sigríður Jónsdóttir, 35 ára starfsmaður á leikskóla, og Magnús Kjartan Eyjólfsson, 38 ára smiður og tónlistarmaður hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir í kerfinu. Ísland í dag Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. Saga þeirra hefur vakið töluverða athygli síðan þau opnuðu sig fyrst um missinn á Facebook og fóru þau yfir sína reynslu í þættinum Ísland í dag. Þann 23. apríl fékk Sigríður þær fréttir á Landspítalanum að ekki tækist að finna hjartslátt hjá dóttur þeirra í móðurkviði og var henni tilkynnt að dóttir þeirra væri látin en þarna var Sigríður gengin 21 viku á leið. Þetta var seinnipart föstudags og ekki var hægt að framkalla fæðinguna fyrr en á þriðjudagsmorgninum 27. Apríl, fjórum dögum seinna. Sökum manneklu á spítalanum yfir helgi var ekki hægt að koma henni fyrr að. Helgin og þessi bið var þeim mjög erfið. Ráðherrar höfðu samband Sigríður og Magnús hafa bæði rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir að málið komst í fjölmiðla. „Svandís hefur samband við okkur eiginlega strax og þessi Facebook og óskar eftir leyfi til að kanna þetta mál og kanna hvernig þetta fór fram.“ Þau segja að Ásmundur Einar hafi gert slíkt hið sama. „Félagslegi þátturinn er ekkert síður mikilvægur, það sem að gerist eftir á og að fylgja eftir í rauninni þessu áfalli.“ Þau segja samt að rúmum fjórum vikum seinna hafi enginn haft samband við þau frá Landspítalanum. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ljós handan ganganna Dóttir þeirra var nefnd Kolfinna Ögn og fengu þau að hafa hana hjá sér í átta klukkustundir eftir fæðinguna. Þau tóku myndir af dóttur sinni til að skapa minningu um hana. „Hún er náttúrulega einstaklingur og við viljum bara að hún sé viðurkennd sem slík,“ segir Sigríður. „Í okkar augum var þetta ekki fóstur, þetta var barn með tíu fingur og tíu tær, eyru, nef og munn og allt sem því fylgir, segir Magnús.“ Hann biðlar til heilbrigðisstarfsfólks að tala ekki um fóstur við foreldra í þessum aðstæðum. „Í okkar augum er þetta bara barn.“ Daginn eftir að Ísland í dag viðtalið var tekið var Kolfinna Ögn jörðuð. Þau segja að það hafi verið óraunverulegt að skipuleggja jarðarför fyrir svona lítið kríli. „Það er alltaf ljós handan ganganna og maður svolítið reynir að trúa því bara að lífið hefur vissan tilgang. Hún er búin að kenna okkur og mörgum öðrum miklu meira en mann hafði órað fyrir,“ segir Sigríður. Viðtalið við Sigríði og Magnús má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Saga þeirra hefur vakið töluverða athygli síðan þau opnuðu sig fyrst um missinn á Facebook og fóru þau yfir sína reynslu í þættinum Ísland í dag. Þann 23. apríl fékk Sigríður þær fréttir á Landspítalanum að ekki tækist að finna hjartslátt hjá dóttur þeirra í móðurkviði og var henni tilkynnt að dóttir þeirra væri látin en þarna var Sigríður gengin 21 viku á leið. Þetta var seinnipart föstudags og ekki var hægt að framkalla fæðinguna fyrr en á þriðjudagsmorgninum 27. Apríl, fjórum dögum seinna. Sökum manneklu á spítalanum yfir helgi var ekki hægt að koma henni fyrr að. Helgin og þessi bið var þeim mjög erfið. Ráðherrar höfðu samband Sigríður og Magnús hafa bæði rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir að málið komst í fjölmiðla. „Svandís hefur samband við okkur eiginlega strax og þessi Facebook og óskar eftir leyfi til að kanna þetta mál og kanna hvernig þetta fór fram.“ Þau segja að Ásmundur Einar hafi gert slíkt hið sama. „Félagslegi þátturinn er ekkert síður mikilvægur, það sem að gerist eftir á og að fylgja eftir í rauninni þessu áfalli.“ Þau segja samt að rúmum fjórum vikum seinna hafi enginn haft samband við þau frá Landspítalanum. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ljós handan ganganna Dóttir þeirra var nefnd Kolfinna Ögn og fengu þau að hafa hana hjá sér í átta klukkustundir eftir fæðinguna. Þau tóku myndir af dóttur sinni til að skapa minningu um hana. „Hún er náttúrulega einstaklingur og við viljum bara að hún sé viðurkennd sem slík,“ segir Sigríður. „Í okkar augum var þetta ekki fóstur, þetta var barn með tíu fingur og tíu tær, eyru, nef og munn og allt sem því fylgir, segir Magnús.“ Hann biðlar til heilbrigðisstarfsfólks að tala ekki um fóstur við foreldra í þessum aðstæðum. „Í okkar augum er þetta bara barn.“ Daginn eftir að Ísland í dag viðtalið var tekið var Kolfinna Ögn jörðuð. Þau segja að það hafi verið óraunverulegt að skipuleggja jarðarför fyrir svona lítið kríli. „Það er alltaf ljós handan ganganna og maður svolítið reynir að trúa því bara að lífið hefur vissan tilgang. Hún er búin að kenna okkur og mörgum öðrum miklu meira en mann hafði órað fyrir,“ segir Sigríður. Viðtalið við Sigríði og Magnús má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39
„Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00