Valsmenn þurfa að gera það í næstu leikjum sem þeim tókst ekki í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 13:31 Sigtryggur Daði Rúnarsson er með 11 mörk úr 16 skotum í þeim tveimur leikjum sem hann hefur spilað á móti Val í vetur. Vísir/Elín Björg ÍBV tekur á móti Val í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta en það lið sem hefur betur samanlagt út úr tveimur leikum spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn enduðu fjórum sætum ofar en Eyjamenn í deildarkeppninni en tókst samt ekki að landa einu einasta stigi í innbyrðis leikjum liðanna í deildinni. Það má í raun halda því fram að ÍBV sé með tak á Valsliðinu því auk tveggja sigra á Val í deildinni þá vann ÍBV einnig sigur á Val í Meistarakeppninni í haust. Þrír leikir og þrír Eyjasigrar. Eyjamenn eru þó bara sjö mörk í plús í þessum þremur leikjum. Valsmenn unnu Eyjamenn síðast 28. janúar 2020 þegar þeir sóttu tvö stig til Vestmannaeyja með því að vinna 26-25 sigur. Það er einn af þremur deildarsigrum Vals í Vestmannaeyjum frá því í febrúar 2018. Hákon Daði Styrmisson hefur verið markahæstur hjá ÍBV í öllum leikjunum þremur á þessu tímabili en hann skoraði 10 mörk í síðasta leik og alls 22 mörk úr 33 skotum í þessum þremur leikjum. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 11 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll níu skotin sín í þessum þremur leikjum. Gömlu Eyjamennirnir í Valsliðinu hafa ekki alveg verið upp á sitt besta í þessum leikjum ef þeir hafa yfir höfuð getað spilað vegna meiðsla. Róbert Aron Hostert var með 6 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Agnar Smári Jónsson skoraði aðeins 2 mörk úr 11 skotum í þeim tveimur leikjum sem hann var í búning. Báðir eru þeir þó þekktir fyrir að spila betur eftir því sem leikirnir stækka. Markahæsti Valsmaðurinn í öllum þremur leikjunum var Magnús Óli Magnússon sem skoraði 19 mörk úr aðeins 28 skotum í leikjunum. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur með honum í tveimur leikjanna og aðeins einu marki á eftir samanlagt með 18 mörk úr aðeins 23 skotum. Það gæti boðað gott fyrir liðið sem vinnur þetta undanúrslitaeinvígi. Sigurvegari síðustu einvíga liðanna hefur endað á því að vinna þann stóra. ÍBV og Valur hafa mæst tvisvar sinnum í úrslitakeppninni á síðustu tíu árum og báðir leikirnir fóru í oddaleik. ÍBV vann 3-2 sigur á Val í undanúrslitum 2014 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Valur vann 2-1 sigur á ÍBV í átta liða úrslitum 2017 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Leikur ÍBV og Vals í kvöld hefst klukkan 18.00 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og strax á eftir leikinn í Eyjum verður skipt yfir í Garðabæinn og sýnt beint frá fyrri leik Stjörnunnar og Hauka. Seinni bylgjan mun síðan gera upp kvöldið eftir leikinn í Mýrinni og það verður því handboltaveisla á Stöð 2 Sport í fimm klukkutíma eða frá 17.30 til 22.30. Innbyrðis leikir Vals og ÍBV 2020-21: 6. september í Meistarakeppni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 2 mörkum (26-24) 26. september í deildinni í Eyjum: ÍBV vann með 4 mörkum (28-24) 17. mars í deildinni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 1 marki (29-28) -- Markahæstu menn í þremur innbyrðis leikjum Vals og ÍBV í vetur: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 22/11 Magnús Óli Magnússon, Val 19 Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/6 Dagur Arnarsson, ÍBV 12 Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV 11 (2 leikir) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 9/2 Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Valsmenn enduðu fjórum sætum ofar en Eyjamenn í deildarkeppninni en tókst samt ekki að landa einu einasta stigi í innbyrðis leikjum liðanna í deildinni. Það má í raun halda því fram að ÍBV sé með tak á Valsliðinu því auk tveggja sigra á Val í deildinni þá vann ÍBV einnig sigur á Val í Meistarakeppninni í haust. Þrír leikir og þrír Eyjasigrar. Eyjamenn eru þó bara sjö mörk í plús í þessum þremur leikjum. Valsmenn unnu Eyjamenn síðast 28. janúar 2020 þegar þeir sóttu tvö stig til Vestmannaeyja með því að vinna 26-25 sigur. Það er einn af þremur deildarsigrum Vals í Vestmannaeyjum frá því í febrúar 2018. Hákon Daði Styrmisson hefur verið markahæstur hjá ÍBV í öllum leikjunum þremur á þessu tímabili en hann skoraði 10 mörk í síðasta leik og alls 22 mörk úr 33 skotum í þessum þremur leikjum. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 11 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll níu skotin sín í þessum þremur leikjum. Gömlu Eyjamennirnir í Valsliðinu hafa ekki alveg verið upp á sitt besta í þessum leikjum ef þeir hafa yfir höfuð getað spilað vegna meiðsla. Róbert Aron Hostert var með 6 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Agnar Smári Jónsson skoraði aðeins 2 mörk úr 11 skotum í þeim tveimur leikjum sem hann var í búning. Báðir eru þeir þó þekktir fyrir að spila betur eftir því sem leikirnir stækka. Markahæsti Valsmaðurinn í öllum þremur leikjunum var Magnús Óli Magnússon sem skoraði 19 mörk úr aðeins 28 skotum í leikjunum. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur með honum í tveimur leikjanna og aðeins einu marki á eftir samanlagt með 18 mörk úr aðeins 23 skotum. Það gæti boðað gott fyrir liðið sem vinnur þetta undanúrslitaeinvígi. Sigurvegari síðustu einvíga liðanna hefur endað á því að vinna þann stóra. ÍBV og Valur hafa mæst tvisvar sinnum í úrslitakeppninni á síðustu tíu árum og báðir leikirnir fóru í oddaleik. ÍBV vann 3-2 sigur á Val í undanúrslitum 2014 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Valur vann 2-1 sigur á ÍBV í átta liða úrslitum 2017 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Leikur ÍBV og Vals í kvöld hefst klukkan 18.00 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og strax á eftir leikinn í Eyjum verður skipt yfir í Garðabæinn og sýnt beint frá fyrri leik Stjörnunnar og Hauka. Seinni bylgjan mun síðan gera upp kvöldið eftir leikinn í Mýrinni og það verður því handboltaveisla á Stöð 2 Sport í fimm klukkutíma eða frá 17.30 til 22.30. Innbyrðis leikir Vals og ÍBV 2020-21: 6. september í Meistarakeppni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 2 mörkum (26-24) 26. september í deildinni í Eyjum: ÍBV vann með 4 mörkum (28-24) 17. mars í deildinni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 1 marki (29-28) -- Markahæstu menn í þremur innbyrðis leikjum Vals og ÍBV í vetur: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 22/11 Magnús Óli Magnússon, Val 19 Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/6 Dagur Arnarsson, ÍBV 12 Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV 11 (2 leikir) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 9/2
Innbyrðis leikir Vals og ÍBV 2020-21: 6. september í Meistarakeppni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 2 mörkum (26-24) 26. september í deildinni í Eyjum: ÍBV vann með 4 mörkum (28-24) 17. mars í deildinni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 1 marki (29-28) -- Markahæstu menn í þremur innbyrðis leikjum Vals og ÍBV í vetur: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 22/11 Magnús Óli Magnússon, Val 19 Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/6 Dagur Arnarsson, ÍBV 12 Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV 11 (2 leikir) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 9/2
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira