Viðskipti innlent

Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Vivaldi 4.0 er ný uppfærsla af íslensk norska vafranum Vivaldi.
Vivaldi 4.0 er ný uppfærsla af íslensk norska vafranum Vivaldi. Vísir/Aðsent

Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa.

Sem dæmi má nefna tölvupóstkerfi, innbyggt dagatal og þýðingarþjónustu en allt eru þetta þjónustur sem almennt nýtast gagnaheildsölum og tæknirisum við upplýsingaöflun um notendur sína.

Hjá Vivaldi er friðhelgi notenda hins vegar tryggð.

„Ört stækkandi hópur fólks um víða veröld leitar að áreiðanlegum, nothæfum valkostum við tólin sem tæknirisarnir bjóða upp á. Vivaldi kemur á móts við þessar þarfir og rúmlega það með ört fjölgandi innbyggðum eiginleikum sem gerir notendum kleift að sérsníða vafrann að sínum þörfum og hafa fulla stjórn á sínum eigin gögnum og vinnuflæði á netinu. 

Í stuttu máli sagt þá er sú tíð liðin að notendur treysti tæknirisunum fyrir gögnunum sínum,“

er haft eftir Jóni von Tetzchner, forstjóraVivaldi í tilkynningu.

Þá kemur fram að ástæða þess að Vivaldi getur tryggt notendum friðhelgi gagna felst í því að hýsing vafrans er að öllu leyti hjá Vivaldi. 

Þetta þýðir að til dæmis Google og Microsoft geta ekki nýtt sér upplýsingar notenda.

Nánar má lesa um uppfærslu Vivaldi vafrans hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×