Blása á orðróma um að nafngiftin hafi verið í óþökk drottningar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2021 23:30 Dóttir Harry og Meghan er skírð í höfuðið á langömmu sinni. getty/Anwar Hussein Talsmaður hjónanna Harry og Meghan þvertekur fyrir að þau hafi skírt nýfædda dóttur sína Lilibet, eða Lísbetu, í höfuðið á Elísabetu Bretlandsdrottningu án nokkurs samráðs við hana. Drottningin var kölluð Lilibet þegar hún var lítil stúlka. Fréttamaður braska ríkisútvarpsins, Jonny Dymond, sem sérhæfir sig í málefnum konungsfjölskyldunnar, greindi frá því að drottningin hefði ekki verið með í ráðum við ákvörðun hjónanna. Hann hafði þetta eftir „góðum heimildarmanni innan hallarinnar“ og sagði hann hafa verið fastan á þessu atriði. Þegar hjónin greindu frá nafninu litu flestir á það sem skref í átt að jákvæðari samskiptum milli hjónanna og konungsfjölskyldunnar en það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að þau hafa verið heldur stirð síðustu tvö ár. Svo virðist hins vegar sem þessi viðleitni hjónanna, og samkvæmt þeim drottningunni sjálfri, hafi farið öfugt ofan í einhverja innan konungsfjölskyldunnar ef marka má fréttir BBC. Talsmaður Harry og Meghan heldur því staðfastlega fram að drottningin hafi verið spurð álits á nafninu áður en það var ákveðið. „Hertoginn ræddi við fjölskyldu sína áður en nafnið var tilkynnt. Raunar var amma hans [drottningin] sú fyrsta í fjölskyldunni sem hann hringdi í.“ Hann hefði aldrei ákveðið að gefa dóttur sinni nafnið ef drottningunni hefði ekki líkað hugmyndin. Lögfræðingar hjónanna hafa sent út yfirlýsingu á breska miðla þar sem frétt BBC er sögð röng og ærumeiðandi. Lísbet Díana Mountbatten-Windsor er ellefta barnabarnabarn drottningarinnar og er sú áttunda í röðinni um að erfa krúnuna. Hún er skírð Lísbet í höfuðið á drottningunni langömmu sinni og Díana í höfuðið á móður sinni, Díönu prinsessu. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Fréttamaður braska ríkisútvarpsins, Jonny Dymond, sem sérhæfir sig í málefnum konungsfjölskyldunnar, greindi frá því að drottningin hefði ekki verið með í ráðum við ákvörðun hjónanna. Hann hafði þetta eftir „góðum heimildarmanni innan hallarinnar“ og sagði hann hafa verið fastan á þessu atriði. Þegar hjónin greindu frá nafninu litu flestir á það sem skref í átt að jákvæðari samskiptum milli hjónanna og konungsfjölskyldunnar en það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að þau hafa verið heldur stirð síðustu tvö ár. Svo virðist hins vegar sem þessi viðleitni hjónanna, og samkvæmt þeim drottningunni sjálfri, hafi farið öfugt ofan í einhverja innan konungsfjölskyldunnar ef marka má fréttir BBC. Talsmaður Harry og Meghan heldur því staðfastlega fram að drottningin hafi verið spurð álits á nafninu áður en það var ákveðið. „Hertoginn ræddi við fjölskyldu sína áður en nafnið var tilkynnt. Raunar var amma hans [drottningin] sú fyrsta í fjölskyldunni sem hann hringdi í.“ Hann hefði aldrei ákveðið að gefa dóttur sinni nafnið ef drottningunni hefði ekki líkað hugmyndin. Lögfræðingar hjónanna hafa sent út yfirlýsingu á breska miðla þar sem frétt BBC er sögð röng og ærumeiðandi. Lísbet Díana Mountbatten-Windsor er ellefta barnabarnabarn drottningarinnar og er sú áttunda í röðinni um að erfa krúnuna. Hún er skírð Lísbet í höfuðið á drottningunni langömmu sinni og Díana í höfuðið á móður sinni, Díönu prinsessu.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira