Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 10:23 Atriði Hatara var umtalað um allan heim. Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, hefur lengi verið viðloðin tónlistarbransann en hefur undanfarin ár snúið sér að kvikmyndagerð. Anna Hildur fylgdi Hatara-hópnum til Tel Aviv þegar þeir kepptu í Eurovision árið 2019. Úr varð heimildarmyndin A Song called Hate, ásamt heimildarþættinum Hatari - fólkið á bak við búningana. A Song called Hate „segir sögu þessa ferðalags og fylgst er með hvernig hópurinn braust í gegnum Eurovision maskínuna með gjörningum og hvernig gjörningurinn breytti þeim sjálfum.“ Myndin bar sigur úr býtum í flokknum besta norræna heimildarmyndin á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix. Anna Hildur tileinkaði verðlaunin palestínsku þjóðinni þegar hún tók við þeim síðastliðinn mánudag. „Ég er þakklát fyrir viðurkenninguna sem viðfangsefni myndarinnar fær. Þetta var ögrandi verkefni sem hafði mikil áhrif á mig persónulega. En á sama tíma fyllist maður von þegar maður fylgist með ungum listamönnum glíma við og takast að koma mikilvægri umræðu á framfæri með listgjörningi. Það er dýrmætt,“ segir Anna Hildur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir tileinkaði palestínsku þjóðinni verðlaunin. Það má segja að myndin hafi farið sigurför um heiminn, en hún hefur verið sýnd á fjórtán hátíðum um allan heim og verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur. Í umsögn dómnefndar um myndina segir meðal annars: „Þetta er kvikmynd sem fær áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifaríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.” Sjö aðrar myndir voru tilnefndar í flokknum, þar á meðal myndin Flukt sem var valin besta myndin á Gautaborgarhátíðinni. Oslo Grand Pix er nýleg kvikmyndahátíð og var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi. Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Anna Hildur Hildibrandsdóttir, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, hefur lengi verið viðloðin tónlistarbransann en hefur undanfarin ár snúið sér að kvikmyndagerð. Anna Hildur fylgdi Hatara-hópnum til Tel Aviv þegar þeir kepptu í Eurovision árið 2019. Úr varð heimildarmyndin A Song called Hate, ásamt heimildarþættinum Hatari - fólkið á bak við búningana. A Song called Hate „segir sögu þessa ferðalags og fylgst er með hvernig hópurinn braust í gegnum Eurovision maskínuna með gjörningum og hvernig gjörningurinn breytti þeim sjálfum.“ Myndin bar sigur úr býtum í flokknum besta norræna heimildarmyndin á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix. Anna Hildur tileinkaði verðlaunin palestínsku þjóðinni þegar hún tók við þeim síðastliðinn mánudag. „Ég er þakklát fyrir viðurkenninguna sem viðfangsefni myndarinnar fær. Þetta var ögrandi verkefni sem hafði mikil áhrif á mig persónulega. En á sama tíma fyllist maður von þegar maður fylgist með ungum listamönnum glíma við og takast að koma mikilvægri umræðu á framfæri með listgjörningi. Það er dýrmætt,“ segir Anna Hildur. Anna Hildur Hildibrandsdóttir tileinkaði palestínsku þjóðinni verðlaunin. Það má segja að myndin hafi farið sigurför um heiminn, en hún hefur verið sýnd á fjórtán hátíðum um allan heim og verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur. Í umsögn dómnefndar um myndina segir meðal annars: „Þetta er kvikmynd sem fær áhorfandann til að velta fyrir sér, með áhrifaríkum hætti, hvert hlutverk listarinnar ætti að vera.” Sjö aðrar myndir voru tilnefndar í flokknum, þar á meðal myndin Flukt sem var valin besta myndin á Gautaborgarhátíðinni. Oslo Grand Pix er nýleg kvikmyndahátíð og var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi.
Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira