Brooks Koepka segir deilur sínar við DeChambeau góðar fyrir golfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 12:30 Brooks Kopeka er einn af bestu golfurum heims og hann vill stækka íþróttina með sérstökum hætti. EPA-EFE/TANNEN MAURY Tveir af bestu kylfingum heims eru miklir óvinir og deilur þeirra hafa flætt fram í dagsljósið á síðustu vikum. Annar þeirra segir það vera bara hið besta mál fyrir golfíþróttina. Brooks Koepka hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er í áttunda sæti á heimslistanum. DeChambeau vann síðasta Opna bandaríska meistaramótið og er í fimmta sæti á heimslistanum. Brooks Koepka var spurður um erjur sínar við Bryson DeChambeau og kom kannski með frekar óvænt svar. „Hvernig á ég að lýsa þessu? Ég veit ekki hvar þú vilt að ég byrji,“ sagði Brooks Koepka á blaðamannafundi fyrir Palmetto Championship. Koepka says DeChambeau feud good for golf and will not harm US s Ryder Cup https://t.co/RXRHGzqZnW— The Guardian (@guardian) June 9, 2021 Deilurnar eru nefnilega orðnar tveggja ára gamlar en það kom olía á eldinn fyrir tveimur vikum þegar Koepka gerði ekkert í það leyna fyrirlitningu sinni á DeChambeau þegar myndband af viðtali á PGA meistaramótinu fór á flug á netinu. Síðan þá hafa þeir verið að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum þar sem Koepka bauð meðal annars frían bjór fyrir þann áhorfanda sem yrði rekinn af golfvellinum fyrir að trufla DeChambeau á Memorial Tournament. DeChambeau var mjög ósáttur með það tilboð og talaði þá um að PGA þyrfti nú að fara að blanda sér í þetta. Koepka endaði í öðru sæti á PGA meistaramótinu á eftir Phil Mickelson. Hann var nú að tjá sig um málið í fyrsta sinn síðan að alls fór á flug á netinu. Það er ekki að heyra annað en að Koepka sé hálfgerður gerandi í málinu. 'Hey guys. It's Brooksie': Brooks Koepka pokes Bryson DeChambeau, offers free beer to fans kicked out of Memorial https://t.co/k1Di6poau4— Golfweek (@golfweek) June 5, 2021 „Ég held að þetta sé bara gott fyrir golfíþróttina. Ég er viss um það. Það er gott að golf sé nú búið að vera á öllum helstu fréttamiðlum í næstum því tvær vikur samfellt. Ég tel að það sé af hinu góða,“ sagði Koepka. „Þetta er íþrótt sem er að stækka. Ég skil samt að þessir gamalreyndu, sem vilja halda í rótgróna siði og venjur, séu ekki hrifnir. Ég átta mig á því en til að stækka íþróttina þá þurfum við að ná til yngri kynslóðarinnar. Vegna þessa máls þá vita miklu fleiri af golfíþróttinni og golf er fyrir framan fólk í fjölmiðlum. Ég er sannfærður um að golfíþróttin græði á þessu,“ sagði Koepka. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Brooks Koepka hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er í áttunda sæti á heimslistanum. DeChambeau vann síðasta Opna bandaríska meistaramótið og er í fimmta sæti á heimslistanum. Brooks Koepka var spurður um erjur sínar við Bryson DeChambeau og kom kannski með frekar óvænt svar. „Hvernig á ég að lýsa þessu? Ég veit ekki hvar þú vilt að ég byrji,“ sagði Brooks Koepka á blaðamannafundi fyrir Palmetto Championship. Koepka says DeChambeau feud good for golf and will not harm US s Ryder Cup https://t.co/RXRHGzqZnW— The Guardian (@guardian) June 9, 2021 Deilurnar eru nefnilega orðnar tveggja ára gamlar en það kom olía á eldinn fyrir tveimur vikum þegar Koepka gerði ekkert í það leyna fyrirlitningu sinni á DeChambeau þegar myndband af viðtali á PGA meistaramótinu fór á flug á netinu. Síðan þá hafa þeir verið að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum þar sem Koepka bauð meðal annars frían bjór fyrir þann áhorfanda sem yrði rekinn af golfvellinum fyrir að trufla DeChambeau á Memorial Tournament. DeChambeau var mjög ósáttur með það tilboð og talaði þá um að PGA þyrfti nú að fara að blanda sér í þetta. Koepka endaði í öðru sæti á PGA meistaramótinu á eftir Phil Mickelson. Hann var nú að tjá sig um málið í fyrsta sinn síðan að alls fór á flug á netinu. Það er ekki að heyra annað en að Koepka sé hálfgerður gerandi í málinu. 'Hey guys. It's Brooksie': Brooks Koepka pokes Bryson DeChambeau, offers free beer to fans kicked out of Memorial https://t.co/k1Di6poau4— Golfweek (@golfweek) June 5, 2021 „Ég held að þetta sé bara gott fyrir golfíþróttina. Ég er viss um það. Það er gott að golf sé nú búið að vera á öllum helstu fréttamiðlum í næstum því tvær vikur samfellt. Ég tel að það sé af hinu góða,“ sagði Koepka. „Þetta er íþrótt sem er að stækka. Ég skil samt að þessir gamalreyndu, sem vilja halda í rótgróna siði og venjur, séu ekki hrifnir. Ég átta mig á því en til að stækka íþróttina þá þurfum við að ná til yngri kynslóðarinnar. Vegna þessa máls þá vita miklu fleiri af golfíþróttinni og golf er fyrir framan fólk í fjölmiðlum. Ég er sannfærður um að golfíþróttin græði á þessu,“ sagði Koepka.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira