The Conjuring 3: Warren hjónin djöflast og djöflast Heiðar Sumarliðason skrifar 13. júní 2021 15:42 Þvílíkur djöfulgangur. Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt og í tilfelli The Conjuring er það sannleikanum samkvæmt. Það tók ekki nema 20 ár að koma henni á hvíta tjaldið, en þegar hún loks komst þangað varð ein vinsælasta hrollvekjumyndaröð sögunnar að veruleika. Það er hægt að skipta seríunni í tvennt, kvikmyndir sem bera titilinn The Conjuring og fjalla um Warren-hjónin, sem eru einskonar draugabanar. Svo eru það afleggjararnir, kvikmyndir á borð við Annabelle og The Nun. Hér gefur að líta augýsingaveggmyndir allra The Conjuring myndinna. Átta árum eftir frumsýningu The Conjuring er áttunda kvikmyndin sem byggir á þessum heimi komin í kvikmyndahús. Sú ber titilinn The Conjuring: The Devil Made Me Do It og er þriðja myndin í röðinni sem ber The Conjuring forskeytið. Það hefur verið þannig að myndirnar sem bera The Conjuring titilinn, og eru með Warren-hjónin í forgrunni, hafa verið þær bestu í seríunni, á meðan hinar myndirnar hafa verið skörinni lægra í gæðum. The Conjuring: The Devil Made Me Do It hefst á því að Warren-hjónin reyna að særa djöful út úr hinum tíu ára gamla David Glatzel, þegar mágur hans Arne Johnson fer að skipta sér að og býður verunni að taka sér frekar bólstað í honum. Einhverju síðar myrðir Johnson yfirmann unnustu sinnar. Warren-hjónin eru sannfærð um að hann hafi ekki verið með sjálfum sér, heldur undir áhrifum frá djöfullegu verunni. Líkt og fyrri The Conjuring-myndirnar tvær byggir sagan á „sannsögulegum“ atburðum. Nýr leikstjóri Ástralinn James Wan leikstýrði fyrstu tveimur The Conjuring myndunum og hefur oft verið sagður maðurinn á bakvið velgengni seríunnar. Hann hefur hingað til látið öðrum eftir leikstjórn á afleggjurunum um dúkkuna Annabelle og Nunnuna, en hér í þriðju Conjuring-myndinni sleppir hann leikstjórnartaumunum og leggur þá þess í stað í hendur Michaels Chaves. Wan ásamt aðalleikurunum sínum tveimur. Chaves þessi hefur áður komið að The Conjuring heiminum, en hann leikstýrði The Curse of la Llorona árið 2019. Það eitt og sér fyllti mig ekki sérlega mikilli bjartsýni þar sem hún var ekki upp á marga fiska. Það kom svo á daginn að The Devil Made Me Do It er töluvert brokkgengari en fyrstu tvær The Conjuring-myndirnar sem Wan leikstýrði. Til að gæta fullrar sanngirni er hér ekki við Chaves að sakast, heldur eru ákveðin grunnatriði í handritinu sem gera hana að þeirri sístu í aðal The Conjuring-röðinni (þó hún sé nú ekki jafn slæm og t.d. The Nun og The Curse of la Llorona). Það er í fyrri hluta sögunnar sem höfundarnir missa boltann og ná honum ekki aftur fyrr en í síðari hlutanum. Það er tvennt sem orsakar það að sagan misstígur sig í byrjun. Við erum kynnt fyrir nýjum persónum á allt of knappan, og jafnvel skakkan, máta. Til að byrja með hverfist sagan um persónu litla andsetna drengsins Davids, þetta verður til þess að persóna Arne Johnson (sem meginþráðurinn snýr að) verður á endanum yfirborðsleg. Við vitum of lítið um hann til að örlög hans skipti okkur raunverulega máli. Nær ekki fókus Málið sjálft sem myndin byggir á er hennar helsti Akkilesarhæll, en allt í kringum það er helst til þungt í vöfum og mikla baksögu þarf til að gera það skiljanlegt. Þetta verður til þess að jafnvel mætti segja myndina hefjast tvisvar, þar sem fókusinn er á David til að byrja með, en færist svo yfir á Arne. Meginfókusinn endar hins vegar aðallega á rannsókn Warren-hjónanna á því hvort Arne hafi verið andsetinn af djöfli. Þetta veldur því að fyrri hluti myndarinnar er of almenns eðlis. Áhorfandinn upplifir að of hratt sé hlaupið yfir sögu og nær því lítilli tengingu við þessar nýjar persónur Conjuring-heimsins. Fyrri Conjuring myndirnar tvær flöskuðu ekki á þessu og gerðu fórnarlömbum hins yfirnáttúrulega töluvert betri skil. Bæði hvað varðar það að leyfa okkur að kynnast þeim, sem og að gera kynninguna áhugaverða, hrollvekjandi og spennandi. Sagan sem The Devil Made Me Do It byggir á er þess eðlis að kynningu aðstæðna mun ávallt skortir þann fókus sem vel heppnuð kvikmynd þarf á að halda. Kvikmyndagerðarfólkið neyðist til að stikla á of stóru um persónur sem síðan eru meira og minna ekki á tjaldinu í meginatburðarásinni. Því er þetta hugmynd sem hljómar vel á pappír en virkar svo ekki fyllilega þegar á hólminn er komið. Það er ekki fyrr en Warren-hjónin taka yfir söguna sem hún verður áhugaverð, því það eru þau sem okkur er nú þegar annt um (þar sem þau hafa fengið tvær aðrar myndir), miklu frekar en hin nýju fórnarlömb hins djöfullega. Líkt og áður sagði gerðu fyrri myndirnar tvær fórnarlömbunum mun betri skil, því virkuðu þær á tveimur stigum, þar sem ótti okkar um örlög Warren-hjónanna og þeirra sem djöflarnir og draugarnir sóttu að, var algjör. Þessi nýja The Conjuring-mynd virkar hins vegar einungis á öðru þessara stiga. Málin orðin þekktari Málið sjálft sem sagan byggir á er orðið vel þekkt og t.d. hafa ansi margir hlaðvarpsþættir fjallað um það. Stjórnendur þáttanna hafa almennt ekki verið með Arne í liði og málað hann dökkum litum. Því vinnur hlaðvarpsvæðingin á móti sögunni, hafi maður á annað borð heyrt af henni áður. Framsetningin á persónu Arne verður því fölsk og virkar sem einskonar gaslýsing gagnvart áhorfendum. Kvikmyndaútgáfan af Arne og hinn raunverulegi Arne. Það mætti reyndar segja það sama um málin sem fyrstu tvær myndirnar byggja á, en þær komu hins vegar út áður en true crime og supernatural hlaðvörpin urðu jafn vinsæl og þau eru í dag. Ég horfði t.d. á heimildarmynd um Hodgson-fjölskylduna sem The Conjuring 2 byggir á eftir að hafa séð kvikmyndina. Heimildarmyndin varpaði öðru ljósi á málið og fór mér að líða líkt og kvikmyndagerðarfólkið sem stóð að The Conjuring hafi gabbað mig. Einnig má finna töluvert af efni sem rýrir trúverðugleika þeirra aðila sem fyrsta Conjuring-myndin fjallar um. Því mætti e.t.v. segja kvikmyndaseríuna vera orðna fórnarlamb eigin velgengni, þar sem hún hefur sannarlega aukið áhuga fólks á hinu yfirskilvitlega. Burtséð frá þessu vinnur strúktúr The Devil Made Me Do It gegn upplifuninni af henni og er myndinni einungis bjargað eftir miðbik af kunnuglegum en vel heppnuðum hrollvekjubrellum. Þær brellur snúa lítið að þeim persónum sem þarf að bjarga heldur að Warren-hjónunum sjálfum, enda Arne bak við lás og slá. Sagan af honum í fangelsinu er hins vegar tilgerðarleg og hefur lítil áhrif á áhorfandann þar sem ekki er búið að vinna næga persónusköpunar grunnvinnu í fyrsta leikþætti. Arne er það einvíður að atburðarásin tengd honum virkar meira eins og truflun á því sem áhorfandinn upplifir sem megin söguna, því þegar öllu er á botninn hvolft eru það ævintýri Warren-hjónanna sem halda okkur við efnið. Það er e.t.v. full snemmt að afskrifa meginbálk The Conjuring seríunnar, þ.e.a.s. þann sem snýr að Warren-hjónunum. Ég er ekki svo viss um að Wan hefði sjálfur fundið lykilinn að þessari sögu og fært hana fram á fullnægjandi máta, því vandinn hér liggur í viðfangsefninu og þá annmarka sem það setur framvindunni. Niðurstaða: The Devil Made Me Do It sleppur fyrir horn, en er þó sísta myndin úr aðalseríu The Conjuring bálksins og sú fyrsta sem James Wan leikstýrir ekki. Einfaldast væri að kenna annmörkum myndarinnar um að Wan heldur ekki um stjórnartaumana, en vandi hennar liggur hins vegar í sögunni sem hún byggir á. Stjörnubíó Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Það er hægt að skipta seríunni í tvennt, kvikmyndir sem bera titilinn The Conjuring og fjalla um Warren-hjónin, sem eru einskonar draugabanar. Svo eru það afleggjararnir, kvikmyndir á borð við Annabelle og The Nun. Hér gefur að líta augýsingaveggmyndir allra The Conjuring myndinna. Átta árum eftir frumsýningu The Conjuring er áttunda kvikmyndin sem byggir á þessum heimi komin í kvikmyndahús. Sú ber titilinn The Conjuring: The Devil Made Me Do It og er þriðja myndin í röðinni sem ber The Conjuring forskeytið. Það hefur verið þannig að myndirnar sem bera The Conjuring titilinn, og eru með Warren-hjónin í forgrunni, hafa verið þær bestu í seríunni, á meðan hinar myndirnar hafa verið skörinni lægra í gæðum. The Conjuring: The Devil Made Me Do It hefst á því að Warren-hjónin reyna að særa djöful út úr hinum tíu ára gamla David Glatzel, þegar mágur hans Arne Johnson fer að skipta sér að og býður verunni að taka sér frekar bólstað í honum. Einhverju síðar myrðir Johnson yfirmann unnustu sinnar. Warren-hjónin eru sannfærð um að hann hafi ekki verið með sjálfum sér, heldur undir áhrifum frá djöfullegu verunni. Líkt og fyrri The Conjuring-myndirnar tvær byggir sagan á „sannsögulegum“ atburðum. Nýr leikstjóri Ástralinn James Wan leikstýrði fyrstu tveimur The Conjuring myndunum og hefur oft verið sagður maðurinn á bakvið velgengni seríunnar. Hann hefur hingað til látið öðrum eftir leikstjórn á afleggjurunum um dúkkuna Annabelle og Nunnuna, en hér í þriðju Conjuring-myndinni sleppir hann leikstjórnartaumunum og leggur þá þess í stað í hendur Michaels Chaves. Wan ásamt aðalleikurunum sínum tveimur. Chaves þessi hefur áður komið að The Conjuring heiminum, en hann leikstýrði The Curse of la Llorona árið 2019. Það eitt og sér fyllti mig ekki sérlega mikilli bjartsýni þar sem hún var ekki upp á marga fiska. Það kom svo á daginn að The Devil Made Me Do It er töluvert brokkgengari en fyrstu tvær The Conjuring-myndirnar sem Wan leikstýrði. Til að gæta fullrar sanngirni er hér ekki við Chaves að sakast, heldur eru ákveðin grunnatriði í handritinu sem gera hana að þeirri sístu í aðal The Conjuring-röðinni (þó hún sé nú ekki jafn slæm og t.d. The Nun og The Curse of la Llorona). Það er í fyrri hluta sögunnar sem höfundarnir missa boltann og ná honum ekki aftur fyrr en í síðari hlutanum. Það er tvennt sem orsakar það að sagan misstígur sig í byrjun. Við erum kynnt fyrir nýjum persónum á allt of knappan, og jafnvel skakkan, máta. Til að byrja með hverfist sagan um persónu litla andsetna drengsins Davids, þetta verður til þess að persóna Arne Johnson (sem meginþráðurinn snýr að) verður á endanum yfirborðsleg. Við vitum of lítið um hann til að örlög hans skipti okkur raunverulega máli. Nær ekki fókus Málið sjálft sem myndin byggir á er hennar helsti Akkilesarhæll, en allt í kringum það er helst til þungt í vöfum og mikla baksögu þarf til að gera það skiljanlegt. Þetta verður til þess að jafnvel mætti segja myndina hefjast tvisvar, þar sem fókusinn er á David til að byrja með, en færist svo yfir á Arne. Meginfókusinn endar hins vegar aðallega á rannsókn Warren-hjónanna á því hvort Arne hafi verið andsetinn af djöfli. Þetta veldur því að fyrri hluti myndarinnar er of almenns eðlis. Áhorfandinn upplifir að of hratt sé hlaupið yfir sögu og nær því lítilli tengingu við þessar nýjar persónur Conjuring-heimsins. Fyrri Conjuring myndirnar tvær flöskuðu ekki á þessu og gerðu fórnarlömbum hins yfirnáttúrulega töluvert betri skil. Bæði hvað varðar það að leyfa okkur að kynnast þeim, sem og að gera kynninguna áhugaverða, hrollvekjandi og spennandi. Sagan sem The Devil Made Me Do It byggir á er þess eðlis að kynningu aðstæðna mun ávallt skortir þann fókus sem vel heppnuð kvikmynd þarf á að halda. Kvikmyndagerðarfólkið neyðist til að stikla á of stóru um persónur sem síðan eru meira og minna ekki á tjaldinu í meginatburðarásinni. Því er þetta hugmynd sem hljómar vel á pappír en virkar svo ekki fyllilega þegar á hólminn er komið. Það er ekki fyrr en Warren-hjónin taka yfir söguna sem hún verður áhugaverð, því það eru þau sem okkur er nú þegar annt um (þar sem þau hafa fengið tvær aðrar myndir), miklu frekar en hin nýju fórnarlömb hins djöfullega. Líkt og áður sagði gerðu fyrri myndirnar tvær fórnarlömbunum mun betri skil, því virkuðu þær á tveimur stigum, þar sem ótti okkar um örlög Warren-hjónanna og þeirra sem djöflarnir og draugarnir sóttu að, var algjör. Þessi nýja The Conjuring-mynd virkar hins vegar einungis á öðru þessara stiga. Málin orðin þekktari Málið sjálft sem sagan byggir á er orðið vel þekkt og t.d. hafa ansi margir hlaðvarpsþættir fjallað um það. Stjórnendur þáttanna hafa almennt ekki verið með Arne í liði og málað hann dökkum litum. Því vinnur hlaðvarpsvæðingin á móti sögunni, hafi maður á annað borð heyrt af henni áður. Framsetningin á persónu Arne verður því fölsk og virkar sem einskonar gaslýsing gagnvart áhorfendum. Kvikmyndaútgáfan af Arne og hinn raunverulegi Arne. Það mætti reyndar segja það sama um málin sem fyrstu tvær myndirnar byggja á, en þær komu hins vegar út áður en true crime og supernatural hlaðvörpin urðu jafn vinsæl og þau eru í dag. Ég horfði t.d. á heimildarmynd um Hodgson-fjölskylduna sem The Conjuring 2 byggir á eftir að hafa séð kvikmyndina. Heimildarmyndin varpaði öðru ljósi á málið og fór mér að líða líkt og kvikmyndagerðarfólkið sem stóð að The Conjuring hafi gabbað mig. Einnig má finna töluvert af efni sem rýrir trúverðugleika þeirra aðila sem fyrsta Conjuring-myndin fjallar um. Því mætti e.t.v. segja kvikmyndaseríuna vera orðna fórnarlamb eigin velgengni, þar sem hún hefur sannarlega aukið áhuga fólks á hinu yfirskilvitlega. Burtséð frá þessu vinnur strúktúr The Devil Made Me Do It gegn upplifuninni af henni og er myndinni einungis bjargað eftir miðbik af kunnuglegum en vel heppnuðum hrollvekjubrellum. Þær brellur snúa lítið að þeim persónum sem þarf að bjarga heldur að Warren-hjónunum sjálfum, enda Arne bak við lás og slá. Sagan af honum í fangelsinu er hins vegar tilgerðarleg og hefur lítil áhrif á áhorfandann þar sem ekki er búið að vinna næga persónusköpunar grunnvinnu í fyrsta leikþætti. Arne er það einvíður að atburðarásin tengd honum virkar meira eins og truflun á því sem áhorfandinn upplifir sem megin söguna, því þegar öllu er á botninn hvolft eru það ævintýri Warren-hjónanna sem halda okkur við efnið. Það er e.t.v. full snemmt að afskrifa meginbálk The Conjuring seríunnar, þ.e.a.s. þann sem snýr að Warren-hjónunum. Ég er ekki svo viss um að Wan hefði sjálfur fundið lykilinn að þessari sögu og fært hana fram á fullnægjandi máta, því vandinn hér liggur í viðfangsefninu og þá annmarka sem það setur framvindunni. Niðurstaða: The Devil Made Me Do It sleppur fyrir horn, en er þó sísta myndin úr aðalseríu The Conjuring bálksins og sú fyrsta sem James Wan leikstýrir ekki. Einfaldast væri að kenna annmörkum myndarinnar um að Wan heldur ekki um stjórnartaumana, en vandi hennar liggur hins vegar í sögunni sem hún byggir á.
Stjörnubíó Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira