Tónlist

Floni fjarlægir plötu með Auði

Árni Sæberg skrifar
Auður og Floni á kynningarmynd fyrir plötuna Venus.
Auður og Floni á kynningarmynd fyrir plötuna Venus.

Tónlistarmaðurinn Floni hefur tekið plötu sem hann vann í samstarfi við Auð út af Spotify aðgangi sínum.

Í byrjun apríl síðastliðins gáfu tónlistarmennirnir Floni og Auður út stuttskífuna Venus. Nú hefur Floni tekið plötuna út af Spotify aðgangi sínum. Platan er þó enn aðgengileg á aðgangi Auðs. 

Lagið Týnd og einmana með þeim Flona og Auði enn í öðru sæti yfir vinsælustu lög Flona á Spotify.

Ástæða þess að Floni fjarlægði plötuna hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum. Auður hefur undanfarið verið sakaður um kynferðisofbeldi af fjölda ungra kvenna. 

Auður gaf á dögunum út yfirlýsingu þar sem hann gengst við því að „hafa farið yfir mörk“ einnar konu árið 2019 en frábiður sér allar ásakanir um alvarlegt ofbeldi.

Ásakanirnar hafa þegar haft margvíslegar afleiðingar á feril Auðs, hann hefur þurft að segja sig frá uppsetningu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu, UN Women hafa fjarlægt allt markaðsefni með honum og hann mun ekki koma fram á tónleikum Bubba.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.