Viðskipti innlent

Play lék listir sínar yfir Reykjavík

Snorri Másson skrifar
Spottaði Play, eins og myllumerkið segir.
Spottaði Play, eins og myllumerkið segir. Play

Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga.

Flugvélin kom til landsins í dag nýmáluð frá Texas í Bandaríkjunum og henni flýgur flugmaður frá Play. Vélin heitir TF-AEW.

Alls mun Play bjóða upp á sjö áfangastaði til að byrja með. Auk Lundúna eru það Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahöfn, París og Tenerife.

Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North-markaðinn hefst 24. júní.


Tengdar fréttir

Ein af vélum Play orðin leik­hæf

Búið er að mála eina af flugvélum sem prýða mun flota flugfélagsins Play með einkennislitum og merki félagsins. Í dag eru ellefu dagar í fyrsta flug félagsins þann 24. júní til Lundúna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×